Tímamótasamkomulag hjá Rósu í Hafnarfirði Ó. Ingi Tómasson skrifar 6. maí 2022 19:16 Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er skýr. Framkvæmdir við Reykjanesbraut frá hringtorginu við N1 að ljósunum við Góu og nýr Álftanesvegur sem liggur frá Reykjanesbraut við Góu á milli iðnaðarsvæðanna í Hafnarfirði og Garðabæ og endar í Engidal eru á áætlun samkvæmt samgöngusáttmálanum á árunum 2024 - 2028, alls fara 13,1 milljarðar í þessar framkvæmdir. Samgöngusáttmálinn kveður á um að framkvæmdir við Borgarlínu frá Firði að Miklubraut verði á tímabilinu 2027 – 2030, alls fara 9,4 milljarðar í þessa framkvæmd. Samgöngusáttmálinn og Betri samgöngur Undir öruggri forustu Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar og þáverandi formanns Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu náðist tímamótasamkomulag við ríkið um fjármögnun framkvæmda á samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Í samkomulaginu fólst að fram til ársins 2033 er heildarfjármögnun framkvæmda samkvæmt samgöngusáttmálanum alls 120 milljarðar sem skiptast þannig að 52,2 milljarðar fara í stofnvegi, 49,6 milljarðar fara í Borgarlínu, 8,2 milljarðar í hjólastíga og 10 milljarðar í annað. Þessu tengt var félagið Betri samgöngu ohf. stofnað með sérstökum lögum árið 2020 til að sjá um alla framkvæmd samgöngusáttmálans þ.m.t. hönnun og framkvæmd vegna borgarlínu. Viðutan Viðreisn Oddviti Viðreisnar opinberar enn og aftur vanþekkingu sína á málefnum Hafnarfjarðar í grein sem hann skrifar á visir.is. Lítum á nokkrar staðreyndir. Borgarlína er samkvæmt samgöngusáttmálanum á dagskrá til Hafnarfjarðar 2027-2030. Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði gegn deiliskipulagi á Hraunum Vestur þar sem gert er ráð fyrir 490 íbúðum ásamt verslun og þjónustu, oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði gegn byggingu Hafró á Flensborgarhöfn þar sem nú vinna um 140 manns. Met var slegið í úthlutun atvinnulóða á síðasta ári þegar 47 lóðir seldust. Icelandair er að flytja höfuðstöðvar sínar til Hafnarfjarðar, Tækniskólinn flytur alla starfsemi sína til Hafnarfjarðar, Isavia hefur flutt stóran hluta starfsemi sinnar til Hafnarfjarðar og mikil eftirspurn er eftir atvinnulóðum þar sem ekkert lát er á flótta fyrirtækja frá Reykjavík til Hafnarfjarðar þar sem Viðreisn er í meirihluta. Staðreyndirnar tala sínu máli, staðreyndir sem oddvita Viðreisnar ætti að vera kunnugt um. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er skýr. Framkvæmdir við Reykjanesbraut frá hringtorginu við N1 að ljósunum við Góu og nýr Álftanesvegur sem liggur frá Reykjanesbraut við Góu á milli iðnaðarsvæðanna í Hafnarfirði og Garðabæ og endar í Engidal eru á áætlun samkvæmt samgöngusáttmálanum á árunum 2024 - 2028, alls fara 13,1 milljarðar í þessar framkvæmdir. Samgöngusáttmálinn kveður á um að framkvæmdir við Borgarlínu frá Firði að Miklubraut verði á tímabilinu 2027 – 2030, alls fara 9,4 milljarðar í þessa framkvæmd. Samgöngusáttmálinn og Betri samgöngur Undir öruggri forustu Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar og þáverandi formanns Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu náðist tímamótasamkomulag við ríkið um fjármögnun framkvæmda á samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Í samkomulaginu fólst að fram til ársins 2033 er heildarfjármögnun framkvæmda samkvæmt samgöngusáttmálanum alls 120 milljarðar sem skiptast þannig að 52,2 milljarðar fara í stofnvegi, 49,6 milljarðar fara í Borgarlínu, 8,2 milljarðar í hjólastíga og 10 milljarðar í annað. Þessu tengt var félagið Betri samgöngu ohf. stofnað með sérstökum lögum árið 2020 til að sjá um alla framkvæmd samgöngusáttmálans þ.m.t. hönnun og framkvæmd vegna borgarlínu. Viðutan Viðreisn Oddviti Viðreisnar opinberar enn og aftur vanþekkingu sína á málefnum Hafnarfjarðar í grein sem hann skrifar á visir.is. Lítum á nokkrar staðreyndir. Borgarlína er samkvæmt samgöngusáttmálanum á dagskrá til Hafnarfjarðar 2027-2030. Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði gegn deiliskipulagi á Hraunum Vestur þar sem gert er ráð fyrir 490 íbúðum ásamt verslun og þjónustu, oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði gegn byggingu Hafró á Flensborgarhöfn þar sem nú vinna um 140 manns. Met var slegið í úthlutun atvinnulóða á síðasta ári þegar 47 lóðir seldust. Icelandair er að flytja höfuðstöðvar sínar til Hafnarfjarðar, Tækniskólinn flytur alla starfsemi sína til Hafnarfjarðar, Isavia hefur flutt stóran hluta starfsemi sinnar til Hafnarfjarðar og mikil eftirspurn er eftir atvinnulóðum þar sem ekkert lát er á flótta fyrirtækja frá Reykjavík til Hafnarfjarðar þar sem Viðreisn er í meirihluta. Staðreyndirnar tala sínu máli, staðreyndir sem oddvita Viðreisnar ætti að vera kunnugt um. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar