Hún er stödd á Ítalíu ásamt Kristínu Tómasdóttur og eru þær að njóta lífsins í botn hér úti.
„Þetta er skemmtilegasta utanlandsferð sem ég hef farið í, þó ég hafi farið í þær margar,“ sagði Kristín í samtali við blaðamenn.
Ylfa kíkti á Systur fyrr í dag og fékk að eyða tíma með þeim áður en þær brunuðu í Eurovision höllina. Hún var ekkert smá sátt með það og hlakkar mikið til að fara á keppnina í kvöld og hvetja þau áfram.
Hér má sjá viðtal Júríogarðsins við Ylfu og Kristínu.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum.
Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.