Aron notar rödd „Karls“ til að tjá sig á hverjum degi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. maí 2022 13:17 Mæðginin Kolbrún Eir Óskarsdóttir og hinn glaðværi Aron Gauti Arnarsson á góðri stundu. Þarna hefur Aron klætt sig upp sem tölvuleikjapersónan Mario úr tölvuleiknum Super Mario Bros. Máltækni hefur þýðingarmikið hlutverk í lífi Arons enda notar hann tæknina til að tjá sig á hverjum degi. Aðsend Hinn níu ára gamli Aron Gauti Arnarsson er með fjórlömun, sem er tegund af Cerebral Palsy, sem er algengasta tegund hreyfihömlunar barna. Móðir hans segist hafa mikla trú á íslenskum leikjaiðnaði og veðjar á að lausnir á því sviði muni koma til með að bæta líf barna með fötlun til muna. Áhrifa fötlunarinnar gætir meðal annars í vöðvum á munnsvæði og því notar Aron máltækni til tjáningar á hverjum degi, bæði heima og í skólanum. Aron notar rödd „Karls“ til að tjá sig í gegnum forritið „Communicator“. Röddin er þó helst til of djúprödduð fyrir smekk móður hans, Kolbrúnar Eirar Óskarsdóttur. „Hann þarf aðstoðar við allar sínar daglegu þarfir. Aron stýrir tölvu með hægri fæti og notar hnapp og forrit sem heitir Communicator og þaðan kemur karlmannsröddin Karl sem talar fyrir hann.“ Þó væri þó óskandi að Aron gæti nýtt sér rödd sem myndi passa ungum dreng betur. „Það eru til tvær íslenskar raddir; Karl og Dóra, en hann er náttúrulega bara níu ára og röddin er frekar dimmrödduð fyrir níu ára dreng þannig að þegar hann kallar „mamma!“ þá er frekar dimmraddaður karlmaður sem kallar mamma.“ Mæðginin Kolbrún og Aron við Jökulsárlón í blíðskaparveðri.Aðsend. Máltækni skipti gríðarlegu máli fyrir fjölskylduna alla. „Hugsaðu þér, þegar barnið þitt kemur heim úr skólanum og vill segja frá deginum. Það vill geta sagt frá því sem var gaman eða sagt hvort eitthvað hafi komið upp á. Eins þegar allir eru að gera sig klára á morgnanna, en hann þarf aðstoð við allt, og þá gleyma mamma og pabbi kannski stundum að bursta tennurnar þá stoppar hann okkur af. Hann vill geta sagt frá því þegar hann vill gel í hárið þennan morguninn eða nota rödd til að gera grín að systkinum sínum, til að segja brandara eða taka þátt í umræðum við kvöldverðarborðið. Þetta eru öll þessi litlu atriði sem skipta svo miklu máli.“ Hefur tröllatrú á leikjaiðnaðinum á Íslandi Kolbrún kveðst bjartsýn á að fleiri lausnir muni líta dagsins ljós. „Ég held að þetta sé bara rétt að byrja og ef maður á að veðja á eitthvað þá hef ég rosa trú á leikjaiðnaðinum á Íslandi og að framþróun hjá þeim eigi eftir að nýtast á góðan hátt.“ Aron er í Arnarskóla en líka hverfisskólanum Hofsstaðaskóla. Kolbrún segir að þau séu afar heppin með kennara og stuðningsfulltrúa sem vinni vel saman til að mæta þörfum Arons. Kolbrún vill hvetja kennara og samfélagið allt til að nýta tæknina til að bæta líf barna með fötlun. „Aron hefur kennara sem eru úrræðagóðir og nýta tæknina, en það er alls ekki sjálfsagt að kennarar hafi þekkingu og hæfileika í að gera það en kennararnir hans gera það af mikilli snilld!“ Atvinnulífsráðstefna Almannaróms og Samtaka atvinnulífsins hefst klukkan hálf þrjú en henni verður streymt í beinni útsendingu á Vísi. Kolbrún er ein þeirra sem verður í pallborði á ráðstefnunni. Íslenska á tækniöld Tækni Börn og uppeldi Tengdar fréttir Guðrún hjálpar Microsoft Edge að tala íslensku Íslenskum talgervli hefur verið bætt við Microsoft Edge vafrann sem les nú upp íslenskan texta. Vonast er til að nýja virknin muni meðal annars gagnast blindum, sjónskertum og nemendum sem kjósa að hlusta á námsefni. 11. febrúar 2022 13:25 Vilja lesa fleiri en 776 þúsund setningar Stefnan er að lesa fleiri en 776 þúsund íslenskar setningar inn í snjalltæki í þriðju Lestrarkeppni grunnskólanna sem hófst í Smáraskóla í dag, en sá setningafjöldi er metið frá því í fyrra. 20. janúar 2022 20:00 Söfnuðu yfir 360.000 þúsund raddsýnum Reddum málinu! vinnustaðakeppni þar sem fyrirtæki og stofnanir kepptu sín á milli í söfnun raddsýna á íslensku er nú lokið. Raddsýnin fara nú í gagnagrunn Samsróms sem verður opinn og aðgengilegur öllum sem vilja nýta hann í máltæknilausnir. 17. nóvember 2021 09:34 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Áhrifa fötlunarinnar gætir meðal annars í vöðvum á munnsvæði og því notar Aron máltækni til tjáningar á hverjum degi, bæði heima og í skólanum. Aron notar rödd „Karls“ til að tjá sig í gegnum forritið „Communicator“. Röddin er þó helst til of djúprödduð fyrir smekk móður hans, Kolbrúnar Eirar Óskarsdóttur. „Hann þarf aðstoðar við allar sínar daglegu þarfir. Aron stýrir tölvu með hægri fæti og notar hnapp og forrit sem heitir Communicator og þaðan kemur karlmannsröddin Karl sem talar fyrir hann.“ Þó væri þó óskandi að Aron gæti nýtt sér rödd sem myndi passa ungum dreng betur. „Það eru til tvær íslenskar raddir; Karl og Dóra, en hann er náttúrulega bara níu ára og röddin er frekar dimmrödduð fyrir níu ára dreng þannig að þegar hann kallar „mamma!“ þá er frekar dimmraddaður karlmaður sem kallar mamma.“ Mæðginin Kolbrún og Aron við Jökulsárlón í blíðskaparveðri.Aðsend. Máltækni skipti gríðarlegu máli fyrir fjölskylduna alla. „Hugsaðu þér, þegar barnið þitt kemur heim úr skólanum og vill segja frá deginum. Það vill geta sagt frá því sem var gaman eða sagt hvort eitthvað hafi komið upp á. Eins þegar allir eru að gera sig klára á morgnanna, en hann þarf aðstoð við allt, og þá gleyma mamma og pabbi kannski stundum að bursta tennurnar þá stoppar hann okkur af. Hann vill geta sagt frá því þegar hann vill gel í hárið þennan morguninn eða nota rödd til að gera grín að systkinum sínum, til að segja brandara eða taka þátt í umræðum við kvöldverðarborðið. Þetta eru öll þessi litlu atriði sem skipta svo miklu máli.“ Hefur tröllatrú á leikjaiðnaðinum á Íslandi Kolbrún kveðst bjartsýn á að fleiri lausnir muni líta dagsins ljós. „Ég held að þetta sé bara rétt að byrja og ef maður á að veðja á eitthvað þá hef ég rosa trú á leikjaiðnaðinum á Íslandi og að framþróun hjá þeim eigi eftir að nýtast á góðan hátt.“ Aron er í Arnarskóla en líka hverfisskólanum Hofsstaðaskóla. Kolbrún segir að þau séu afar heppin með kennara og stuðningsfulltrúa sem vinni vel saman til að mæta þörfum Arons. Kolbrún vill hvetja kennara og samfélagið allt til að nýta tæknina til að bæta líf barna með fötlun. „Aron hefur kennara sem eru úrræðagóðir og nýta tæknina, en það er alls ekki sjálfsagt að kennarar hafi þekkingu og hæfileika í að gera það en kennararnir hans gera það af mikilli snilld!“ Atvinnulífsráðstefna Almannaróms og Samtaka atvinnulífsins hefst klukkan hálf þrjú en henni verður streymt í beinni útsendingu á Vísi. Kolbrún er ein þeirra sem verður í pallborði á ráðstefnunni.
Íslenska á tækniöld Tækni Börn og uppeldi Tengdar fréttir Guðrún hjálpar Microsoft Edge að tala íslensku Íslenskum talgervli hefur verið bætt við Microsoft Edge vafrann sem les nú upp íslenskan texta. Vonast er til að nýja virknin muni meðal annars gagnast blindum, sjónskertum og nemendum sem kjósa að hlusta á námsefni. 11. febrúar 2022 13:25 Vilja lesa fleiri en 776 þúsund setningar Stefnan er að lesa fleiri en 776 þúsund íslenskar setningar inn í snjalltæki í þriðju Lestrarkeppni grunnskólanna sem hófst í Smáraskóla í dag, en sá setningafjöldi er metið frá því í fyrra. 20. janúar 2022 20:00 Söfnuðu yfir 360.000 þúsund raddsýnum Reddum málinu! vinnustaðakeppni þar sem fyrirtæki og stofnanir kepptu sín á milli í söfnun raddsýna á íslensku er nú lokið. Raddsýnin fara nú í gagnagrunn Samsróms sem verður opinn og aðgengilegur öllum sem vilja nýta hann í máltæknilausnir. 17. nóvember 2021 09:34 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Guðrún hjálpar Microsoft Edge að tala íslensku Íslenskum talgervli hefur verið bætt við Microsoft Edge vafrann sem les nú upp íslenskan texta. Vonast er til að nýja virknin muni meðal annars gagnast blindum, sjónskertum og nemendum sem kjósa að hlusta á námsefni. 11. febrúar 2022 13:25
Vilja lesa fleiri en 776 þúsund setningar Stefnan er að lesa fleiri en 776 þúsund íslenskar setningar inn í snjalltæki í þriðju Lestrarkeppni grunnskólanna sem hófst í Smáraskóla í dag, en sá setningafjöldi er metið frá því í fyrra. 20. janúar 2022 20:00
Söfnuðu yfir 360.000 þúsund raddsýnum Reddum málinu! vinnustaðakeppni þar sem fyrirtæki og stofnanir kepptu sín á milli í söfnun raddsýna á íslensku er nú lokið. Raddsýnin fara nú í gagnagrunn Samsróms sem verður opinn og aðgengilegur öllum sem vilja nýta hann í máltæknilausnir. 17. nóvember 2021 09:34