Er fjármálaráðherra í jarðsambandi? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. skrifar 3. maí 2022 09:31 Hlutafjárútboðið í Íslandsbanka var það þriðja stærsta í Íslandssögunni. Þar var seldur hlutur í Íslandsbanka fyrir 52,5 milljarða króna. Mikilvægi útboðsins var því gríðarlegt almannahagsmunamál. Það hafði allt að segja að staðið yrði vel að verki við söluna, að það fengist gott verð fyrir hlutinn og að staðið yrði þannig að sölunni að augljóst væri að almannahagsmunir væru í forgrunni. Lög um söluferlið eru skýr. Þau eru í anda þeirrar hugmyndafræði að almannahagsmunir séu alltaf leiðarljósið. Það er gert með mikilli áherslu laganna á heilbrigða samkeppni, jafnræði aðila, gagnsæi og hagkvæmni. Þar er jafnframt tekið fram að leita eigi hæsta verðs á markaði fyrir eignarhluti. Gott verð getur hins vegar ekki eitt og sér verið forsenda þess að traust sé til aðferðafræði ríkisstjórnarinnar um söluna. Og gott verð á að ekki heldur þurfa að þýða að allir aðrir þættir í eðlilegu söluferli víki. Það blasir við öllum sem vilja sjá það. Lokað útboð þar sem völdum aðilum bauðst að kaupa á afslætti fer í grundvallaratriðum gegn meginmarkmiðum löggjafans um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hagsmunaárekstrarnir sem núna blasa við stuða og fyrir vikið er traust almennings ekkert, en 83% þjóðarinnar hefur lýst óánægju með niðurstöðuna. Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi Niðurstaðan er langstærstum hluta þjóðarinnar mikil vonbrigði. Niðurstaðan hefur leitt til reiði og tortryggni og niðurstaðan er ekki síður vonbrigði fyrir þau okkar sem styðjum þá meginstefnu að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Með sölu á hlutum í bankanum er hægt að sækja tugi milljarða króna til uppbyggingar á grunnþjónustu í þágu almennings, í innviðauppbyggingu sem sárlega vantar og til að greiða niður skuldir þannig að næsta kynslóð erfi þær ekki. Það er þess vegna alvarlegt að vinnubrögð fjármálaráðherra við þessa sölu verði til þess að þessir fjármunir verði ekki aðgengilegir til uppbyggingar í þágu almennings á næstunni. Enn og aftur sannast að Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi fyrir sölu ríkiseigna. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar sjálfrar staðfesta að hún veit að traust til hennar er ekkert, enda hefur hún núna tilkynnt að hún sé hætt við frekari sölu. Miðað við niðurstöðuna af þessari sölu er það hið rétta í stöðunni. Tilkynning ríkisstjórnarinnar um að leggja eigi niður Bankasýslu ríkisins er að sama skapi augljós tilraun til að færa kastljósið frá ráðherrum sem tóku allar lykilákvarðanir í söluferlinu og yfir á þá stofnun sem hafði það verkefni að útfæra stefnu ríkisstjórnarinnar. Þessar tvær ákvarðanir: að hætta við frekari sölu og að leggja niður Bankasýsluna, sýna auðvitað svart á hvítu að ríkisstjórnin er sjálf meðvituð um klúðrið. Þetta tvennt segir allt sem segja þarf um hvernig til tókst við síðasta útboð. En fjármálaráðherra á hins vegar enn eftir að viðurkenna þá pólitísku ábyrgð sem hann ber á málinu sem ráðherra. Traust er rauður þráður í lögunum Traust er rauður þráður í allri íslenskri lagasetningu um fjármálafyrirtæki í kjölfar bankahrunsins. Traust hefur verið svar löggjafans um hvernig græða eigi sárið sem bankahrunið skildi eftir sig. Allar breytingar sem gerðar hafa verið á laga- og eftirlitsumhverfinu í kjölfar bankahrunsins hafa tekið mið af þessu og til að bregðast við þeim veikleikum og vanköntum sem bankahrunið leiddi í ljós. Það er þess vegna með ólíkindum að ríkisstjórnin hafi ekkert tillit tekið til þess að almenningur verður að geta treyst ferli við sölu á ríkiseign. Þar eru heilbrigð samkeppni og jafnræði aðila, gagnsæi og hagkvæmni stærstu þættirnir. Og alla þessa þætti vantaði í ferlinu. Álit þjóðarinnar virt að vettugi Sú leið sem ríkisstjórnarflokkarnir þrír völdu að fara við söluna fylgdi í engu sjónarmiðum um gagnsæi, samkeppni og jafnræði. Í stað þess að græða sárið var það rifið upp að nýju. Þegar traustið er ekkert og þegar reiðin er útbreidd í samfélaginu þá sýnir það ekki beinlínis sterka jarðtengingu þegar fjármálaráðherra talar í viðtölum um fólkið í landinu og réttmæta gagnrýni þjóðarinnar sem dómstól götunnar. Það ber með sér að fjármálaráðherra skortir alla jarðtengingu og hefur lítinn skilning á ástæðum vantraustsins. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Alþingi Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dauði Bankasýslunnar er björgunarlína ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hvarf sjónum yfir páskana þegar ljóst varð hvernig viðbrögð fólksins í landinu voru eftir að listi yfir kaupendur í bréfum Íslandsbanka var birtur. Ekki náðist í formenn ríkisstjórnarflokkanna og ráðherra ríkisstjórnarinnar dögum saman. 26. apríl 2022 11:30 Ríkisstjórnin utan þjónustusvæðis Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. 19. apríl 2022 08:01 Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hlutafjárútboðið í Íslandsbanka var það þriðja stærsta í Íslandssögunni. Þar var seldur hlutur í Íslandsbanka fyrir 52,5 milljarða króna. Mikilvægi útboðsins var því gríðarlegt almannahagsmunamál. Það hafði allt að segja að staðið yrði vel að verki við söluna, að það fengist gott verð fyrir hlutinn og að staðið yrði þannig að sölunni að augljóst væri að almannahagsmunir væru í forgrunni. Lög um söluferlið eru skýr. Þau eru í anda þeirrar hugmyndafræði að almannahagsmunir séu alltaf leiðarljósið. Það er gert með mikilli áherslu laganna á heilbrigða samkeppni, jafnræði aðila, gagnsæi og hagkvæmni. Þar er jafnframt tekið fram að leita eigi hæsta verðs á markaði fyrir eignarhluti. Gott verð getur hins vegar ekki eitt og sér verið forsenda þess að traust sé til aðferðafræði ríkisstjórnarinnar um söluna. Og gott verð á að ekki heldur þurfa að þýða að allir aðrir þættir í eðlilegu söluferli víki. Það blasir við öllum sem vilja sjá það. Lokað útboð þar sem völdum aðilum bauðst að kaupa á afslætti fer í grundvallaratriðum gegn meginmarkmiðum löggjafans um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hagsmunaárekstrarnir sem núna blasa við stuða og fyrir vikið er traust almennings ekkert, en 83% þjóðarinnar hefur lýst óánægju með niðurstöðuna. Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi Niðurstaðan er langstærstum hluta þjóðarinnar mikil vonbrigði. Niðurstaðan hefur leitt til reiði og tortryggni og niðurstaðan er ekki síður vonbrigði fyrir þau okkar sem styðjum þá meginstefnu að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Með sölu á hlutum í bankanum er hægt að sækja tugi milljarða króna til uppbyggingar á grunnþjónustu í þágu almennings, í innviðauppbyggingu sem sárlega vantar og til að greiða niður skuldir þannig að næsta kynslóð erfi þær ekki. Það er þess vegna alvarlegt að vinnubrögð fjármálaráðherra við þessa sölu verði til þess að þessir fjármunir verði ekki aðgengilegir til uppbyggingar í þágu almennings á næstunni. Enn og aftur sannast að Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi fyrir sölu ríkiseigna. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar sjálfrar staðfesta að hún veit að traust til hennar er ekkert, enda hefur hún núna tilkynnt að hún sé hætt við frekari sölu. Miðað við niðurstöðuna af þessari sölu er það hið rétta í stöðunni. Tilkynning ríkisstjórnarinnar um að leggja eigi niður Bankasýslu ríkisins er að sama skapi augljós tilraun til að færa kastljósið frá ráðherrum sem tóku allar lykilákvarðanir í söluferlinu og yfir á þá stofnun sem hafði það verkefni að útfæra stefnu ríkisstjórnarinnar. Þessar tvær ákvarðanir: að hætta við frekari sölu og að leggja niður Bankasýsluna, sýna auðvitað svart á hvítu að ríkisstjórnin er sjálf meðvituð um klúðrið. Þetta tvennt segir allt sem segja þarf um hvernig til tókst við síðasta útboð. En fjármálaráðherra á hins vegar enn eftir að viðurkenna þá pólitísku ábyrgð sem hann ber á málinu sem ráðherra. Traust er rauður þráður í lögunum Traust er rauður þráður í allri íslenskri lagasetningu um fjármálafyrirtæki í kjölfar bankahrunsins. Traust hefur verið svar löggjafans um hvernig græða eigi sárið sem bankahrunið skildi eftir sig. Allar breytingar sem gerðar hafa verið á laga- og eftirlitsumhverfinu í kjölfar bankahrunsins hafa tekið mið af þessu og til að bregðast við þeim veikleikum og vanköntum sem bankahrunið leiddi í ljós. Það er þess vegna með ólíkindum að ríkisstjórnin hafi ekkert tillit tekið til þess að almenningur verður að geta treyst ferli við sölu á ríkiseign. Þar eru heilbrigð samkeppni og jafnræði aðila, gagnsæi og hagkvæmni stærstu þættirnir. Og alla þessa þætti vantaði í ferlinu. Álit þjóðarinnar virt að vettugi Sú leið sem ríkisstjórnarflokkarnir þrír völdu að fara við söluna fylgdi í engu sjónarmiðum um gagnsæi, samkeppni og jafnræði. Í stað þess að græða sárið var það rifið upp að nýju. Þegar traustið er ekkert og þegar reiðin er útbreidd í samfélaginu þá sýnir það ekki beinlínis sterka jarðtengingu þegar fjármálaráðherra talar í viðtölum um fólkið í landinu og réttmæta gagnrýni þjóðarinnar sem dómstól götunnar. Það ber með sér að fjármálaráðherra skortir alla jarðtengingu og hefur lítinn skilning á ástæðum vantraustsins. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Dauði Bankasýslunnar er björgunarlína ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hvarf sjónum yfir páskana þegar ljóst varð hvernig viðbrögð fólksins í landinu voru eftir að listi yfir kaupendur í bréfum Íslandsbanka var birtur. Ekki náðist í formenn ríkisstjórnarflokkanna og ráðherra ríkisstjórnarinnar dögum saman. 26. apríl 2022 11:30
Ríkisstjórnin utan þjónustusvæðis Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. 19. apríl 2022 08:01
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun