„Stórkostlega alvarleg tíðindi“ Snorri Másson skrifar 3. maí 2022 20:32 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar var saksóknari áður en hún settist á þing. Hún hefur miklar áhyggjur af áformum hluta dómara í Hæstarétti Bandaríkjanna um að afnema ákvörðunina um Roe gegn Wade úr gildi. Vísir Þingmaður Viðreisnar segir áform í Bandaríkjunum um að fella úr gildi alríkisvernd á rétti kvenna til þungunarrofs grafalvarleg tíðindi. Forseti Bandaríkjanna hvetur dómara til að styðja ekki hugmyndina, enda væri hún grundvallarbreyting til hins verra á bandarísku réttarfari. Margir hafa orðið til þess að lýsa alvarlegum efasemdum um áform ákveðinna hæstaréttardómara í Bandaríkjunum um að fella úr gildi ákvörðun frá 1973. Sú ákvörðun, kennd við prófmálið Roe gegn Wade, tryggir konum stjórnarskrárvarða vernd frá ákvörðunum einstakra ríkja um að banna þungunarrof. Forseti Bandaríkjanna segist vona að ekki allir dómarar réttarins styðji hugmyndina, enda myndi niðurstaðan einnig breyta skilningi á friðhelgi einkalífs fólks almennt. „Ef þessi ákvörðun stendur er þetta ansi róttæk ákvörðun. Mun þetta þýða að í Flórída muni vera hægt að leiða í lög bann við hjónabandi fólks af sama kyni? Það er heildarmynd í þessu og þetta er grundvallarbreyting á réttarkerfi Bandaríkjanna,“ sagði Biden í samtali við fréttamenn í dag. Ævintýralegt bakslag að öllu leyti Í svipaðan streng tekur þingmaður Viðreisnar, sem var saksóknari áður en hún tók sæti á þingi. „Þetta eru stórkostlega alvarleg tíðindi og ævintýralegt bakslag að öllu leyti,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður. Þorbjörg bætir því við að þessi þróun sé til marks um að forsetatíð Donald Trump hafi ekki aðeins verið fjögurra ára blettur á sögu Bandaríkjanna, heldur muni hún draga dilk á eftir sér. Það sýni viðleitni þeirra dómara nú, sem Trump skipaði á meðan hann fór með stjórnartaumana. Sú staðreynd að drög að úrskurðinum hafi lekið sé til marks um að það ríki stríðsástand innan hæstaréttar Bandaríkjanna, segir Þorbjörg Sex dómararnir eru skipaðir af repúblikönum, þrír af demókrötum. „Þetta hefur aldrei gerst í sögu dómstólsins. Ég held að þessi leki þjóni ákveðnum tilgangi, sem er að skapa þrýsting á dómstólinn. Hvað þetta gæti þýtt? Ég held að þetta yrði í reynd þannig að Hæstiréttur Bandaríkjanna væri að segja sig úr lögum við hið siðaða samfélag ef þetta yrði niðurstaðan, því þetta er í reynd að afnema mannréttindi kvenna, rétt kvenna til að haga sínu lífi eins og þær sjálfar vilja og er ekkert annað en árás á konur,“ segir Þorbjörg. Gera má ráð fyrir því, ef ákvörðunin gengur í gegn, að löggjöf um þungunarrof verði bitbein fyrir sérhverjar kosningar í framhaldinu, enda munu ríkisstjórar hafa það í hendi sér að leggja bann við slíkum aðgerðum, að hluta til eða í heild. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Viðreisn Þungunarrof Tengdar fréttir Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Vaktin: Útlit fyrir að þungunarrof verði bannað víða í Bandaríkjunum Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hæstiréttur landsins hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Fréttirnar byggja á áliti meirihlutans, sem virðist hafa verið lekið, en þar kemur fram að dómstóllinn vilji færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof aftur til löggjafans. 3. maí 2022 08:06 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Margir hafa orðið til þess að lýsa alvarlegum efasemdum um áform ákveðinna hæstaréttardómara í Bandaríkjunum um að fella úr gildi ákvörðun frá 1973. Sú ákvörðun, kennd við prófmálið Roe gegn Wade, tryggir konum stjórnarskrárvarða vernd frá ákvörðunum einstakra ríkja um að banna þungunarrof. Forseti Bandaríkjanna segist vona að ekki allir dómarar réttarins styðji hugmyndina, enda myndi niðurstaðan einnig breyta skilningi á friðhelgi einkalífs fólks almennt. „Ef þessi ákvörðun stendur er þetta ansi róttæk ákvörðun. Mun þetta þýða að í Flórída muni vera hægt að leiða í lög bann við hjónabandi fólks af sama kyni? Það er heildarmynd í þessu og þetta er grundvallarbreyting á réttarkerfi Bandaríkjanna,“ sagði Biden í samtali við fréttamenn í dag. Ævintýralegt bakslag að öllu leyti Í svipaðan streng tekur þingmaður Viðreisnar, sem var saksóknari áður en hún tók sæti á þingi. „Þetta eru stórkostlega alvarleg tíðindi og ævintýralegt bakslag að öllu leyti,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður. Þorbjörg bætir því við að þessi þróun sé til marks um að forsetatíð Donald Trump hafi ekki aðeins verið fjögurra ára blettur á sögu Bandaríkjanna, heldur muni hún draga dilk á eftir sér. Það sýni viðleitni þeirra dómara nú, sem Trump skipaði á meðan hann fór með stjórnartaumana. Sú staðreynd að drög að úrskurðinum hafi lekið sé til marks um að það ríki stríðsástand innan hæstaréttar Bandaríkjanna, segir Þorbjörg Sex dómararnir eru skipaðir af repúblikönum, þrír af demókrötum. „Þetta hefur aldrei gerst í sögu dómstólsins. Ég held að þessi leki þjóni ákveðnum tilgangi, sem er að skapa þrýsting á dómstólinn. Hvað þetta gæti þýtt? Ég held að þetta yrði í reynd þannig að Hæstiréttur Bandaríkjanna væri að segja sig úr lögum við hið siðaða samfélag ef þetta yrði niðurstaðan, því þetta er í reynd að afnema mannréttindi kvenna, rétt kvenna til að haga sínu lífi eins og þær sjálfar vilja og er ekkert annað en árás á konur,“ segir Þorbjörg. Gera má ráð fyrir því, ef ákvörðunin gengur í gegn, að löggjöf um þungunarrof verði bitbein fyrir sérhverjar kosningar í framhaldinu, enda munu ríkisstjórar hafa það í hendi sér að leggja bann við slíkum aðgerðum, að hluta til eða í heild.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Viðreisn Þungunarrof Tengdar fréttir Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Vaktin: Útlit fyrir að þungunarrof verði bannað víða í Bandaríkjunum Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hæstiréttur landsins hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Fréttirnar byggja á áliti meirihlutans, sem virðist hafa verið lekið, en þar kemur fram að dómstóllinn vilji færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof aftur til löggjafans. 3. maí 2022 08:06 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53
Vaktin: Útlit fyrir að þungunarrof verði bannað víða í Bandaríkjunum Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hæstiréttur landsins hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Fréttirnar byggja á áliti meirihlutans, sem virðist hafa verið lekið, en þar kemur fram að dómstóllinn vilji færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof aftur til löggjafans. 3. maí 2022 08:06