Verum saman í sókn jafnaðarmanna! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 12. maí 2022 12:00 Jafnaðarmenn eru í stórsókn í Hafnarfirði. Það skynja allir Hafnfirðingar. Það segja einnig skoðanakannanir og þær fara saman við tilfinningu okkar jafnaðarmanna í bænum í kosningabaráttunni. Við finnum stuðning og hvatningu frá bæjarbúum. Það er almennur vilji til þess að jafnaðarmenn taki við stjórn Hafnarfjarðar að loknum kosningum á laugardag. Það er kominn tími til að breyta og kalla Samfylkinguna, jafnaðarmannaflokk Íslands, að stjórn mála í Hafnarfirði. Og það er vaxandi vilji í bænum að hvíla lúinn meirihluta Sjálfstæðisflokksins sem hefur farið með stjórn mála síðustu átta árin, án þess að megna að leysa úr mikilvægum verkefnum. Við jafnaðarmenn og -konur komum til dyranna eins og við erum klædd. Við bjóðum fram afar kröftugan framboðslista þar sem er góð blanda kvenna og karla á öllum aldri, þar sem reynsla og ferskleiki blandast vel, mismunandi bakgrunnur, en umfram allt mikill vilji til að vinna bænum sínum vel á grundvelli jafnaðarstefnunnar. Við erum bjartsýn og framsýn í fallegum bæ og bönkum upp á hjá bæjarbúum þessa dagana með rauðu rósina, sem er tákn okkar jafnaðarmanna. Við göngum í verkin Það er sannarlega verk að vinna víða. Við munum rífa upp íbúðabyggð í Hafnarfirði, þar sem ólík íbúðaform verða í boði, ekki síst þar sem óhagnaðardrifin samtök koma að verki. Aukin áhersla á félagslegar íbúðir og leiguíbúðr. Og hafnfirskir verktakar fá þar verkefni. Og einstaklingar sem vilja reisa sín hús. Þannig verður ungu fólki og eldra gert kleift að koma þaki yfir sig og sína. Það verður aldrei aftur fólksfækkun í Hafnarfirði eins og gerðist á yfirstandandi kjörtímabili. Við munum líka sjá til þess að reistar verði þjónustuíbúðir fyrir aldraða á Sólvangssvæðinu; allt að 100 íbúðir. Og hefja undirbúning að byggingu hjúkrunarheimilis á Völlunum. Við ætlum að reisa knatthús Hauka og reiðskemmu Sörla; verkefni sem hafa velkst í kerfinu síðustu fjögur árin. Við ætlum að þjónustu yngstu leikskólabörnin og koma þeim í skjól og eiga samstarf við starfsfólk leikskólanna sem og dagforeldra. varðandi vistun yngstu barnanna. Við ætlum að tryggja og bæta þjónustu við fatlaða. Og við ætlum að styrkja fjárhagsstöðu bæjarins, án þess að þurfa að selja eignir bæjarbúa. Það gerðu sjálfstæðis-/framsóknarmenn á kjörtímabilinu, þegar þeir seldu HS veitur í tilraun til að bjarga fjárhag bæjarsjóðs. Sú sala minnti mjög á sölu sömu flokka á Íslandsbanka á dögunum, þegar öll framkvæmdin var í leynd og upplýsingar af skornum skammti. Þetta eru aðeins nokkur atriði sem bíða úrlausnar í Hafnarfirði á komandi misserum og við jafnaðarmenn erum svo sannarlega tilbúnir að takast á við þau og önnur sem gera Hafnarfjörð að betri bæ, að fyrirmyndarbæ. Verum saman í sókninni. Traust á fólki Stór og öflugur flokkur jafnaðarmanna er eina vísa leiðin til að hvíla þreyttan meirihluta. Mikil dreifing atkvæða gæti viðhaldið honum. Þess vegna er svo mikilvægt að Samfylkingin fái sterka kosningu. Skoðanakannanir eru skoðanakannanir. En þær segja okkur, að Hafnfirðingar flykkjast að jafnaðarmönnum. Kosningarnar sjálfar verða á laugardaginn. Ég hvet Hafnfirðinga til að nýta kosningaréttinn og kalla okkur jafnaðarmenn til starfa og forystu. Fólk vill sjá Hafnarfjörð fyrir alla, þar sem enginn er útundan. Kosningar snúast um traust á flokkum og einstaklingum í forystu. Jafnaðarmenn efna loforð. Ég og mitt fólk vinnum með fólki að betri bæ. Gleðilegan kosningadag á laugardaginn - með jafnaðarmönnum. XS að sjálfsögðu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, í Hafnarfirði og fyrrum bæjarstjóri Í Firðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Jafnaðarmenn eru í stórsókn í Hafnarfirði. Það skynja allir Hafnfirðingar. Það segja einnig skoðanakannanir og þær fara saman við tilfinningu okkar jafnaðarmanna í bænum í kosningabaráttunni. Við finnum stuðning og hvatningu frá bæjarbúum. Það er almennur vilji til þess að jafnaðarmenn taki við stjórn Hafnarfjarðar að loknum kosningum á laugardag. Það er kominn tími til að breyta og kalla Samfylkinguna, jafnaðarmannaflokk Íslands, að stjórn mála í Hafnarfirði. Og það er vaxandi vilji í bænum að hvíla lúinn meirihluta Sjálfstæðisflokksins sem hefur farið með stjórn mála síðustu átta árin, án þess að megna að leysa úr mikilvægum verkefnum. Við jafnaðarmenn og -konur komum til dyranna eins og við erum klædd. Við bjóðum fram afar kröftugan framboðslista þar sem er góð blanda kvenna og karla á öllum aldri, þar sem reynsla og ferskleiki blandast vel, mismunandi bakgrunnur, en umfram allt mikill vilji til að vinna bænum sínum vel á grundvelli jafnaðarstefnunnar. Við erum bjartsýn og framsýn í fallegum bæ og bönkum upp á hjá bæjarbúum þessa dagana með rauðu rósina, sem er tákn okkar jafnaðarmanna. Við göngum í verkin Það er sannarlega verk að vinna víða. Við munum rífa upp íbúðabyggð í Hafnarfirði, þar sem ólík íbúðaform verða í boði, ekki síst þar sem óhagnaðardrifin samtök koma að verki. Aukin áhersla á félagslegar íbúðir og leiguíbúðr. Og hafnfirskir verktakar fá þar verkefni. Og einstaklingar sem vilja reisa sín hús. Þannig verður ungu fólki og eldra gert kleift að koma þaki yfir sig og sína. Það verður aldrei aftur fólksfækkun í Hafnarfirði eins og gerðist á yfirstandandi kjörtímabili. Við munum líka sjá til þess að reistar verði þjónustuíbúðir fyrir aldraða á Sólvangssvæðinu; allt að 100 íbúðir. Og hefja undirbúning að byggingu hjúkrunarheimilis á Völlunum. Við ætlum að reisa knatthús Hauka og reiðskemmu Sörla; verkefni sem hafa velkst í kerfinu síðustu fjögur árin. Við ætlum að þjónustu yngstu leikskólabörnin og koma þeim í skjól og eiga samstarf við starfsfólk leikskólanna sem og dagforeldra. varðandi vistun yngstu barnanna. Við ætlum að tryggja og bæta þjónustu við fatlaða. Og við ætlum að styrkja fjárhagsstöðu bæjarins, án þess að þurfa að selja eignir bæjarbúa. Það gerðu sjálfstæðis-/framsóknarmenn á kjörtímabilinu, þegar þeir seldu HS veitur í tilraun til að bjarga fjárhag bæjarsjóðs. Sú sala minnti mjög á sölu sömu flokka á Íslandsbanka á dögunum, þegar öll framkvæmdin var í leynd og upplýsingar af skornum skammti. Þetta eru aðeins nokkur atriði sem bíða úrlausnar í Hafnarfirði á komandi misserum og við jafnaðarmenn erum svo sannarlega tilbúnir að takast á við þau og önnur sem gera Hafnarfjörð að betri bæ, að fyrirmyndarbæ. Verum saman í sókninni. Traust á fólki Stór og öflugur flokkur jafnaðarmanna er eina vísa leiðin til að hvíla þreyttan meirihluta. Mikil dreifing atkvæða gæti viðhaldið honum. Þess vegna er svo mikilvægt að Samfylkingin fái sterka kosningu. Skoðanakannanir eru skoðanakannanir. En þær segja okkur, að Hafnfirðingar flykkjast að jafnaðarmönnum. Kosningarnar sjálfar verða á laugardaginn. Ég hvet Hafnfirðinga til að nýta kosningaréttinn og kalla okkur jafnaðarmenn til starfa og forystu. Fólk vill sjá Hafnarfjörð fyrir alla, þar sem enginn er útundan. Kosningar snúast um traust á flokkum og einstaklingum í forystu. Jafnaðarmenn efna loforð. Ég og mitt fólk vinnum með fólki að betri bæ. Gleðilegan kosningadag á laugardaginn - með jafnaðarmönnum. XS að sjálfsögðu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, í Hafnarfirði og fyrrum bæjarstjóri Í Firðinum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun