Meirihluti brotaþola í kynferðisbrotamálum eru börn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2022 10:39 Um er að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda gegn ofbeldi með áherslu á gerendur ofbeldis. Skipað var sérstakt aðgerðateymi sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Eygló Harðardóttir störfuðu í. Vísir/Vilhelm Innleiða á sérstakt áhættumat til að tryggja betur öryggi barna gegn kynferðisbrotum fullorðinna. Rannsakendur kynferðisbrota og ákærendur innan lögreglunnar sitja tveggja daga vinnustofu um áhættumat í kynferðisbrotamálum gegn börnum til að undirbúa þróun forvarnaviðbragða og forgangsröðunar mála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra sem segir mikilvægt að efla forvarnir í kynferðisbrotamálum gegn börnum með því að innleiða sérstakt áhættumat vegna kynferðisbrota. Samkvæmt tölfræði lögreglunnar er meirihluti brotaþola í kynferðisbrotamálum, eða 61 prósent, börn að aldri. Hlutfallið hækkar í 70 prósent þegar horft er til kynferðislegrar áreitni, brota gegn kynferðislegri friðhelgi og blygðunarsemisbrota. Þá eru börn u.þ.b. þriðjungur fórnarlamba nauðgana. Meðalaldur grunaðra er 30-35 ára. Um er að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda gegn ofbeldi með áherslu á gerendur ofbeldis. Skipað var sérstakt aðgerðateymi sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Eygló Harðardóttir störfuðu í. Ein af tillögum aðgerðateymisins var að þróa og innleiða áhættumatskerfi hjá lögreglu til að greina betur aðstæður í kringum kynferðisbrot fullorðinna gegn börnum, mynstur hegðunar og mögulegar kveikjur brotanna. Þá gæti áhættumatið auðveldað lögreglumönnum að bera kennsl á áhættuþætti og stýra forvörnum og stuðningi til að draga úr líkum á frekari brotahegðun. Þannig er áhættumatinu ætlað að draga fram þjónustuþörf út frá eðli og alvarleika áhættuþátta og styðja við ákvarðanir lögreglu í tengslum við forvarnir í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Verkefnið hefur verið undirbúið af hópi sérfræðinga ríkislögreglustjóra, Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kanadískur prófessor í réttarsálfræði aðstoðar við þróun áhættumatskerfisins Vinna er hafin við að þróa áhættumatið en í henni felst m.a. að rannsakendur kynferðisbrota og ákærendur innan lögreglunnar munu næstu tvo daga sitja vinnustofu um áhættumat í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Vinnustofan verður leidd af Stephen Hart, prófessor í réttarsálfræði við Simon Fraser háskólann í Kanada sem er virkur í rannsóknum og þjálfun um allan heim og er einn helsti sérfræðingur um áhættumat í heiminum í dag. Helstu samstarfsaðilum lögreglunnar vegna þjónustu við þolendur kynferðisbrota er jafnframt boðið að sitja hluta vinnustofunnar til þess að þróa sameiginlega leiðir til að auka öryggi brotaþola og mögulegrar brotaþola. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra sem segir mikilvægt að efla forvarnir í kynferðisbrotamálum gegn börnum með því að innleiða sérstakt áhættumat vegna kynferðisbrota. Samkvæmt tölfræði lögreglunnar er meirihluti brotaþola í kynferðisbrotamálum, eða 61 prósent, börn að aldri. Hlutfallið hækkar í 70 prósent þegar horft er til kynferðislegrar áreitni, brota gegn kynferðislegri friðhelgi og blygðunarsemisbrota. Þá eru börn u.þ.b. þriðjungur fórnarlamba nauðgana. Meðalaldur grunaðra er 30-35 ára. Um er að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda gegn ofbeldi með áherslu á gerendur ofbeldis. Skipað var sérstakt aðgerðateymi sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Eygló Harðardóttir störfuðu í. Ein af tillögum aðgerðateymisins var að þróa og innleiða áhættumatskerfi hjá lögreglu til að greina betur aðstæður í kringum kynferðisbrot fullorðinna gegn börnum, mynstur hegðunar og mögulegar kveikjur brotanna. Þá gæti áhættumatið auðveldað lögreglumönnum að bera kennsl á áhættuþætti og stýra forvörnum og stuðningi til að draga úr líkum á frekari brotahegðun. Þannig er áhættumatinu ætlað að draga fram þjónustuþörf út frá eðli og alvarleika áhættuþátta og styðja við ákvarðanir lögreglu í tengslum við forvarnir í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Verkefnið hefur verið undirbúið af hópi sérfræðinga ríkislögreglustjóra, Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kanadískur prófessor í réttarsálfræði aðstoðar við þróun áhættumatskerfisins Vinna er hafin við að þróa áhættumatið en í henni felst m.a. að rannsakendur kynferðisbrota og ákærendur innan lögreglunnar munu næstu tvo daga sitja vinnustofu um áhættumat í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Vinnustofan verður leidd af Stephen Hart, prófessor í réttarsálfræði við Simon Fraser háskólann í Kanada sem er virkur í rannsóknum og þjálfun um allan heim og er einn helsti sérfræðingur um áhættumat í heiminum í dag. Helstu samstarfsaðilum lögreglunnar vegna þjónustu við þolendur kynferðisbrota er jafnframt boðið að sitja hluta vinnustofunnar til þess að þróa sameiginlega leiðir til að auka öryggi brotaþola og mögulegrar brotaþola.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent