Þá verður fjallað á fjölbreyttan hátt um komandi sveitarstjórnarkosningar. Framboð E-listans í Reykjavík mun standa þótt frambjóðandi telji undirskrift sína falsaða. Yfirkjörstjórn mun þó vísa málinu til Héraðssaksóknara. Þá verður fjallað um helstu kosningamálin í Reykjanesbæ og uppbyggingarskeið á norðanverðum Vestfjörðum en sveitarstjórar hafa miklar væntingar til fólksflutninga á svæðið.
Fyrir utan sveitarstjórnarkosningarnar verða áhugaleikhús áberandi í fréttatímanum. Í bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ er hver sýning síðasta sýningin þessa dagana enda fyrirhugað að rífa húsið en á Selfossi sýna tólf eldri borgarar sýninguna „Maður í mislitum sokkum“ annað kvöld.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum kl. 18:30.