Þegar spennan trompar sannleikann Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 13. maí 2022 08:45 Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði, ganga í hús, hlusta á áhyggjur bæjarbúa og takast á við aðra frambjóðendur í umræðuþáttum. Spennustigið er hátt og fyrir vikið er hætt við því að frambjóðendur láti spennuna hlaupa með sig í gönur og missi sjónar á sannleikanum. Það tel ég að hafi gerst í tilfelli oddvita Vina Kópavogs þegar hún sakaði alla núverandi bæjarfulltrúa, hvar í flokki sem þeir standa, um skort á samráði á líðandi kjörtímabili. Þetta hefur hún gert reglulega á síðustu vikum, ekki síst í hinum ýmsu kappræðum í fjölmiðlum. Það er vissulega rétt hjá henni að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur ekki haft samráð við bæjarbúa í forgangi, við Píratar erum hjartanlega sammála henni um það. Hins vegar teljum við fjarri sannleikanum að það eigi við um alla bæjarfulltrúa. Þvert á móti. Ég sem fulltrúi Pírata í bæjarstjórn hef litið á það sem eina helstu starfsskyldu mína að svara öllum fyrirspurnum frá bæjarbúum; hvort sem það er í síma, tölvupósti eða á förnum vegi. Þetta getur bæði oddviti og aðrir úr hópi Vina Kópavogs vottað sjálf, enda höfum við átt í reglulegum samskiptum á þessu kjörtímabili. Ég hef alltaf haft samráð í öndvegi, borið áhyggjur Kópavogsbúa inn á fundi bæjarstjórnar sem og nefnda og ráða á vegum hennar, og haft þær að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku á síðustu árum. Meira samráð, fleiri Pírata Ég er ekki að segja þetta til að slá mig til riddara. Ég er einfaldlega að lýsa því hvernig við Píratar vinnum. Píratar eru með skýra grunnstefnu sem er kjarninn í öllum okkar störfum. Þar segir meðal annars: Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. Með öðrum orðum: Samráð við íbúa er eitt helsta leiðarstef Pírata. Við teljum samráð vera farsælustu aðferðina til að leiða erfið mál til lykta. Með samráði fáum við fram ólík sjónarmið og heyrum ólíkar áhyggjur fólks, sem svo hjálpar okkur að taka upplýsta og góða ákvörðun. Bæjarstjórnarfulltrúar vita ekki alltaf best eða eru með öll svörin í öllum málum. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að leita sér þekkingar, heyra raddir íbúa og kynnast því hvernig ákvarðanir bæjarstjórnar hafa áhrif á daglegt líf fólks. Við Píratar erum því fullkomlega sammála Vinum Kópavogs um að samráð sé mikilvægt, enda höfum við barist fyrir auknu samráði um árabil. Aukið lýðræði og valddreifing eru okkar ær og kýr. Þess vegna viljum við t.d. koma á fót hverfisráðum í öllum hverfum Kópavogs - einmitt til að auka samráðið og auðvelda íbúum að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, sem og koma á fót embætti umboðsmanns bæjarbúa sem bjóði upp á öfluga og aðgengilega ráðgjafarþjónustu fyrir almenning. Fyrir mér er þetta því ekki flókið val. Ef við viljum meira samráð þurfum við fleiri Pírata í bæjarstjórn. Það getur orðið að veruleika - en til þess þarf að setja X við P í kosningunum á laugardag. Höfundur er oddviti Pírata í Kópavogi og skipar fyrsta sæti á lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði, ganga í hús, hlusta á áhyggjur bæjarbúa og takast á við aðra frambjóðendur í umræðuþáttum. Spennustigið er hátt og fyrir vikið er hætt við því að frambjóðendur láti spennuna hlaupa með sig í gönur og missi sjónar á sannleikanum. Það tel ég að hafi gerst í tilfelli oddvita Vina Kópavogs þegar hún sakaði alla núverandi bæjarfulltrúa, hvar í flokki sem þeir standa, um skort á samráði á líðandi kjörtímabili. Þetta hefur hún gert reglulega á síðustu vikum, ekki síst í hinum ýmsu kappræðum í fjölmiðlum. Það er vissulega rétt hjá henni að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur ekki haft samráð við bæjarbúa í forgangi, við Píratar erum hjartanlega sammála henni um það. Hins vegar teljum við fjarri sannleikanum að það eigi við um alla bæjarfulltrúa. Þvert á móti. Ég sem fulltrúi Pírata í bæjarstjórn hef litið á það sem eina helstu starfsskyldu mína að svara öllum fyrirspurnum frá bæjarbúum; hvort sem það er í síma, tölvupósti eða á förnum vegi. Þetta getur bæði oddviti og aðrir úr hópi Vina Kópavogs vottað sjálf, enda höfum við átt í reglulegum samskiptum á þessu kjörtímabili. Ég hef alltaf haft samráð í öndvegi, borið áhyggjur Kópavogsbúa inn á fundi bæjarstjórnar sem og nefnda og ráða á vegum hennar, og haft þær að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku á síðustu árum. Meira samráð, fleiri Pírata Ég er ekki að segja þetta til að slá mig til riddara. Ég er einfaldlega að lýsa því hvernig við Píratar vinnum. Píratar eru með skýra grunnstefnu sem er kjarninn í öllum okkar störfum. Þar segir meðal annars: Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. Með öðrum orðum: Samráð við íbúa er eitt helsta leiðarstef Pírata. Við teljum samráð vera farsælustu aðferðina til að leiða erfið mál til lykta. Með samráði fáum við fram ólík sjónarmið og heyrum ólíkar áhyggjur fólks, sem svo hjálpar okkur að taka upplýsta og góða ákvörðun. Bæjarstjórnarfulltrúar vita ekki alltaf best eða eru með öll svörin í öllum málum. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að leita sér þekkingar, heyra raddir íbúa og kynnast því hvernig ákvarðanir bæjarstjórnar hafa áhrif á daglegt líf fólks. Við Píratar erum því fullkomlega sammála Vinum Kópavogs um að samráð sé mikilvægt, enda höfum við barist fyrir auknu samráði um árabil. Aukið lýðræði og valddreifing eru okkar ær og kýr. Þess vegna viljum við t.d. koma á fót hverfisráðum í öllum hverfum Kópavogs - einmitt til að auka samráðið og auðvelda íbúum að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, sem og koma á fót embætti umboðsmanns bæjarbúa sem bjóði upp á öfluga og aðgengilega ráðgjafarþjónustu fyrir almenning. Fyrir mér er þetta því ekki flókið val. Ef við viljum meira samráð þurfum við fleiri Pírata í bæjarstjórn. Það getur orðið að veruleika - en til þess þarf að setja X við P í kosningunum á laugardag. Höfundur er oddviti Pírata í Kópavogi og skipar fyrsta sæti á lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun