Halldór: Sé ekki hvaða lið á að stoppa Val Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2022 22:06 Halldór Sigfússon viðurkenndi að sínir menn hefðu ekki átt mikla möguleika gegn ógnarsterku liði Vals. vísir/hulda margrét Halldór Sigfússon, þjálfari Selfoss, sagði að slæmur lokakafli á fyrri hálfleik hafi verið banabiti sinna manna gegn Val í kvöld. „Við vorum með einhverja 6-7 tapaða bolta á tíu mínútum. Það var ótrúlegt og við köstuðum leiknum eiginlega frá okkur. Þeir voru fljótir að komast að komast sjö mörkum yfir og þetta endaði í níu mörkum. Við gerðum okkur erfitt fyrir,“ sagði Halldór við Vísi eftir leik. „Við erum í vandræðum. Einar [Sverrisson] er meiddur. Við reyndum að hafa hann kláran en það var ekki hægt. Gummi [Guðmundur Hólmar Helgason] var slæmur og það vantar í liðið. Árni Steinn [Steinþórsson] reyndi að komast í takt en þetta er kannski okkar saga í vetur. Við höfum aldrei verið með alla leikmennina og aldrei náð almennilegum takti.“ Þrátt fyrir að vera kominn í sumarfrí kveðst Halldór vera sáttur með sína menn og hverju þeir áorkuðu í vetur. „Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði. Við komumst í undanúrslit í bikar og í undanúrslit í deildar. Það munaði ótrúlega litlu að við færum í bikarúrslit. En við vorum bara ekki nógu góðir á móti þessu Valsliði í þessu einvígi. Það verður að segjast eins og er,“ sagði Halldór. „Ég óska Valsmönnum til hamingju. Þetta er frábært lið og miðað við hvernig þeir eru að spila núna sé ég ekki hvaða lið á að stoppa þá.“ Selfoss var sjö mörkum undir í hálfleik, 19-12, og brekkan því orðin ansi brött. „Auðvitað er erfitt að vera sjö mörkum undir. Valsliðið gefur ekkert mörg færi á sér. En auðvitað vildum við berjast til síðasta manns og reyna að setja meiri pressu á þá fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik. Við komum með smá áhlaup, settum þetta niður í sex mörk og fengum dauðafæri til að minnka muninn í fimm mörk. Þá hefði kannski getað komið smá meðbyr með okkur,“ sagði Halldór. Eftir leik tvö kvartaði hann yfir að Valsmenn tækju ítrekað ólöglega miðju og hann hjó í sama knérum eftir leikinn í kvöld. „Ég verð að segja að mér þykir það mjög undarlegt að það skuli allt í einu vera hægt að dæma einhverjar sex ólöglegar miðjur í seinni hálfleik en bara ein í þeim fyrri þegar leikurinn er í járnum. En þegar hann var búinn fengu dómararnir allt í einu sens fyrir að róa leikinn. Því það eru ótrúlega margar miðjur kolólöglegar,“ sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Valur Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
„Við vorum með einhverja 6-7 tapaða bolta á tíu mínútum. Það var ótrúlegt og við köstuðum leiknum eiginlega frá okkur. Þeir voru fljótir að komast að komast sjö mörkum yfir og þetta endaði í níu mörkum. Við gerðum okkur erfitt fyrir,“ sagði Halldór við Vísi eftir leik. „Við erum í vandræðum. Einar [Sverrisson] er meiddur. Við reyndum að hafa hann kláran en það var ekki hægt. Gummi [Guðmundur Hólmar Helgason] var slæmur og það vantar í liðið. Árni Steinn [Steinþórsson] reyndi að komast í takt en þetta er kannski okkar saga í vetur. Við höfum aldrei verið með alla leikmennina og aldrei náð almennilegum takti.“ Þrátt fyrir að vera kominn í sumarfrí kveðst Halldór vera sáttur með sína menn og hverju þeir áorkuðu í vetur. „Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði. Við komumst í undanúrslit í bikar og í undanúrslit í deildar. Það munaði ótrúlega litlu að við færum í bikarúrslit. En við vorum bara ekki nógu góðir á móti þessu Valsliði í þessu einvígi. Það verður að segjast eins og er,“ sagði Halldór. „Ég óska Valsmönnum til hamingju. Þetta er frábært lið og miðað við hvernig þeir eru að spila núna sé ég ekki hvaða lið á að stoppa þá.“ Selfoss var sjö mörkum undir í hálfleik, 19-12, og brekkan því orðin ansi brött. „Auðvitað er erfitt að vera sjö mörkum undir. Valsliðið gefur ekkert mörg færi á sér. En auðvitað vildum við berjast til síðasta manns og reyna að setja meiri pressu á þá fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik. Við komum með smá áhlaup, settum þetta niður í sex mörk og fengum dauðafæri til að minnka muninn í fimm mörk. Þá hefði kannski getað komið smá meðbyr með okkur,“ sagði Halldór. Eftir leik tvö kvartaði hann yfir að Valsmenn tækju ítrekað ólöglega miðju og hann hjó í sama knérum eftir leikinn í kvöld. „Ég verð að segja að mér þykir það mjög undarlegt að það skuli allt í einu vera hægt að dæma einhverjar sex ólöglegar miðjur í seinni hálfleik en bara ein í þeim fyrri þegar leikurinn er í járnum. En þegar hann var búinn fengu dómararnir allt í einu sens fyrir að róa leikinn. Því það eru ótrúlega margar miðjur kolólöglegar,“ sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Valur Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira