#íslenskflík: Saga 66°Norður stöðugur innblástur Elísabet Hanna skrifar 5. maí 2022 21:00 Rakel Sólrós Jóhannsdóttir. Anna Kristín Óskarsdóttir. Rakel Sólrós Jóhannsdóttir er partur af hönnunarteymi 66°Norður og er annar viðmælandinn í #Íslenskflík sem er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. Hver ert þú sem hönnuður?Ég hef verið að hanna föt frá því ég man eftir mér. Ég ólst upp í litlu sjávarþorpi á Suðurnesjunum og þurfti svolítið að finna mér eitthvað að gera. Ég var alltaf mikill dundari þannig ég fann gamlar tuskur á heimilinu og fór að hanna og sauma föt á Barbie dúkkurnar. Eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands árið 2010 flutti ég erlendis og vann hjá fataframleiðanda í London sem seldi til tískufyrirtækja innan Bretlands. Svo flutti ég til Gautaborgar í Svíþjóð og vann sem aðstoðarhönnuður hjá Monki sem var mjög lærdómsríkur og skemmtilegur tími. Erlendis eignaðist ég ótrúlega góða vini sem ég hef haldið sambandi síðan og hjálpaði samstarfskona mín í London að sauma brúðarkjólinn minn og komu margir erlendir vinir mínir til Íslands í brúðkaupið. Hvenær varðst þú partur af 66°Norður?Árið 2014 fékk ég svo það frábæra tækifæri að verða partur af hönnunarteymi 66°Norður og hef síðustu 8 ár unnið að virkilega fjölbreyttum verkefnum innan hönnunardeildarinnar. Ég er ábyrg fyrir því að hanna barnafatalínuna og alla fylgihluti ásamt því að hanna fjölbreyttar flíkur í aðallínunni. View this post on Instagram A post shared by 66°North Kids (@66north_kids) Hvert verkefni hefur sitt markmið og þá snýr hönnunin stundum að því að betrumbæta núverandi flíkur og stundum að þróun á nýjum vörum. Þá horfi ég til atriða eins og að flíkin sé innblásin af langri sögu fyrirtækisins, sé samkeppnishæf á markaði og umfram allt nýti umhverfisvæn gæðaefni því flíkin fer í notkun á Íslandi þar sem veðráttan er virkilega krefjandi. Eitt af þeim verkefnum sem eru í algjöru uppáhaldi er Kríu línan en ég fann 90‘s útivistarjakka frá fyrirtækinu og notaði afgangs metra sem til voru á lager af mjög tæknilegu Neoshell efni og gaf jakkanum upplyftingu. Þessi útgáfa af jakkanum var fyrst kynnt á 90 ára afmæli 66°Norður árið 2016 og hefur verið framleiddur í óteljandi útgáfum í öllum mögulegum litasamsetningum og var hann einnig partur af samstarfsverkefni 66°Norður og GANNI árið 2019 og endaði á síðum Vogue. View this post on Instagram A post shared by 66°North (@66north) Talandi um GANNI þá hef ég einnig unnið ótrúlega mörg samstarfsverkefni með frábærum hönnuðum úr mismunandi áttum, bæði á Íslandi og erlendis. Mörg eru í vinnslu sem ekki er tímabært að segja frá. Hvernig kemur 66°Norður að HönnunarMars?Við höfum verið í samstarfi við íslenska hönnuði á HönnunarMars síðastliðin 7 ár og þá höfum við m.a. kynnt nýjar útgáfur af klassísku 66°Norður húfunni sem hefur líklega sést á öðrum hverjum manni hér á landi í öllum mögulegum litum. Þá má nefna að húfan hefur fengið nýtt líf í gegnum Hildi Yeoman, Tulipop, Soulland og fleiri. Hvernig kemur þú að HönnunarMars í ár?Nú á HönnunarMars erum við að kynna þrjú mismunandi samstarfsverkefni sem eiga það sameiginlegt með okkur að hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Þar er efniviðurinn nýttur á umhverfisvænan hátt þannig að ekkert fari til spillis. „Þessi verkefni kallast Sniðmót, Erm og Flétta og verða þau öll til sýnis í verslun 66°Norður á Laugaveginum.“ En þegar kemur að hönnunarferlinu þá vinn ég sem partur af hönnunar og vöruþróunarteymi þar sem við eigum daglega mikil samskipti um allar þær vörur sem eru í þróun næstu 2 árin. Vörur hafa mismunandi þróunar- og framleiðslutíma þannig það er ekki óalgengt að ég teikni húfu sem á að koma í haust og jakka sem kemur eftir tvö ár sama vinnudaginn. View this post on Instagram A post shared by 66°North (@66north) Hvernig lýsir vinnan sér?Vinnan snýst mikið um skipulagningu og að sjá tækifæri í framtíðinni. Við þurfum samtímis að horfa í baksýnisspegilinn og fram á við. Fyrir hverja vöru sem er þróuð koma margir fagaðilar að verki og allir eru sérfræðingar í sínu fagi. „Þegar ég kynni einhverja hugmynd þarf hún að vera sannfærandi fyrir hönnunardeildina, vöruþróunardeildina, framleiðsludeildina, vörukaup, markaðsdeildina og söludeildina ásamt eigendum fyrirtækisins.“ Að lokum ef varan ratar svo í viðgerð eftir mikla notkun kúnnans fáum við líka ráðgjöf frá saumastofunni um hvernig hægt væri að betrumbæta vöruna. Þannig fer varan oft í heilan hring innan fyrirtækisins, fyrir og eftir notkun. Hver vika er krefjandi en ótrúlega skemmtileg og gefandi, en það er yndislegt að fá að vera partur af þessum kraftmikla hóp sem vinnur innan fyrirtækisins. Veistu hver hannaði þína flík?Anna Kristín Óskarsdóttir. Fatahönnunarfélag Íslands teflir fram þriðju herferð verkefnisins #íslenskflík á Hönnunarmars í ár. Með verkefninu vill Fatahönnunarfélag Íslands vekja athygli fólks á því að staldra við og skoða íslenska fatahönnun næst þegar það fjárfestir í flík og á sama tíma fagna því fólki sem vinnur í faginu á Íslandi. Verkefnið er unnið af Blóð studio fyrir HönnunarMars. Listrænn stjórnandi verkefnisins er Ási Már Friðriksson og Anna Kristín Óskarsdóttir ljósmyndari fangar hönnuði í sínu náttúrulega umhverfi. Fólk er hvatt til þess að taka þátt í verkefninu með því að pósta sinni íslenskri flík á samfélagsmiðla og merkja með #íslenskflík. Íslensk flík HönnunarMars Tíska og hönnun Nýsköpun Tengdar fréttir #íslenskflík: „Ég sá hana ljóslifandi fyrir mér í höfðinu“ Helga Lilja Magnúsdóttir hjá BAHNS er fyrsti viðmælandinn í #íslenskflík sem er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 4. maí 2022 23:41 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Hver ert þú sem hönnuður?Ég hef verið að hanna föt frá því ég man eftir mér. Ég ólst upp í litlu sjávarþorpi á Suðurnesjunum og þurfti svolítið að finna mér eitthvað að gera. Ég var alltaf mikill dundari þannig ég fann gamlar tuskur á heimilinu og fór að hanna og sauma föt á Barbie dúkkurnar. Eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands árið 2010 flutti ég erlendis og vann hjá fataframleiðanda í London sem seldi til tískufyrirtækja innan Bretlands. Svo flutti ég til Gautaborgar í Svíþjóð og vann sem aðstoðarhönnuður hjá Monki sem var mjög lærdómsríkur og skemmtilegur tími. Erlendis eignaðist ég ótrúlega góða vini sem ég hef haldið sambandi síðan og hjálpaði samstarfskona mín í London að sauma brúðarkjólinn minn og komu margir erlendir vinir mínir til Íslands í brúðkaupið. Hvenær varðst þú partur af 66°Norður?Árið 2014 fékk ég svo það frábæra tækifæri að verða partur af hönnunarteymi 66°Norður og hef síðustu 8 ár unnið að virkilega fjölbreyttum verkefnum innan hönnunardeildarinnar. Ég er ábyrg fyrir því að hanna barnafatalínuna og alla fylgihluti ásamt því að hanna fjölbreyttar flíkur í aðallínunni. View this post on Instagram A post shared by 66°North Kids (@66north_kids) Hvert verkefni hefur sitt markmið og þá snýr hönnunin stundum að því að betrumbæta núverandi flíkur og stundum að þróun á nýjum vörum. Þá horfi ég til atriða eins og að flíkin sé innblásin af langri sögu fyrirtækisins, sé samkeppnishæf á markaði og umfram allt nýti umhverfisvæn gæðaefni því flíkin fer í notkun á Íslandi þar sem veðráttan er virkilega krefjandi. Eitt af þeim verkefnum sem eru í algjöru uppáhaldi er Kríu línan en ég fann 90‘s útivistarjakka frá fyrirtækinu og notaði afgangs metra sem til voru á lager af mjög tæknilegu Neoshell efni og gaf jakkanum upplyftingu. Þessi útgáfa af jakkanum var fyrst kynnt á 90 ára afmæli 66°Norður árið 2016 og hefur verið framleiddur í óteljandi útgáfum í öllum mögulegum litasamsetningum og var hann einnig partur af samstarfsverkefni 66°Norður og GANNI árið 2019 og endaði á síðum Vogue. View this post on Instagram A post shared by 66°North (@66north) Talandi um GANNI þá hef ég einnig unnið ótrúlega mörg samstarfsverkefni með frábærum hönnuðum úr mismunandi áttum, bæði á Íslandi og erlendis. Mörg eru í vinnslu sem ekki er tímabært að segja frá. Hvernig kemur 66°Norður að HönnunarMars?Við höfum verið í samstarfi við íslenska hönnuði á HönnunarMars síðastliðin 7 ár og þá höfum við m.a. kynnt nýjar útgáfur af klassísku 66°Norður húfunni sem hefur líklega sést á öðrum hverjum manni hér á landi í öllum mögulegum litum. Þá má nefna að húfan hefur fengið nýtt líf í gegnum Hildi Yeoman, Tulipop, Soulland og fleiri. Hvernig kemur þú að HönnunarMars í ár?Nú á HönnunarMars erum við að kynna þrjú mismunandi samstarfsverkefni sem eiga það sameiginlegt með okkur að hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Þar er efniviðurinn nýttur á umhverfisvænan hátt þannig að ekkert fari til spillis. „Þessi verkefni kallast Sniðmót, Erm og Flétta og verða þau öll til sýnis í verslun 66°Norður á Laugaveginum.“ En þegar kemur að hönnunarferlinu þá vinn ég sem partur af hönnunar og vöruþróunarteymi þar sem við eigum daglega mikil samskipti um allar þær vörur sem eru í þróun næstu 2 árin. Vörur hafa mismunandi þróunar- og framleiðslutíma þannig það er ekki óalgengt að ég teikni húfu sem á að koma í haust og jakka sem kemur eftir tvö ár sama vinnudaginn. View this post on Instagram A post shared by 66°North (@66north) Hvernig lýsir vinnan sér?Vinnan snýst mikið um skipulagningu og að sjá tækifæri í framtíðinni. Við þurfum samtímis að horfa í baksýnisspegilinn og fram á við. Fyrir hverja vöru sem er þróuð koma margir fagaðilar að verki og allir eru sérfræðingar í sínu fagi. „Þegar ég kynni einhverja hugmynd þarf hún að vera sannfærandi fyrir hönnunardeildina, vöruþróunardeildina, framleiðsludeildina, vörukaup, markaðsdeildina og söludeildina ásamt eigendum fyrirtækisins.“ Að lokum ef varan ratar svo í viðgerð eftir mikla notkun kúnnans fáum við líka ráðgjöf frá saumastofunni um hvernig hægt væri að betrumbæta vöruna. Þannig fer varan oft í heilan hring innan fyrirtækisins, fyrir og eftir notkun. Hver vika er krefjandi en ótrúlega skemmtileg og gefandi, en það er yndislegt að fá að vera partur af þessum kraftmikla hóp sem vinnur innan fyrirtækisins. Veistu hver hannaði þína flík?Anna Kristín Óskarsdóttir. Fatahönnunarfélag Íslands teflir fram þriðju herferð verkefnisins #íslenskflík á Hönnunarmars í ár. Með verkefninu vill Fatahönnunarfélag Íslands vekja athygli fólks á því að staldra við og skoða íslenska fatahönnun næst þegar það fjárfestir í flík og á sama tíma fagna því fólki sem vinnur í faginu á Íslandi. Verkefnið er unnið af Blóð studio fyrir HönnunarMars. Listrænn stjórnandi verkefnisins er Ási Már Friðriksson og Anna Kristín Óskarsdóttir ljósmyndari fangar hönnuði í sínu náttúrulega umhverfi. Fólk er hvatt til þess að taka þátt í verkefninu með því að pósta sinni íslenskri flík á samfélagsmiðla og merkja með #íslenskflík.
Fatahönnunarfélag Íslands teflir fram þriðju herferð verkefnisins #íslenskflík á Hönnunarmars í ár. Með verkefninu vill Fatahönnunarfélag Íslands vekja athygli fólks á því að staldra við og skoða íslenska fatahönnun næst þegar það fjárfestir í flík og á sama tíma fagna því fólki sem vinnur í faginu á Íslandi. Verkefnið er unnið af Blóð studio fyrir HönnunarMars. Listrænn stjórnandi verkefnisins er Ási Már Friðriksson og Anna Kristín Óskarsdóttir ljósmyndari fangar hönnuði í sínu náttúrulega umhverfi. Fólk er hvatt til þess að taka þátt í verkefninu með því að pósta sinni íslenskri flík á samfélagsmiðla og merkja með #íslenskflík.
Íslensk flík HönnunarMars Tíska og hönnun Nýsköpun Tengdar fréttir #íslenskflík: „Ég sá hana ljóslifandi fyrir mér í höfðinu“ Helga Lilja Magnúsdóttir hjá BAHNS er fyrsti viðmælandinn í #íslenskflík sem er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 4. maí 2022 23:41 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
#íslenskflík: „Ég sá hana ljóslifandi fyrir mér í höfðinu“ Helga Lilja Magnúsdóttir hjá BAHNS er fyrsti viðmælandinn í #íslenskflík sem er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 4. maí 2022 23:41