Salah: Ég vil spila á móti Real Madrid Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. maí 2022 07:02 Mohamed Salah veit nákvæmlega hvaða liði hann vill mæta í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Silvestre Szpylma/Quality Sport Images/Getty Images Mohamed Salah, framherji Liverpool, var eðlilega kátur eftir að liðið tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með 3-2 sigri gegn Villarreal í gærkvöldi. „Það er frábært að við séum komnir í úrslit,“ sagði Salah í samtali við BT Sport eftir leik. „Þetta er í þriðja skipti á fimm árum og það er alveg ótrúlegt. Við erum allir mjög glaðir og ég er viss um að strákarnir munu fagna og fá sér aðeins í tána. En við eigum leik á móti Tottenham á laugardaginn og við verðum líka að einbeita okkur að honum. Á morgun er nýr dagur og þá höldum við áfram.“ Eins og þeir sem fylgdust með leiknum vita þá höfðu heimamenn í Villarreal ágætis stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og fóru með 2-0 forystu inn í hléið. Salah segir þó að leikmenn liðsins hafi ekki verið farnir að hafa of miklar áhyggjur alveg strax. „Þetta var erfitt í fyrri hálfleik, en svo komum við inn í klefa og stjórinn talaði við okkur. Það er karakter og andi í klefanum. Við erum með lið í hæsta gæðaflokki og þess vegna getum við komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í hálfleik.“ Liverpool er á góðri leið með að vinna fernuna, en það er eitthvað sem ekkert annað enskt lið hefur nokkurn tíman gert. Salah ræddi stuttlega um möguleikann á því afreki, ásamt sínum persónulegu markmiðum, en þrátt fyrir að vera kominn með 30 mörk í öllum keppnum er Egyptinn ekki saddur. „Við berjumst um alla titla. Við erum búnir að vinna einn og nú erum við komnir í annan úrslitaleik og við höldum áfram að berjast í ensku úrvalsdeildinni. Ég er einbeittur, æfi vel og reyni nú að ná góðri endurheimt. Ég veit hvað ég vil og vonandi get ég náð því.“ „Fyrir hvert einasta tímabil veit ég hvað ég vil gera persónulega og sem lið. Ég er enn fyrir neðan það sem ég vil ná persónulega. Ég hef aldrei sagt þetta áður, en áður en tímabilið byrjaði þá sagðist ég vilja skora 40 mörk og leggja upp kannski 15. Ég er búinn að ná stoðsendingamarkmiðinu þannig að nú þarf ég að einbeita mér að mörkunum.“ „En fernan er markmiðið núna. Hún var það kannski ekki í byrjun tímabils, en af hverju ekki núna? Ég er alltaf heiðarlegur og einbeiti mér að Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni. Eftir að við unnum Manchester City í undanúrslitum FA-bikarsins þá hefur mér fundist eins og við eigum möguleika á því að ná þessu [fernunni]. Eftir riðlakeppnina í þessari keppni þá hugsaði ég: „Já, okei. Við erum að fara að vinna Meistaradeildina í ár.“ Að lokum var Salah spurður að því hvort hann myndi vilja mæta Real Madrid eða Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ekki stóð á svörum hjá Egyptanum, enda þurftu leikmenn Liverpool að sætta sig við tap í úrslitaleiknum árið 2018 gegn Real Madrid þar sem Salah þurfti að fara meiddur af velli. „Ég vil spila á móti Real Madrid,“ sagði Salah að lokum. Mo wants another shot 🔄 pic.twitter.com/N6HA3AgG7A— B/R Football (@brfootball) May 3, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
„Það er frábært að við séum komnir í úrslit,“ sagði Salah í samtali við BT Sport eftir leik. „Þetta er í þriðja skipti á fimm árum og það er alveg ótrúlegt. Við erum allir mjög glaðir og ég er viss um að strákarnir munu fagna og fá sér aðeins í tána. En við eigum leik á móti Tottenham á laugardaginn og við verðum líka að einbeita okkur að honum. Á morgun er nýr dagur og þá höldum við áfram.“ Eins og þeir sem fylgdust með leiknum vita þá höfðu heimamenn í Villarreal ágætis stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og fóru með 2-0 forystu inn í hléið. Salah segir þó að leikmenn liðsins hafi ekki verið farnir að hafa of miklar áhyggjur alveg strax. „Þetta var erfitt í fyrri hálfleik, en svo komum við inn í klefa og stjórinn talaði við okkur. Það er karakter og andi í klefanum. Við erum með lið í hæsta gæðaflokki og þess vegna getum við komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í hálfleik.“ Liverpool er á góðri leið með að vinna fernuna, en það er eitthvað sem ekkert annað enskt lið hefur nokkurn tíman gert. Salah ræddi stuttlega um möguleikann á því afreki, ásamt sínum persónulegu markmiðum, en þrátt fyrir að vera kominn með 30 mörk í öllum keppnum er Egyptinn ekki saddur. „Við berjumst um alla titla. Við erum búnir að vinna einn og nú erum við komnir í annan úrslitaleik og við höldum áfram að berjast í ensku úrvalsdeildinni. Ég er einbeittur, æfi vel og reyni nú að ná góðri endurheimt. Ég veit hvað ég vil og vonandi get ég náð því.“ „Fyrir hvert einasta tímabil veit ég hvað ég vil gera persónulega og sem lið. Ég er enn fyrir neðan það sem ég vil ná persónulega. Ég hef aldrei sagt þetta áður, en áður en tímabilið byrjaði þá sagðist ég vilja skora 40 mörk og leggja upp kannski 15. Ég er búinn að ná stoðsendingamarkmiðinu þannig að nú þarf ég að einbeita mér að mörkunum.“ „En fernan er markmiðið núna. Hún var það kannski ekki í byrjun tímabils, en af hverju ekki núna? Ég er alltaf heiðarlegur og einbeiti mér að Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni. Eftir að við unnum Manchester City í undanúrslitum FA-bikarsins þá hefur mér fundist eins og við eigum möguleika á því að ná þessu [fernunni]. Eftir riðlakeppnina í þessari keppni þá hugsaði ég: „Já, okei. Við erum að fara að vinna Meistaradeildina í ár.“ Að lokum var Salah spurður að því hvort hann myndi vilja mæta Real Madrid eða Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ekki stóð á svörum hjá Egyptanum, enda þurftu leikmenn Liverpool að sætta sig við tap í úrslitaleiknum árið 2018 gegn Real Madrid þar sem Salah þurfti að fara meiddur af velli. „Ég vil spila á móti Real Madrid,“ sagði Salah að lokum. Mo wants another shot 🔄 pic.twitter.com/N6HA3AgG7A— B/R Football (@brfootball) May 3, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53