Markið, sem kom eftir 19 sekúndur, var það 75. sem Sandra María skorar og skaut hún þar af leiðandi Rakel Hönnudsóttur ref fyrir rass á listanum yfir markahæstu leikmenn Þórs/KA.
„Það er mikill heiður að vera efst á lista með þeim frábæru knattspyrnukonum sem gert hafa það gott með Þór/KA í gegnum tíðina. Vonandi næ ég svo að bæta við mörkum og bæta metið enn frekar," sagði Sandra María um áfangann.
„Þetta var leikur sem við vildum vinan eins og svo sem alla leiki sem við förum inn í. Við vorum töluvert sterkari aðilinn og náðum að fylgja eftir góðri frammistöðu á móti Val sem er jákvætt," sagði framherjinn enn fremur.
„Hópurinn er samstilltur á það að freista þess að blanda okkur í toppbaráttu í sumar en við tökum bara einn leik fyrir einu. Næst er það hörkuleikur við Selfoss og við ætlum okkur sigur þar," sagði hún um framhaldið.
Sandra María Jessen setur markamet hjá Þór/KA. Með markinu er hún orðin sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk fyrir Þór/KA í efstu deild, alls 75 mörk, og fór þar með upp fyrir Rakel Hönnudóttur.#viðerumþórka #wearethorka #fotboltinet #heimavollurinn pic.twitter.com/qt0dG3pCyh
— Þór/KA (@thorkastelpur) May 8, 2022