Áfram farsæld með forystu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði Kristinn Andersen skrifar 9. maí 2022 07:30 Á næstu vikum kjósa íbúar Hafnarfjarðar hverjum verði treyst til að stjórna bænum til næstu fjögurra ára. Undanfarin ár hafa fleiri Hafnfirðingar valið fulltrúa sína úr hópi sjálfstæðismanna en nokkurs annars framboðs í bænum. Undir meirihlutastjórn sjálfstæðismanna hefur bærinn tekið stakkaskiptum svo um munar. Mikilvægt skref undir forystu okkar var að taka á fjármálum bæjarins, sem áður hafði misst fjárhagslegt forræði sitt til eftirlitsnefndar ríkisins eftir áralanga skuldasöfnun. Þeir tímar eru að baki og til þeirra viljum við ekki hverfa aftur. Árangur okkar Þau undanfarin ár sem við sjálfstæðismenn höfum farið fyrir meirihluta í bæjarstjórn höfum við staðið að umbótum og uppbyggingu á fjölmörgum sviðum svo eftir hefur verið tekið. Við höfum lagt grunninn að nýju vaxtarskeiði Hafnarfjarðar og skipulagt land undir ný hverfi bæjarins ásamt vexti í eldri hverfum, en um þessar mundir eru yfir 1000 íbúðir í byggingu í bænum. Með skynsamlegri ráðstöfun fjármuna kemur Hafnarfjörður undan heimsfaraldri með því að halda uppi framkvæmdum af fullum krafti, uppbyggingu í öldrunarmálum og íþróttamannvirkjum og viðhaldi á eignum og umhverfi bæjarins. Jafnframt höfum við sjálfstæðismenn í Hafnarfirði ötullega stutt og unnið að verkefnum til mannræktar og menningar. Nefna má stuðning við fjölbreytta íþrótta- og tómstundastarfsemi, ekki aðeins ungmenna heldur einnig fyrir aðra aldurshópa og eldri borgara, þar sem Hafnarfjörður er í fararbroddi sveitarfélaga á landinu. Endurgerður St. Jósefsspítali hefur fengið nýtt hlutverk með fjölda einkaaðila og samtaka sem vinna að lífsgæðum fólks og Bæjarbíó hefur öðlast nýtt líf sem vinsælt menningarhús í hjarta bæjarins. Atkvæði greidd öðrum gagnast ekki Á sama tíma og Hafnarfjörður vex og dafnar hefur tekist að lækka hlutfall skulda af tekjum bæjarins, álagningarprósenta fasteignaskatta hefur verið lækkuð og álagning útsvars er ekki lengur í hámarki eins og þekkist annars staðar. Grunnstefna okkar um lægri álögur og árangur Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum skilur okkur frá öðrum framboðum í bænum og gefur okkur skýra sérstöðu. Í komandi bæjarstjórnarkosningum verður valið milli þess að halda áfram þeim vexti og velsæld sem við sjálfstæðismenn höfum skilað í verkum okkar, eða að velja áherslur annarra. Eingöngu atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði tryggja áframhaldandi vinnu okkar að farsæld fyrir Hafnarfjörð, atkvæði greidd öðrum gagnast þar ekki. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á næstu vikum kjósa íbúar Hafnarfjarðar hverjum verði treyst til að stjórna bænum til næstu fjögurra ára. Undanfarin ár hafa fleiri Hafnfirðingar valið fulltrúa sína úr hópi sjálfstæðismanna en nokkurs annars framboðs í bænum. Undir meirihlutastjórn sjálfstæðismanna hefur bærinn tekið stakkaskiptum svo um munar. Mikilvægt skref undir forystu okkar var að taka á fjármálum bæjarins, sem áður hafði misst fjárhagslegt forræði sitt til eftirlitsnefndar ríkisins eftir áralanga skuldasöfnun. Þeir tímar eru að baki og til þeirra viljum við ekki hverfa aftur. Árangur okkar Þau undanfarin ár sem við sjálfstæðismenn höfum farið fyrir meirihluta í bæjarstjórn höfum við staðið að umbótum og uppbyggingu á fjölmörgum sviðum svo eftir hefur verið tekið. Við höfum lagt grunninn að nýju vaxtarskeiði Hafnarfjarðar og skipulagt land undir ný hverfi bæjarins ásamt vexti í eldri hverfum, en um þessar mundir eru yfir 1000 íbúðir í byggingu í bænum. Með skynsamlegri ráðstöfun fjármuna kemur Hafnarfjörður undan heimsfaraldri með því að halda uppi framkvæmdum af fullum krafti, uppbyggingu í öldrunarmálum og íþróttamannvirkjum og viðhaldi á eignum og umhverfi bæjarins. Jafnframt höfum við sjálfstæðismenn í Hafnarfirði ötullega stutt og unnið að verkefnum til mannræktar og menningar. Nefna má stuðning við fjölbreytta íþrótta- og tómstundastarfsemi, ekki aðeins ungmenna heldur einnig fyrir aðra aldurshópa og eldri borgara, þar sem Hafnarfjörður er í fararbroddi sveitarfélaga á landinu. Endurgerður St. Jósefsspítali hefur fengið nýtt hlutverk með fjölda einkaaðila og samtaka sem vinna að lífsgæðum fólks og Bæjarbíó hefur öðlast nýtt líf sem vinsælt menningarhús í hjarta bæjarins. Atkvæði greidd öðrum gagnast ekki Á sama tíma og Hafnarfjörður vex og dafnar hefur tekist að lækka hlutfall skulda af tekjum bæjarins, álagningarprósenta fasteignaskatta hefur verið lækkuð og álagning útsvars er ekki lengur í hámarki eins og þekkist annars staðar. Grunnstefna okkar um lægri álögur og árangur Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum skilur okkur frá öðrum framboðum í bænum og gefur okkur skýra sérstöðu. Í komandi bæjarstjórnarkosningum verður valið milli þess að halda áfram þeim vexti og velsæld sem við sjálfstæðismenn höfum skilað í verkum okkar, eða að velja áherslur annarra. Eingöngu atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði tryggja áframhaldandi vinnu okkar að farsæld fyrir Hafnarfjörð, atkvæði greidd öðrum gagnast þar ekki. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar