Skjálftahrina við Kleifarvatn gæti haft áhrif á vatnsstöðu Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2022 14:21 Kleifarvatn er sérstakt náttúrufyrirbæri en ekkert beint frárennsli er í vatninu heldur fer það sína leið um hraunið. Vatnsstaðan hefur verið breytileg og nú er horft til þess hvort skjálftahrina geti orðið til að opna greiðari leið út. vísir/arnar Jarðskjálfti sem mældist 3,3 var undir Kleifarvatni á ellefta tímanum í morgun. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur segir þau hjá Veðurstofunni fylgjast grannt með gangi mála. Skjálftinn átti upptök sín á sjö kílómetra dýpi og er staðsettur norðvestanmegin undir vatninu. En töluverð jarðskjálftahrina hefur verið á svæðinu að undanförnu, alls um 70 frá miðnætti. Lovísa Mjöll segir það í sjálfu sér ekkert nýtt. Þarna eru flekaskil og þegar við bætist að kvikusöfnun sem hefur greinst á svæðinu, landris, þá sé viðbúið að jörð skjálfi. „Já, þarna hefur verið virkni undanfarna daga en í rauninni nokkuð sem við megum búat við,“ segir Lovísa Mjöll en „GPS-inn“ og myndavélar sýna að ris er að eiga sér stað. Kleifarvatn, þetta stærsta stöðuvatn Reykjaness, er sérstakt hvað það varðar að ekkert frárennsli er frá vatninu. Það leitar út um gljúpan botninn og í hraunið sem þarna er. Vatnsstaðan hefur verið breytileg og til að mynda var vatnsstaðan afar lág 2001, svo mjög að mælitæki Vatnamælinga voru komin á þurrt. Lovísa Mjöll segir ekkert liggja fyrir um vatnsstöðuna núna og hafði því ekki svör á reiðum höndum við því hvort skjálftarnir gætu leitt til aukins fráflæðis. Áhyggjur af slíku komu fram í máli Óskar Sævarssonar, landvarðar í Reykjanesfólkvangi, en Kristján Már Unnarsson ræddi við hann 2020 í tilefni þess að stórar bergfyllur hrundu úr Krísuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust við stóran skjálfta sem þá reið yfir. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Hafnarfjörður Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Skjálftinn átti upptök sín á sjö kílómetra dýpi og er staðsettur norðvestanmegin undir vatninu. En töluverð jarðskjálftahrina hefur verið á svæðinu að undanförnu, alls um 70 frá miðnætti. Lovísa Mjöll segir það í sjálfu sér ekkert nýtt. Þarna eru flekaskil og þegar við bætist að kvikusöfnun sem hefur greinst á svæðinu, landris, þá sé viðbúið að jörð skjálfi. „Já, þarna hefur verið virkni undanfarna daga en í rauninni nokkuð sem við megum búat við,“ segir Lovísa Mjöll en „GPS-inn“ og myndavélar sýna að ris er að eiga sér stað. Kleifarvatn, þetta stærsta stöðuvatn Reykjaness, er sérstakt hvað það varðar að ekkert frárennsli er frá vatninu. Það leitar út um gljúpan botninn og í hraunið sem þarna er. Vatnsstaðan hefur verið breytileg og til að mynda var vatnsstaðan afar lág 2001, svo mjög að mælitæki Vatnamælinga voru komin á þurrt. Lovísa Mjöll segir ekkert liggja fyrir um vatnsstöðuna núna og hafði því ekki svör á reiðum höndum við því hvort skjálftarnir gætu leitt til aukins fráflæðis. Áhyggjur af slíku komu fram í máli Óskar Sævarssonar, landvarðar í Reykjanesfólkvangi, en Kristján Már Unnarsson ræddi við hann 2020 í tilefni þess að stórar bergfyllur hrundu úr Krísuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust við stóran skjálfta sem þá reið yfir.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Hafnarfjörður Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira