Hafnarfjörður – barnvænt sveitarfélag? Jóhanna Erla Guðjónsdóttir og Jóhanna Margrét Fleckenstein skrifa 10. maí 2022 13:45 Réttindi barna og ungmenna með margþættar þarfir og fjölskyldna þeirra eiga að vera tryggð með barnaverndarlögum, Barnasáttmálanum, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eða það ætti að minnsta kosti að vera þannig. En er það staðan í dag og hver er munurinn á því að vera barn eða fullorðinn með langvarandi stuðningsþarfir? Það fer eftir því hvernig við horfum á hlutina en í grunninn á ekki að vera neinn munur og allir eiga rétt á sömu þjónustu óháð þörfum hvers og eins. Hafnarfjörður hóf innleiðingu Barnasáttmálans árið 2019 og með innleiðingu hans samþykkti sveitarfélagið að nota hann sem leiðbeinandi viðmið í sínu starfi. Þá ber að horfa þannig á að þó ríkið beri formlega ábyrgð á að uppfylla Barnasáttmálann þá verður hann aldrei að fullu innleiddur inn í íslenskt samfélag nema í samstarfi við íslensk sveitarfélög. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna núna árið 2022 verðum við að skoða með „barnaréttindagleraugum“ hvað Hafnarfjörður sem sveitarfélag er að gera fyrir börnin okkar og spyrja okkur hvort öll börn séu að fá þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Jafnframt því að beina sjónum að þeim skyldum sem okkur ber að vinna samkvæmt á þessu sviði sem sveitarfélag og hvort og hvernig við erum við að sinna því sem okkur ber. Við megum ekki gleyma að á bakvið hvert nafn eða kennitölu á biðlista er manneskja, barn, sem bíður eftir þjónustu og eftir því sem lengra líður eða það verði þjónusturof versnar staða barnsins og um leið fjölskyldunnar og við megum ekki láta það gerast. Við í Framsókn erum stolt af þeirri mikilvægu vinnu sem farið var af stað með árið 2018 að frumkvæði þáverandi félagsmálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, sem lagði grunninn að lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) eða Farsældarlögunum eins og þau eru nefnd í daglegu tali. Þessi lög hafa það að meginmarkmiði að stuðla að farsæld barna og tryggja aðgang þeirra og foreldranna að samþættri þjónustu við hæfi hvers og eins án allra hindrana. Farsældarlögin eiga að tryggja réttindi barna í samræmi við gildandi stjórnarskrá, alþjóðlegar mannréttinda skuldbindingar og þá sérstaklega samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Þá er sérstök áhersla lögð á samþætta þjónustu sem felur í sér að samfella sé í þjónustunni og hún verði vel skipulögð af þeim þjónustuveitendum sem eru heppilegastir til að mæta þörfum barnsins óháð því hvort hún sé veitt á vettvangi ríkis eða sveitarfélaga. Sú greining sem var gerð við vinnslu frumvarpsins að Farsældarlögunum leiddi í ljós að ávinningur breytinganna fælist m.a. í að fækka áföllum sem börn og fjölskyldur verða fyrir og hins vegar að auka seiglu þeirra og farsæld. Fyrirséð var að á fyrstu árum innleiðingar laganna yrði kostnaðurinn hærri en ávinningurinn, en til lengri tíma litið yrði ávinningurinn mun meiri og vægi hans þyngra og að samþætting í þágu farsældar barna yrði arðbær langtímafjárfesting. Börnin okkar eru jú þau sem taka við af okkur í samfélaginu. Við þurfum að fjárfesta í börnunum okkar því að það mun á endanum skila félagslegum jöfnuði. Við í Framsókn viljum ná samstöðu og samvinnu í bænum til að móta leiðir í formi einstaklingsbundins og snemmtæks stuðnings til samræmis við yfirlýstar nálganir Farsældarlaganna, annarra gildandi laga og mannréttindaskuldbindinga er lúta að réttindamiðaðri þjónustu við börn, því við trúum því að þannig megi best stuðla að farsæld, jafnrétti og tækifærum allra barna í okkar sveitarfélagi, Hafnarfirði. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi, skipar 4. sæti á lista Framsóknar í HafnarfirðiJóhanna Margrét Fleckenstein, framkvæmdarstjóri, skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Réttindi barna Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Réttindi barna og ungmenna með margþættar þarfir og fjölskyldna þeirra eiga að vera tryggð með barnaverndarlögum, Barnasáttmálanum, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eða það ætti að minnsta kosti að vera þannig. En er það staðan í dag og hver er munurinn á því að vera barn eða fullorðinn með langvarandi stuðningsþarfir? Það fer eftir því hvernig við horfum á hlutina en í grunninn á ekki að vera neinn munur og allir eiga rétt á sömu þjónustu óháð þörfum hvers og eins. Hafnarfjörður hóf innleiðingu Barnasáttmálans árið 2019 og með innleiðingu hans samþykkti sveitarfélagið að nota hann sem leiðbeinandi viðmið í sínu starfi. Þá ber að horfa þannig á að þó ríkið beri formlega ábyrgð á að uppfylla Barnasáttmálann þá verður hann aldrei að fullu innleiddur inn í íslenskt samfélag nema í samstarfi við íslensk sveitarfélög. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna núna árið 2022 verðum við að skoða með „barnaréttindagleraugum“ hvað Hafnarfjörður sem sveitarfélag er að gera fyrir börnin okkar og spyrja okkur hvort öll börn séu að fá þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Jafnframt því að beina sjónum að þeim skyldum sem okkur ber að vinna samkvæmt á þessu sviði sem sveitarfélag og hvort og hvernig við erum við að sinna því sem okkur ber. Við megum ekki gleyma að á bakvið hvert nafn eða kennitölu á biðlista er manneskja, barn, sem bíður eftir þjónustu og eftir því sem lengra líður eða það verði þjónusturof versnar staða barnsins og um leið fjölskyldunnar og við megum ekki láta það gerast. Við í Framsókn erum stolt af þeirri mikilvægu vinnu sem farið var af stað með árið 2018 að frumkvæði þáverandi félagsmálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, sem lagði grunninn að lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) eða Farsældarlögunum eins og þau eru nefnd í daglegu tali. Þessi lög hafa það að meginmarkmiði að stuðla að farsæld barna og tryggja aðgang þeirra og foreldranna að samþættri þjónustu við hæfi hvers og eins án allra hindrana. Farsældarlögin eiga að tryggja réttindi barna í samræmi við gildandi stjórnarskrá, alþjóðlegar mannréttinda skuldbindingar og þá sérstaklega samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Þá er sérstök áhersla lögð á samþætta þjónustu sem felur í sér að samfella sé í þjónustunni og hún verði vel skipulögð af þeim þjónustuveitendum sem eru heppilegastir til að mæta þörfum barnsins óháð því hvort hún sé veitt á vettvangi ríkis eða sveitarfélaga. Sú greining sem var gerð við vinnslu frumvarpsins að Farsældarlögunum leiddi í ljós að ávinningur breytinganna fælist m.a. í að fækka áföllum sem börn og fjölskyldur verða fyrir og hins vegar að auka seiglu þeirra og farsæld. Fyrirséð var að á fyrstu árum innleiðingar laganna yrði kostnaðurinn hærri en ávinningurinn, en til lengri tíma litið yrði ávinningurinn mun meiri og vægi hans þyngra og að samþætting í þágu farsældar barna yrði arðbær langtímafjárfesting. Börnin okkar eru jú þau sem taka við af okkur í samfélaginu. Við þurfum að fjárfesta í börnunum okkar því að það mun á endanum skila félagslegum jöfnuði. Við í Framsókn viljum ná samstöðu og samvinnu í bænum til að móta leiðir í formi einstaklingsbundins og snemmtæks stuðnings til samræmis við yfirlýstar nálganir Farsældarlaganna, annarra gildandi laga og mannréttindaskuldbindinga er lúta að réttindamiðaðri þjónustu við börn, því við trúum því að þannig megi best stuðla að farsæld, jafnrétti og tækifærum allra barna í okkar sveitarfélagi, Hafnarfirði. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi, skipar 4. sæti á lista Framsóknar í HafnarfirðiJóhanna Margrét Fleckenstein, framkvæmdarstjóri, skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun