Íslenski hópurinn mun í dag hitta alla keppendurna á þessum gullfallega stað, höll umkringd ótrúlega fallegum görðum. Sýnt verður frá opnunarhátíðinni í beinni útsendingu á Youtube-síðu keppninnar og verður hægt að fylgjast með öllu í spilaranum hér fyrir neðan.
Viðburðurinn hefst klukkan 14:00 að íslenskum tíma.
Blaðamenn frá öllum heimshornum munu svo fá tækifæri til þess að kalla á keppendur og grípa þá í viðtöl á meðan þeir ganga eftir túrkís bláa dreglinum. Við verðum auðvitað á svæðinu ásamt hinum íslensku blaðamönnunum og hlökkum til að sjá íslenska hópinn skína skært.
Við hittum Systur seint í gær og voru þær ótrúlega spenntar fyrir opnunarhátíðinni. Í nýjasta þættinum af Júrógarðinum segir Ellen Loftsdóttir stílisti hópsins að karkaterar íslensku keppendanna fái að skína í gegn á túrkís dreglinum í dag.
„Það verða engir galakjólar.“
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum.
Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.