Johansson, eða „Bengan“ eins og hann var kallaður, varð 79 ára gamall en hann lést eftir að hafa glímt við sjúkdóm.
Hann stýrði sænska landsliðinu á árunum 1988-2004 og hlaut liðið viðurnefnið Bengan-strákarnir.
Johansson gjörbylti landsliðinu og stýrði því til tveggja heimsmeistaratitla og fjögurra Evrópumeistaratitla auk þess sem liðið vann til silfurverðlauna á þrennum Ólympíuleikum í röð á árunum 1992-2000.
„Þetta er áfall, jafnvel þó að við vitum að hann hefur verið veikur um hríð. Þetta er erfitt þó að við höfum reiknað með að svona færi. Við unnum náið saman í 15 ár og vorum nánir vinir. Hann hafði persónuleika sem verður sárt saknað,“ sagði Magnus Wislander, ein af hetjunum úr sænska landsliðinu.
Svensk handboll är i sorg efter beskedet att Bengt Bengan Johansson har somnat in efter en tids sjukdom. Våra tankar går till Bengts familj och nära vänner.https://t.co/mJmhhwp7k1 pic.twitter.com/DuCbSdnCpj
— Handbollslandslaget (@hlandslaget) May 9, 2022
„Skapaði mörg ógleymanleg augnablik fyrir sænsku þjóðina“
„Bengt Johansson mun ætíð skipa stóran sess í sænskri handboltasögu og á stað í hjarta sænska handboltans,“ skrifar sænska handknattleikssambandið.
„Liðið undir stjórn Bengts, „Bengan-strákarnir“, var um árabil eitt fremsta íþróttalið Svíþjóðar og skapaði mörg ógleymanleg augnablik fyrir sænsku þjóðina. Það er of erfitt að reikna út hve margir byrjuðu að spila, og eru enn að spila eða þjálfa, innblásnir af leiðtogahæfileikum Bengts sem fólu í sér samvinnu. Margir þeirra sem spiluðu fyrir Bengan í landsliðinu hafa náð árangri sjálfir sem þjálfarar og eru góðir fulltrúar sænsks handbolta,“ skrifar sambandið.