Frábært Garðatorg – „Eins og í Garðabæ“ Sigríður Hulda Jónsdóttir og Guðfinnur Sigurvinsson skrifa 6. maí 2022 08:30 Ímyndum okkur Garðabæ framtíðarinnar. Líf og leikur, fjölbreytt afþreying og þjónusta og falleg almannarými. Það er forgangsverkefni að ljúka Garðatorgi sem glæsilegum miðbæ sem skapar bæjarbrag og er mannlífsmiðja þar sem íbúar hittast og ganga erinda sinna. Uppbygging nýja Garðatorgs gekk vel og gefur góða von um framhaldið. Glæsileg verslun og þjónusta er á torginu og við sjáum það á þétt skipuðum bílastæðum að viðskiptavinirnir fylgja á eftir. Eldri hluti Garðatorgs hrópar nú á endurgerð og þar eru gríðarlega spennandi möguleikar í stöðunni. Slíka endurgerð þarf að framkvæma í samvinnu við hagsmunaaðila. Þetta þarf að gera Það þarf að draga að snjalla hönnuði og hugmyndasmiði sem skilgreina í samráði við hagsmunaaðila og bæjarstjórn hvers konar andrúmsloft eigi að ríkja á Garðatorgi til framtíðar. Aðkoman á að vera falleg og upplifun af heimsókn í miðbæinn jákvæð. Hugmyndasamkeppni um framtíð miðbæjarins gæti verið góð leið til þess að sjá betur tækifærin sem eru möguleg. Við slíka framkvæmd er eins og ávallt rétt að horfa til leiða sem draga úr helstu umhverfisáhrifum af byggingum. Öflugt mannlíf Endurhugsa og efla þarf yfirbyggðu svæðin, horfa á miðbæinn í heild og tengja saman kjarnana. Grunnhönnun yfirbyggðu svæðanna skapar marga möguleika og þar eru nú glæsilegar verslanir og öflugir þjónustuaðilar. Útfærsla í samvinnu við hagsmunaaðila getur skapað aðlaðandi og lifandi svæði t.d. mathöll, fjölbreytta þjónustu smærri fyrirtækja, menningarmiðju, leik- og vinnusvæði eða afþreyingu. Yfirbyggða bókasafnstorgið gæti t.d. verið grænt svæði með suðrænum blæ, uppákomum og listsýningum. Bæjarstjórn gæti fundað á torginu og stjórnsýslan átt þar opinn samstarfsvettvang við bæjarbúa. Frá íbúum hefur komið hugmynd um gosbrunn á torginu sem vert er að skoða. Við þurfum að halda áfram að byggja torgið upp af miklum metnaði og tryggja að þar sé umhverfið í sérflokki. Þannig getum við með umgjörðinni laðað að fyrirtæki sem njóta vinsælda og fólk vill skipta við. Breyttir tímar, breyttar þarfir Sú var tíðin að fólk þurfti bara lóð til að byggja sér hús á og að í grennd væri nýlenduvöruverslun með helstu nauðsynjum. Nútímafólk hefur aðrar þarfir. Það vill búa í bæ þar sem það getur notið sín, fara á kaffihús og samverustaði til að eiga gæðastundir. Hafa mögleikann á því að njóta stemmningar á mismunandi árstíðum, s.s. á sumrin og fyrir jól, fara gangandi og hitta félaga. Nú eru bæði á Garðatorgi og í mismunandi hverfum bæjarins að spretta upp staðir og starfsemi sem mæta þessum kröfum. Sannkölluð hverfishjörtu. Þetta er spennandi verkefni sem verður gaman að takast á við og móta. Ef vel tekst til þá er þetta dæmi um framtak sem mun verða grunnur að bæjarbrag og ímynd bæjarins. Við þurfum að reisa þessar stoðir þannig að úr verði gott fordæmi og þegar aðrir vilja byggja miðbæ eða efla verslun og þjónustu verði sagt; „Já, svona eins og í Garðabæ.” Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ og formaður skólanefndar. Guðfinnur Sigurvinsson, varabæjarfulltrúi í Garðabæ og í umhverfisnefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur Garðabæ framtíðarinnar. Líf og leikur, fjölbreytt afþreying og þjónusta og falleg almannarými. Það er forgangsverkefni að ljúka Garðatorgi sem glæsilegum miðbæ sem skapar bæjarbrag og er mannlífsmiðja þar sem íbúar hittast og ganga erinda sinna. Uppbygging nýja Garðatorgs gekk vel og gefur góða von um framhaldið. Glæsileg verslun og þjónusta er á torginu og við sjáum það á þétt skipuðum bílastæðum að viðskiptavinirnir fylgja á eftir. Eldri hluti Garðatorgs hrópar nú á endurgerð og þar eru gríðarlega spennandi möguleikar í stöðunni. Slíka endurgerð þarf að framkvæma í samvinnu við hagsmunaaðila. Þetta þarf að gera Það þarf að draga að snjalla hönnuði og hugmyndasmiði sem skilgreina í samráði við hagsmunaaðila og bæjarstjórn hvers konar andrúmsloft eigi að ríkja á Garðatorgi til framtíðar. Aðkoman á að vera falleg og upplifun af heimsókn í miðbæinn jákvæð. Hugmyndasamkeppni um framtíð miðbæjarins gæti verið góð leið til þess að sjá betur tækifærin sem eru möguleg. Við slíka framkvæmd er eins og ávallt rétt að horfa til leiða sem draga úr helstu umhverfisáhrifum af byggingum. Öflugt mannlíf Endurhugsa og efla þarf yfirbyggðu svæðin, horfa á miðbæinn í heild og tengja saman kjarnana. Grunnhönnun yfirbyggðu svæðanna skapar marga möguleika og þar eru nú glæsilegar verslanir og öflugir þjónustuaðilar. Útfærsla í samvinnu við hagsmunaaðila getur skapað aðlaðandi og lifandi svæði t.d. mathöll, fjölbreytta þjónustu smærri fyrirtækja, menningarmiðju, leik- og vinnusvæði eða afþreyingu. Yfirbyggða bókasafnstorgið gæti t.d. verið grænt svæði með suðrænum blæ, uppákomum og listsýningum. Bæjarstjórn gæti fundað á torginu og stjórnsýslan átt þar opinn samstarfsvettvang við bæjarbúa. Frá íbúum hefur komið hugmynd um gosbrunn á torginu sem vert er að skoða. Við þurfum að halda áfram að byggja torgið upp af miklum metnaði og tryggja að þar sé umhverfið í sérflokki. Þannig getum við með umgjörðinni laðað að fyrirtæki sem njóta vinsælda og fólk vill skipta við. Breyttir tímar, breyttar þarfir Sú var tíðin að fólk þurfti bara lóð til að byggja sér hús á og að í grennd væri nýlenduvöruverslun með helstu nauðsynjum. Nútímafólk hefur aðrar þarfir. Það vill búa í bæ þar sem það getur notið sín, fara á kaffihús og samverustaði til að eiga gæðastundir. Hafa mögleikann á því að njóta stemmningar á mismunandi árstíðum, s.s. á sumrin og fyrir jól, fara gangandi og hitta félaga. Nú eru bæði á Garðatorgi og í mismunandi hverfum bæjarins að spretta upp staðir og starfsemi sem mæta þessum kröfum. Sannkölluð hverfishjörtu. Þetta er spennandi verkefni sem verður gaman að takast á við og móta. Ef vel tekst til þá er þetta dæmi um framtak sem mun verða grunnur að bæjarbrag og ímynd bæjarins. Við þurfum að reisa þessar stoðir þannig að úr verði gott fordæmi og þegar aðrir vilja byggja miðbæ eða efla verslun og þjónustu verði sagt; „Já, svona eins og í Garðabæ.” Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ og formaður skólanefndar. Guðfinnur Sigurvinsson, varabæjarfulltrúi í Garðabæ og í umhverfisnefnd.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun