Efnum gefin loforð Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 7. maí 2022 13:01 Kjósendur hafa gjarnan á orði, að ekkert sé að marka loforð stjórnmálaflokka fyrir kosningar. Þeir standa sjaldnast við sín orð. Þetta hefur því miður laskað virðingu stjórnmálanna. Þessu þarf að breyta. En tæpast gerist það, þegar orð og efndir meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í Hafnarfirði eru skoðuð. Á síðasta ári voru teknar við hátíðlega viðhöfn skóflustungur að reiðhöll hjá Sörla og knattspyrnuhúsi hjá Haukum. Það eina sem hefur gerst síðan þá er að mokað var aftur ofan í holurnar, og ekkert hefur gerst með frekari framkvæmdir. Nýjasta útspil bæjarstjóra var að lofa að útboð færi fram í lok apríl og ekkert gerðist. Og enn flæða loforðin úr búðum meirihluta Framsóknar-og Sjálfstæðisflokks nú í aðdraganda kosninga og táknrænt að loforðin eru nánast þau sömu og fyrir síðustu kosningar fyrir fjórum árum. Fækkun íbúa Dæmin um svikin loforð meirihlutans eru mörg á kjörtímabilinu. Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði hefur verið langt undir áætlunum sem sést m.a. af því að íbúum Hafnarfjarðar fækkað árið 2020 sem ekki hafði gerst í sögu bæjarins frá árinu 1939. Svo segir meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að bjart sé framundan í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en því miður hefur fátt verið um efndir eins og allar tölur bera með sér. Fyrirhyggjulaus sala eigna bæjarbúa Það var eins og blaut tuska framan í íbúa bæjarins þegar meirihlutinn seldi hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum m.a. til vildarvina, að eigin sögn til að bjarga bæjarsjóði frá þroti. Er það til vitnis um ábyrga fjármálastjórn? Ekkert var fjallað um einkavæðingu og sölu innviða bæjarins í aðdraganda síðustu kosninga. Hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur höfðu það á stefnuskrá sinni. Kvikubanki sá um framkvæmdina með leynisamningi og ekki upplýst hve mikið var greitt fyrir umsýsluna. Þetta var keyrt í gegn af miklu offorsi og þrátt fyrir söluna hafa skuldir á hvern íbúa hækkað umtalsvert á kjörtímabilinu. Þetta minnir á einkavæðingu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á grunn-og leikskóla í Hafnarfirði árið 2000, sem jafnaðarmönnum tókst að forða með stórsigri í kosningum. Eigi að síður hvíla afleiðingar af þessu ævintýri enn þungt á bæjarsjóði með fjárhagslegum skuldbindingum. Reynslan er slæm og dýrkeypt, þar sem Sjálfstæðis-og Framsóknarflokkur hafa umsjón með einkavæðingu og sölu opinberra eigna, hvort sem er í Hafnarfirði eða á landsvísu. Samráðsleysi eða samvinna og samráð Svo gekk meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks með látum í það í fyrra að hafa leikskólana opna allt sumarið. Það var gert án alls samráðs og olli mikilli óánægju meðal starfsfólksins og kom niður á faglegu starfi leikskólanna, enda var fallið frá frekari áformum nú í sumar og opnunin dregin til baka. Þá hefur áhugaleysi meirihlutans að jafna kjör ófaglærðs starfsfólks innan leikskólanna verið algjört og höfnuðu m.a. tillögu Samfylkingarinnar um að almennt starfsfólk leikskólanna fengi að nýju greitt fyrir að matast með nemendum til þess að jafna kjör starfsfólks leikskóla í Hafnarfirði á við það sem gengur og gerist í nágrannasveitarfélögum. Fólkið í bænum kvartar undan samráðsleysi. Stórar ákvarðanir eru teknar án þess að eiga samtal eða samvinnu við fólkið sem hlut eiga að máli. Það kemur m.a. fram í því að ekki er horfst í augu við vandann og fyrirspurnum er svarað seint og jafnvel ekki. Hafnfirðingar vilja vera stoltir af bænum sínum og sögunni. Þeir vilja að velferðin blómstri, jafnræði sé í fyrirrúmi og þeir vilja öflugt menningar- og íþróttastarf með traustu atvinnulífi. Jafnaðarmenn í Hafnarfirði leggja áherslu á að standa við gefin loforð með fólkinu í bænum og hefja sókn til velferðar í Hafnarfirði. XS – Að sjálfsögðu. Höfundur er í 5. sæti Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Hafnarfjörður Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kjósendur hafa gjarnan á orði, að ekkert sé að marka loforð stjórnmálaflokka fyrir kosningar. Þeir standa sjaldnast við sín orð. Þetta hefur því miður laskað virðingu stjórnmálanna. Þessu þarf að breyta. En tæpast gerist það, þegar orð og efndir meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í Hafnarfirði eru skoðuð. Á síðasta ári voru teknar við hátíðlega viðhöfn skóflustungur að reiðhöll hjá Sörla og knattspyrnuhúsi hjá Haukum. Það eina sem hefur gerst síðan þá er að mokað var aftur ofan í holurnar, og ekkert hefur gerst með frekari framkvæmdir. Nýjasta útspil bæjarstjóra var að lofa að útboð færi fram í lok apríl og ekkert gerðist. Og enn flæða loforðin úr búðum meirihluta Framsóknar-og Sjálfstæðisflokks nú í aðdraganda kosninga og táknrænt að loforðin eru nánast þau sömu og fyrir síðustu kosningar fyrir fjórum árum. Fækkun íbúa Dæmin um svikin loforð meirihlutans eru mörg á kjörtímabilinu. Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði hefur verið langt undir áætlunum sem sést m.a. af því að íbúum Hafnarfjarðar fækkað árið 2020 sem ekki hafði gerst í sögu bæjarins frá árinu 1939. Svo segir meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að bjart sé framundan í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en því miður hefur fátt verið um efndir eins og allar tölur bera með sér. Fyrirhyggjulaus sala eigna bæjarbúa Það var eins og blaut tuska framan í íbúa bæjarins þegar meirihlutinn seldi hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum m.a. til vildarvina, að eigin sögn til að bjarga bæjarsjóði frá þroti. Er það til vitnis um ábyrga fjármálastjórn? Ekkert var fjallað um einkavæðingu og sölu innviða bæjarins í aðdraganda síðustu kosninga. Hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur höfðu það á stefnuskrá sinni. Kvikubanki sá um framkvæmdina með leynisamningi og ekki upplýst hve mikið var greitt fyrir umsýsluna. Þetta var keyrt í gegn af miklu offorsi og þrátt fyrir söluna hafa skuldir á hvern íbúa hækkað umtalsvert á kjörtímabilinu. Þetta minnir á einkavæðingu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á grunn-og leikskóla í Hafnarfirði árið 2000, sem jafnaðarmönnum tókst að forða með stórsigri í kosningum. Eigi að síður hvíla afleiðingar af þessu ævintýri enn þungt á bæjarsjóði með fjárhagslegum skuldbindingum. Reynslan er slæm og dýrkeypt, þar sem Sjálfstæðis-og Framsóknarflokkur hafa umsjón með einkavæðingu og sölu opinberra eigna, hvort sem er í Hafnarfirði eða á landsvísu. Samráðsleysi eða samvinna og samráð Svo gekk meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks með látum í það í fyrra að hafa leikskólana opna allt sumarið. Það var gert án alls samráðs og olli mikilli óánægju meðal starfsfólksins og kom niður á faglegu starfi leikskólanna, enda var fallið frá frekari áformum nú í sumar og opnunin dregin til baka. Þá hefur áhugaleysi meirihlutans að jafna kjör ófaglærðs starfsfólks innan leikskólanna verið algjört og höfnuðu m.a. tillögu Samfylkingarinnar um að almennt starfsfólk leikskólanna fengi að nýju greitt fyrir að matast með nemendum til þess að jafna kjör starfsfólks leikskóla í Hafnarfirði á við það sem gengur og gerist í nágrannasveitarfélögum. Fólkið í bænum kvartar undan samráðsleysi. Stórar ákvarðanir eru teknar án þess að eiga samtal eða samvinnu við fólkið sem hlut eiga að máli. Það kemur m.a. fram í því að ekki er horfst í augu við vandann og fyrirspurnum er svarað seint og jafnvel ekki. Hafnfirðingar vilja vera stoltir af bænum sínum og sögunni. Þeir vilja að velferðin blómstri, jafnræði sé í fyrirrúmi og þeir vilja öflugt menningar- og íþróttastarf með traustu atvinnulífi. Jafnaðarmenn í Hafnarfirði leggja áherslu á að standa við gefin loforð með fólkinu í bænum og hefja sókn til velferðar í Hafnarfirði. XS – Að sjálfsögðu. Höfundur er í 5. sæti Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands í Hafnarfirði.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun