Neðri mörk Parísarsamkomulagsins í hættu á næstu fimm árum Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2022 07:01 Þurr og sprungin jörð á Spáni. Gert er ráð fyrir óvenjulítilli úrkomu í suðvestanverðri Evrópu í ár. Vísir/EPA Helmingslíkur eru á því að hnattræn hlýnun nái 1,5°C að minnsta kosti eitt af næstu fimm árum. Líkurnar á því voru nærri því engar þegar skrifað var undir Parísarsamkomulagið sem miðar við að halda hlýnun innan 1,5°C ef þess er nokkur kostur. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) telur 50% líkur á því að meðalhiti jarðar eins áranna frá 2022 til 2026 verði 1,5°C hærri en meðaltalið fyrir iðnbyltinguna og fara líkurnar hækkandi. Í nýrri uppfærslu um stöðu loftslags jarðar segir stofnunin að 93% líkur séu á því eitt næstu fimm ára verði það hlýjasta frá upphafi mælinga. Það eru sömu líkur og á því að meðalhiti áranna 2022 til 2026 verði hærra en síðustu fimm ára. Líkurnar á að farið verði umfram metnaðarfyllri mörk Parísarsamkomulagsins í náinni framtíð hafa vaxið hratt undanfarin ár. Þær voru nær engar við undirritun samkomulagsins árið 2015 en frá 2017 til 2021 voru líkurnar um 10% að það gerðist á næstu fimm árum. Leon Hermanson frá Bresku veðurstofunni sem gerði rannsóknina fyrir WMO segir að jafnvel þó að farið verði út fyrir mörk Parísarsamkomulagsins eitt ár þýði það ekki að markmið þess sé brostið. „En það sýnir að við nálgumst sífellt aðstæður þar sem farið verður umfram 1,5°C í lengri tíma,“ segir Hermanson í tilkynningu frá WMO. Búist við bleytu í norðanverðri Evrópu Í fyrra var meðalhiti jarðar 1,1 gráðu hærri en viðmiðunartímabili fyrir iðnbyltingu. Tveir svonefndir La niña atburðir í Kyrrahafinu, sem almennt hafa kælandi áhrif á meðalhita jarðar, eru sagðir hafa komið í veg fyrir að hitinn væri enn hærri árið 2021. Myndist El niño fyrirbrigðið gæti hitinn rokið upp og líkt og gerðist metárið 2016. Árið í ár er talið verða þurrara í suðvestanverðri Evrópu og suðvestanverðri Norður-Ameríku en votviðrasamara í norðanverðri Evrópu, Sahel-svæðinu í Afríku, Norðaustur-Brasilíu og Ástralíu en meðaltal áranna 1991 til 2020. Þá er búist við því að úrkomusamara verði frá maí til september næstu fimm árin í Sahel, Norður-Evrópu, Alasaka og norðanverðri Síberíu en þurrari í Amasonfrumskóginum. Að vetri til (nóvember til mars) er spáð aukinni úrkomu í hitabeltinu næstu fimm árin borið saman við síðustu þrjá áratugina en minnkandi í heittempruðu beltunum. Þetta er sagt í samræmi við þær breytingar á úrkomumynstri sem búist er við með hlýnandi loftslagi jarðar. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) telur 50% líkur á því að meðalhiti jarðar eins áranna frá 2022 til 2026 verði 1,5°C hærri en meðaltalið fyrir iðnbyltinguna og fara líkurnar hækkandi. Í nýrri uppfærslu um stöðu loftslags jarðar segir stofnunin að 93% líkur séu á því eitt næstu fimm ára verði það hlýjasta frá upphafi mælinga. Það eru sömu líkur og á því að meðalhiti áranna 2022 til 2026 verði hærra en síðustu fimm ára. Líkurnar á að farið verði umfram metnaðarfyllri mörk Parísarsamkomulagsins í náinni framtíð hafa vaxið hratt undanfarin ár. Þær voru nær engar við undirritun samkomulagsins árið 2015 en frá 2017 til 2021 voru líkurnar um 10% að það gerðist á næstu fimm árum. Leon Hermanson frá Bresku veðurstofunni sem gerði rannsóknina fyrir WMO segir að jafnvel þó að farið verði út fyrir mörk Parísarsamkomulagsins eitt ár þýði það ekki að markmið þess sé brostið. „En það sýnir að við nálgumst sífellt aðstæður þar sem farið verður umfram 1,5°C í lengri tíma,“ segir Hermanson í tilkynningu frá WMO. Búist við bleytu í norðanverðri Evrópu Í fyrra var meðalhiti jarðar 1,1 gráðu hærri en viðmiðunartímabili fyrir iðnbyltingu. Tveir svonefndir La niña atburðir í Kyrrahafinu, sem almennt hafa kælandi áhrif á meðalhita jarðar, eru sagðir hafa komið í veg fyrir að hitinn væri enn hærri árið 2021. Myndist El niño fyrirbrigðið gæti hitinn rokið upp og líkt og gerðist metárið 2016. Árið í ár er talið verða þurrara í suðvestanverðri Evrópu og suðvestanverðri Norður-Ameríku en votviðrasamara í norðanverðri Evrópu, Sahel-svæðinu í Afríku, Norðaustur-Brasilíu og Ástralíu en meðaltal áranna 1991 til 2020. Þá er búist við því að úrkomusamara verði frá maí til september næstu fimm árin í Sahel, Norður-Evrópu, Alasaka og norðanverðri Síberíu en þurrari í Amasonfrumskóginum. Að vetri til (nóvember til mars) er spáð aukinni úrkomu í hitabeltinu næstu fimm árin borið saman við síðustu þrjá áratugina en minnkandi í heittempruðu beltunum. Þetta er sagt í samræmi við þær breytingar á úrkomumynstri sem búist er við með hlýnandi loftslagi jarðar.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira