Oddvitaáskorunin: Tvítugur kallaður að dánarsæng aðdáanda Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2022 15:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Lárus Guðmundsson leiðir lista Miðflokksins í Garðabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég hef verið búsettur í Garðabæ frá 1989, tveggja barna faðir og afi fjögurra barna. Fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu í Belgíu og Þýskaland og landsliðsmaður og núverandi framkvæmdastjóri Margmiðlunar. Ég hef fram að þessu, aðallega verið tengdur íþróttastarfinu í Garðabæ sem leikmaður og þjálfari hjá Stjörnunni. Þjálfaði 2. flokk og meistaraflokk Stjörnunnar 2005 til 2007. Á þeim árum sá ég að brottfall drengja eftir 18 ára aldur var mikið. Ég vildi með öllum ráðum, draga úr brottfalli drengja, sem ekki rúmuðust innan afreksstefnu Stjörnunnar og tryggja sem flestum aðgengi að íþróttum. Við tók mikil barátta þar sem umhverfið var ekki tilbúið fyrir annað íþróttafélag en Stjörnuna í Garðabæ. Til að gera langa sögu stutta var Knattspyrnufélag Garðabæjar eða betur þekkt sem KFG stofnað 2008 af mér og fleiri góðum mönnum. Og er nú á sínu 14 starfsári. Þrátt fyrir hrakspár í byrjun, er félagið með um 30 iðkendur að meðaltali á ári hverju. KFG hefur reynst frábær viðbót við íþróttalífið í Garðabæ. Á þessum 14 árum hafa farið í gegnum starfið hjá KFG mörg hundruð ungra drengja, sem líklega hefðu annars fallið út úr íþróttaiðkun. Ég hef mikinn áhuga á almannaheill og að bæjaryfirvöld í Garðabæ setji fjölskylduna í 1. sæti, hvar sem þeir búa í bænum. Þegar ég tala um fjölskylduna, á ég við íslensku stórfjölskylduna eins og við þekkjum hana, börnin, foreldrana og afann og ömmuna. Aldraðir, huga þarf að þeim sem búa einir heima, að þeir einangrist ekki. Einnig að tryggja öldruðum aðgang að líkamshreyfingu og styrkingu. Sem oddviti Miðflokksins, mun ég beita mér í leikskólamálum og því að ytri hverfi Garðabæjar, Álftanes og Urriðaholt, verði ekki afskipt í samgöngu-, skóla-, og félagsmálum. Að yngra fólkið fái meiri stuðning, jafnframt að ungt fjölskyldu fólk fái betri búsetu möguleika í bænum, og þurfi ekki að leita í nágranna sveitafélög. Að fatlaðir fái nám við sitt hæfi að loknum grunnskóla, þar þarf betri aðgreiningu. Hvað tekur við að loknu starfsnámi ? Fatlaðir fái viðunandi og betri búsetuúrræði þegar kemur að því yfirgefa foreldrahús. Fatlaðir fái betri úrræði þegar kemur að vinnumarkaði, ekkert fer verr með þann viðkvæma hóp en verkefnaskortur. Ég tel tímabært að koma með ferska vinda í bæjarpólitíkina í Garðabær, og finnst eins og mörgum öðrum að Sjálfstæðisflokkurinn hafa staðnað á Kjörtímabilinu. Garðabæjarlistinn hefur, lítið gert á undanförnum 4. árum, alls ekki veitt meirihlutanum nauðsynlegt aðhald. Það vantar nýja og kröftuga strauma inn í bæjarmálin í Garðabæ. Ég mun láta að mér kveða og leggja mig eftir að hlusta á það, sem bæjarbúar hafa til málanna að leggja. Ég mun ekki sitja auðum höndum í bæjarstjórninni, læt verkin tala og fylgi hagsmunamálum bæjarbúa, eftir af einurð og krafti. Klippa: Oddvitaáskorun - Lárus Guðmundsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Vífilstaðavatn og Ásbyrgi, get ekki gert upp á milli. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já öll æfingatækin í einu æfingastöðinni fyrir almenning, í íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ. Fyrir neðan allar hellur. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ferðast um á vespunni minni í Garðabæ, með 11 ára barna barn fyrir aftan mig, lítum oft út eins og dumb dumber. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég fór yfir á rauðu ljósi, var böstaður og ég sagði það hafa verið gult, þeir buðu mér yfir í bílinn hjá sér til að skoða upptökur, en það vildi svo óheppilega til, að þeir voru næsti bíll fyrir aftan mig. Hvað færðu þér á pizzu? Ekkert, borða ekki PIZZU. Hvaða lag peppar þig mest? Hotel California og We are the Champions. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Í logni, örugglega 30. Göngutúr eða skokk? Allan daginn göngutúr, öll fótbolta meiðslin útiloka skokk. Uppáhalds brandari? Fimm aura brandararnir hjá Heimi Karls í Bítinu.. Hvað er þitt draumafríi? Mín árlegu Spánar og Tene frí eru öll draumafrí. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020 klárlega. Uppáhalds tónlistarmaður? Raggi Bjarna. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar ég bjó og starfaði í Belgíu sem atvinnumaður í knattspyrnu, og var beðinn um að heimsækja mann á heimili hans, þar sem hann lá banaleguna. Hans hinsta ósk var að fá að hitta mig í eigin persónu. Mjög skrítin reynsla fyrir tvítugan pilt. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Einhver hrikalega sætur, Tom Cruise 😊 Hefur þú verið í verbúð? Onei. Áhrifamesta kvikmyndin? Scindlers List. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Myndi flytja í Smárann í Kóp. Það er svo nálægt Garðabæ. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Living next door to Alice . Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Miðflokkurinn Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Fleiri fréttir Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Sjá meira
Lárus Guðmundsson leiðir lista Miðflokksins í Garðabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég hef verið búsettur í Garðabæ frá 1989, tveggja barna faðir og afi fjögurra barna. Fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu í Belgíu og Þýskaland og landsliðsmaður og núverandi framkvæmdastjóri Margmiðlunar. Ég hef fram að þessu, aðallega verið tengdur íþróttastarfinu í Garðabæ sem leikmaður og þjálfari hjá Stjörnunni. Þjálfaði 2. flokk og meistaraflokk Stjörnunnar 2005 til 2007. Á þeim árum sá ég að brottfall drengja eftir 18 ára aldur var mikið. Ég vildi með öllum ráðum, draga úr brottfalli drengja, sem ekki rúmuðust innan afreksstefnu Stjörnunnar og tryggja sem flestum aðgengi að íþróttum. Við tók mikil barátta þar sem umhverfið var ekki tilbúið fyrir annað íþróttafélag en Stjörnuna í Garðabæ. Til að gera langa sögu stutta var Knattspyrnufélag Garðabæjar eða betur þekkt sem KFG stofnað 2008 af mér og fleiri góðum mönnum. Og er nú á sínu 14 starfsári. Þrátt fyrir hrakspár í byrjun, er félagið með um 30 iðkendur að meðaltali á ári hverju. KFG hefur reynst frábær viðbót við íþróttalífið í Garðabæ. Á þessum 14 árum hafa farið í gegnum starfið hjá KFG mörg hundruð ungra drengja, sem líklega hefðu annars fallið út úr íþróttaiðkun. Ég hef mikinn áhuga á almannaheill og að bæjaryfirvöld í Garðabæ setji fjölskylduna í 1. sæti, hvar sem þeir búa í bænum. Þegar ég tala um fjölskylduna, á ég við íslensku stórfjölskylduna eins og við þekkjum hana, börnin, foreldrana og afann og ömmuna. Aldraðir, huga þarf að þeim sem búa einir heima, að þeir einangrist ekki. Einnig að tryggja öldruðum aðgang að líkamshreyfingu og styrkingu. Sem oddviti Miðflokksins, mun ég beita mér í leikskólamálum og því að ytri hverfi Garðabæjar, Álftanes og Urriðaholt, verði ekki afskipt í samgöngu-, skóla-, og félagsmálum. Að yngra fólkið fái meiri stuðning, jafnframt að ungt fjölskyldu fólk fái betri búsetu möguleika í bænum, og þurfi ekki að leita í nágranna sveitafélög. Að fatlaðir fái nám við sitt hæfi að loknum grunnskóla, þar þarf betri aðgreiningu. Hvað tekur við að loknu starfsnámi ? Fatlaðir fái viðunandi og betri búsetuúrræði þegar kemur að því yfirgefa foreldrahús. Fatlaðir fái betri úrræði þegar kemur að vinnumarkaði, ekkert fer verr með þann viðkvæma hóp en verkefnaskortur. Ég tel tímabært að koma með ferska vinda í bæjarpólitíkina í Garðabær, og finnst eins og mörgum öðrum að Sjálfstæðisflokkurinn hafa staðnað á Kjörtímabilinu. Garðabæjarlistinn hefur, lítið gert á undanförnum 4. árum, alls ekki veitt meirihlutanum nauðsynlegt aðhald. Það vantar nýja og kröftuga strauma inn í bæjarmálin í Garðabæ. Ég mun láta að mér kveða og leggja mig eftir að hlusta á það, sem bæjarbúar hafa til málanna að leggja. Ég mun ekki sitja auðum höndum í bæjarstjórninni, læt verkin tala og fylgi hagsmunamálum bæjarbúa, eftir af einurð og krafti. Klippa: Oddvitaáskorun - Lárus Guðmundsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Vífilstaðavatn og Ásbyrgi, get ekki gert upp á milli. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já öll æfingatækin í einu æfingastöðinni fyrir almenning, í íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ. Fyrir neðan allar hellur. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ferðast um á vespunni minni í Garðabæ, með 11 ára barna barn fyrir aftan mig, lítum oft út eins og dumb dumber. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég fór yfir á rauðu ljósi, var böstaður og ég sagði það hafa verið gult, þeir buðu mér yfir í bílinn hjá sér til að skoða upptökur, en það vildi svo óheppilega til, að þeir voru næsti bíll fyrir aftan mig. Hvað færðu þér á pizzu? Ekkert, borða ekki PIZZU. Hvaða lag peppar þig mest? Hotel California og We are the Champions. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Í logni, örugglega 30. Göngutúr eða skokk? Allan daginn göngutúr, öll fótbolta meiðslin útiloka skokk. Uppáhalds brandari? Fimm aura brandararnir hjá Heimi Karls í Bítinu.. Hvað er þitt draumafríi? Mín árlegu Spánar og Tene frí eru öll draumafrí. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020 klárlega. Uppáhalds tónlistarmaður? Raggi Bjarna. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar ég bjó og starfaði í Belgíu sem atvinnumaður í knattspyrnu, og var beðinn um að heimsækja mann á heimili hans, þar sem hann lá banaleguna. Hans hinsta ósk var að fá að hitta mig í eigin persónu. Mjög skrítin reynsla fyrir tvítugan pilt. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Einhver hrikalega sætur, Tom Cruise 😊 Hefur þú verið í verbúð? Onei. Áhrifamesta kvikmyndin? Scindlers List. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Myndi flytja í Smárann í Kóp. Það er svo nálægt Garðabæ. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Living next door to Alice .
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Miðflokkurinn Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Fleiri fréttir Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Sjá meira