Mikilvægar kosningar Bryndís Haraldsdóttir skrifar 11. maí 2022 18:00 Sveitarstjórnir sinna mikilvægum verkefnum sem snerta daglegt líf okkar allra og nærþjónustan skiptir okkur öllu máli. Þess vegna er mikilvægt að mæta á kjörstað á laugardaginn, vanda valið og kjósa þann flokk sem þið treystið best fyrir því að reka þjónustueininguna ykkar, samfélagið sem þið búið í. Skólamál Leik- og grunnskólar eru á ábyrgð sveitarfélaga og sú þjónusta skiptir fjölskyldur og samfélagið allt miklu máli. Það hvernig búið er að börnunum okkar, tækifæri þeirra til náms og leiks, er líklega það sem mun hafa hvað mest áhrif á framtíð okkar allra og sveitarfélögin spila þar risastórt hlutverk. Umhverfis og skipulagsmál Hvernig hverfin okkar eru skipulögð, fyrirkomulag gatna og lóða, vegalengdir og samgöngumöguleikar til og frá vinnu. Aðgengi okkar að náttúru og útivistarmöguleikum. Umhverfismál eins og sorpmál, flokkun og önnur þjónusta við okkur sem viljum leggja okkar af mörkum í umhverfismálum. Lýðheilsa Það er óumdeilt að fjármunum sem varið er til að efla lýðheilsu er sparnaður í heilbrigðiskerfinu til framtíðar og heilsuefling, forvarnir og góð heilbrigðisþjónusta er algjört lykilatriði. Með uppbyggingu á góðum útivistarsvæðum og aðstöðu til hreyfingar í sveitarfélögum hefur fólk á öllum aldri tækifæri til þess að viðhalda og bæta heilbrigði og líðan. Þannig eiga sveitarfélög að skapa aðstæður í samfélaginu sem auðvelda fólki að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Auk þessa er þjónusta við fatlað fólk, félagsþjónusta, þjónusta við börn og fjölskyldur sem þurfa stuðning mikilvæg. Þetta og meira til eru allt málefni sem kosið er um á laugardaginn. Til að hægt sé að veita góða þjónustu þarf aga og forgangsröðun í rekstri. Með öðrum orðum það er ekki nóg að lofa bara og lofa, það þarf að sýna fram á að hægt sé að standa við stóru loforðin. Traust og ábyrg fjárhagsstjórn Þó að kennitölur og rekstrarniðurstaða sé oft minnst spennandi umræðuefni fyrir kosningar þá er það engu að síður það sem mestu máli skiptir. Enda ljóst að sveitarfélag hefur meira svigrúm til að bæta þjónustu og draga úr skattheimtu ef það er vel rekið og fjárhagurinn traustur. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru stór á landsvísu og ættu að hafa traustan rekstrargrunn. Staðan er þó mjög misjöfn í þeim. Í höfuðborginni er reksturinn í járnum og veltufé frá rekstri með því lægsta þegar borin eru saman stærri sveitarfélög á landinu. Veltufé frá rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, nam um 370 milljónum á síðasta ári. Það er verri niðurstaða en í tilfelli Mosfellsbæjar sem er með tífalt minni tekjur svo dæmi sé tekið. Þegar veltufé frá rekstri er sett í samhengi við rekstrartekjur fæst mælikvarði á getu sveitarfélaga til að viðhalda eignum og fjárfesta. Hlutfallið hefur dregist umtalsvert saman hjá Reykjavíkurborg á síðustu árum. Rekstrarniðurstaða nágrannasveitarfélaganna er betri en hjá Reykjavíkurborg. Þegar svo horft er til ánægju íbúa er áberandi hvað íbúar í nágrannasveitarfélögunum eru almennt ánægðir með sitt sveitarfélag en sömu sögu er ekki að segja úr Reykjavík. Í þessu samhengi er líka nauðsynlegt að minna á að í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, er Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta. Ég hvet þig kjósandi góður til að fara á kjörstað á laugardaginn og kjósa þá sem þú treystir best til að leiða þitt sveitarfélag. Reynslan sínir að það að setja X við D – skilar traustum og góðum rekstri þar sem bæjarbúar eru ánægðir og stoltir af sínu sveitarfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnir sinna mikilvægum verkefnum sem snerta daglegt líf okkar allra og nærþjónustan skiptir okkur öllu máli. Þess vegna er mikilvægt að mæta á kjörstað á laugardaginn, vanda valið og kjósa þann flokk sem þið treystið best fyrir því að reka þjónustueininguna ykkar, samfélagið sem þið búið í. Skólamál Leik- og grunnskólar eru á ábyrgð sveitarfélaga og sú þjónusta skiptir fjölskyldur og samfélagið allt miklu máli. Það hvernig búið er að börnunum okkar, tækifæri þeirra til náms og leiks, er líklega það sem mun hafa hvað mest áhrif á framtíð okkar allra og sveitarfélögin spila þar risastórt hlutverk. Umhverfis og skipulagsmál Hvernig hverfin okkar eru skipulögð, fyrirkomulag gatna og lóða, vegalengdir og samgöngumöguleikar til og frá vinnu. Aðgengi okkar að náttúru og útivistarmöguleikum. Umhverfismál eins og sorpmál, flokkun og önnur þjónusta við okkur sem viljum leggja okkar af mörkum í umhverfismálum. Lýðheilsa Það er óumdeilt að fjármunum sem varið er til að efla lýðheilsu er sparnaður í heilbrigðiskerfinu til framtíðar og heilsuefling, forvarnir og góð heilbrigðisþjónusta er algjört lykilatriði. Með uppbyggingu á góðum útivistarsvæðum og aðstöðu til hreyfingar í sveitarfélögum hefur fólk á öllum aldri tækifæri til þess að viðhalda og bæta heilbrigði og líðan. Þannig eiga sveitarfélög að skapa aðstæður í samfélaginu sem auðvelda fólki að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Auk þessa er þjónusta við fatlað fólk, félagsþjónusta, þjónusta við börn og fjölskyldur sem þurfa stuðning mikilvæg. Þetta og meira til eru allt málefni sem kosið er um á laugardaginn. Til að hægt sé að veita góða þjónustu þarf aga og forgangsröðun í rekstri. Með öðrum orðum það er ekki nóg að lofa bara og lofa, það þarf að sýna fram á að hægt sé að standa við stóru loforðin. Traust og ábyrg fjárhagsstjórn Þó að kennitölur og rekstrarniðurstaða sé oft minnst spennandi umræðuefni fyrir kosningar þá er það engu að síður það sem mestu máli skiptir. Enda ljóst að sveitarfélag hefur meira svigrúm til að bæta þjónustu og draga úr skattheimtu ef það er vel rekið og fjárhagurinn traustur. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru stór á landsvísu og ættu að hafa traustan rekstrargrunn. Staðan er þó mjög misjöfn í þeim. Í höfuðborginni er reksturinn í járnum og veltufé frá rekstri með því lægsta þegar borin eru saman stærri sveitarfélög á landinu. Veltufé frá rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, nam um 370 milljónum á síðasta ári. Það er verri niðurstaða en í tilfelli Mosfellsbæjar sem er með tífalt minni tekjur svo dæmi sé tekið. Þegar veltufé frá rekstri er sett í samhengi við rekstrartekjur fæst mælikvarði á getu sveitarfélaga til að viðhalda eignum og fjárfesta. Hlutfallið hefur dregist umtalsvert saman hjá Reykjavíkurborg á síðustu árum. Rekstrarniðurstaða nágrannasveitarfélaganna er betri en hjá Reykjavíkurborg. Þegar svo horft er til ánægju íbúa er áberandi hvað íbúar í nágrannasveitarfélögunum eru almennt ánægðir með sitt sveitarfélag en sömu sögu er ekki að segja úr Reykjavík. Í þessu samhengi er líka nauðsynlegt að minna á að í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, er Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta. Ég hvet þig kjósandi góður til að fara á kjörstað á laugardaginn og kjósa þá sem þú treystir best til að leiða þitt sveitarfélag. Reynslan sínir að það að setja X við D – skilar traustum og góðum rekstri þar sem bæjarbúar eru ánægðir og stoltir af sínu sveitarfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun