Fjölbreytt leiguhúsnæði Einar Þorsteinsson skrifar 11. maí 2022 14:47 Við þurfum öll að eiga heimili, hvort sem það er í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Sum okkar vilja eiga húsnæði á meðan aðrir annað hvort kjósa að leigja eða eru fastir á leigumarkaði af einhverjum ástæðum. En það skiptir ekki máli hvaða búsetu form fólk kýs, það sem skiptir máli er að nóg sé til staðar af húsnæði sem hentar fyrir mismunandi hópa samfélagsins. Því miður er staðan nú að leigumarkaðurinn er sprunginn og þörf er á tafarlausum aðgerðum. Við þurfum fleiri almennar leiguíbúðir Við í Framsókn leggjum ríka áherslu á að byggðar verðir fleiri almennar íbúðir í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög. Leigjendur hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum greiða almennt lægra hlutfall af ráðstöfunartekjum í húsaleigu og eru ánægðari með húsnæðið sitt. Það skiptir gríðarlega miklu máli að fólk í lægstu tekjutíundinni upplifi húsnæðisöryggi og geti búið sér og fjölskyldum sínum öruggt heimili. En samkvæmt skýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar mælist húsnæðisöryggi mest hjá þeim sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum. Þá skiptir það miklu máli að tekið sé vel utan um þá einstaklinga sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda. Biðin eftir slíku húsnæði reynist öllum mjög erfið og því þarf að fjölga íbúðum. Við þurfum íbúðir fyrir alla hópa Við í Framsókn teljum einnig þörf á að fjölga leiguhúsnæði fyrir eldra fólk, en mikilvægt er að eldra fólk sem hætt er að vinna geti búið í öruggu leiguhúsnæði og þurfi ekki að búa við ótta um að vera sagt upp leigunni. Halda verður áfram og byggja fleiri íbúðir víðs vegar um höfuðborgarsvæðið þar sem stutt er í verslun, dagdvöl og heilbrigðisþjónustu. Það sama má segja varðandi þjónustuíbúðir og íbúðir fyrir fatlað fólk og öryrkja. Við þurfum leiguíbúðir um alla borg Við í Framsókn vitum að húsin byggja sig ekki sjálf. Við vitum að hægt er að laða að fasteignafélög til að byggja upp í Reykjavík með því að fjölga lóðum um alla borg og greiða fyrir skipulagi. Það er stefna okkar í Framsókn að fjölga íbúðum á höfuðborgarsvæðinu um 3.000 á ári, hvort sem þau eru til eigu eða leigu. Við viljum að allir geti búið í Reykjavík. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Við þurfum öll að eiga heimili, hvort sem það er í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Sum okkar vilja eiga húsnæði á meðan aðrir annað hvort kjósa að leigja eða eru fastir á leigumarkaði af einhverjum ástæðum. En það skiptir ekki máli hvaða búsetu form fólk kýs, það sem skiptir máli er að nóg sé til staðar af húsnæði sem hentar fyrir mismunandi hópa samfélagsins. Því miður er staðan nú að leigumarkaðurinn er sprunginn og þörf er á tafarlausum aðgerðum. Við þurfum fleiri almennar leiguíbúðir Við í Framsókn leggjum ríka áherslu á að byggðar verðir fleiri almennar íbúðir í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög. Leigjendur hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum greiða almennt lægra hlutfall af ráðstöfunartekjum í húsaleigu og eru ánægðari með húsnæðið sitt. Það skiptir gríðarlega miklu máli að fólk í lægstu tekjutíundinni upplifi húsnæðisöryggi og geti búið sér og fjölskyldum sínum öruggt heimili. En samkvæmt skýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar mælist húsnæðisöryggi mest hjá þeim sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum. Þá skiptir það miklu máli að tekið sé vel utan um þá einstaklinga sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda. Biðin eftir slíku húsnæði reynist öllum mjög erfið og því þarf að fjölga íbúðum. Við þurfum íbúðir fyrir alla hópa Við í Framsókn teljum einnig þörf á að fjölga leiguhúsnæði fyrir eldra fólk, en mikilvægt er að eldra fólk sem hætt er að vinna geti búið í öruggu leiguhúsnæði og þurfi ekki að búa við ótta um að vera sagt upp leigunni. Halda verður áfram og byggja fleiri íbúðir víðs vegar um höfuðborgarsvæðið þar sem stutt er í verslun, dagdvöl og heilbrigðisþjónustu. Það sama má segja varðandi þjónustuíbúðir og íbúðir fyrir fatlað fólk og öryrkja. Við þurfum leiguíbúðir um alla borg Við í Framsókn vitum að húsin byggja sig ekki sjálf. Við vitum að hægt er að laða að fasteignafélög til að byggja upp í Reykjavík með því að fjölga lóðum um alla borg og greiða fyrir skipulagi. Það er stefna okkar í Framsókn að fjölga íbúðum á höfuðborgarsvæðinu um 3.000 á ári, hvort sem þau eru til eigu eða leigu. Við viljum að allir geti búið í Reykjavík. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun