Flokkadráttur skaðar lýðræðið Arnar Þór Jónsson skrifar 13. maí 2022 10:10 „Markmið áróðursmeistarans er að láta einn flokk manna gleyma því að fólk í öðrum flokkum sé mennskt.“ Ofangreind tilvitnun er höfð eftir Aldous Huxley (1894-1963), höfund bókanna Brave New World (1932) og Brave New World Revisited (1958). Í síðarnefnda ritinu segir Huxley að einræðisherrar fyrri tíðar hafi fallið af stalli þar sem þeir hafi „aldrei getað séð þegnunum fyrir nægilega miklu brauði, fjölleikasýningum, kraftaverkum og leyndardómum“. Þeir hafi heldur ekki ráðið yfir nægilega skilvirku kerfi til að stýra hugsunum fólks. Huxley setti fram þann spádóm að undir vísindalegu gerræði yrði menntakerfinu beitt í þágu valdsins. Slíkt uppeldi tryggði að flestum dytti aldrei í hug að rísa gegn ríkjandi stjórnvöldum. Á þessum grunni taldi Huxley ekkert benda til þess að vísindalegri harðstjórn yrði nokkru sinni velt af stalli: Óspennandi sannleika mætti alltaf fela með spennandi lygi. Við lifum nú á tímum þegar hrollvekjandi vísindaskáldskapur Huxleys færist stöðugt nær raunveruleikanum: Eftirlitsstofnanir og tæknirisar seilast sífellt lengra inn í einkalíf almennings; heilnæm einstaklingshyggja og heilbrigð skynsemi víkur fyrir kröfum um kæfandi hlýðni og þegjandi undirgefni; borgaralegt frelsi á í vök að verjast gagnvart hvers kyns ofríki. Í slíku umhverfi er þess jafnvel krafist að vikið sé frá grundvallarskilyrðum réttarríkisins um það að allir séu jafnir fyrir lögunum. Áróðursvélarnar mala daglangt og árlangt í þágu þeirra sem gera tilkall til áhrifa og valda. En hverjir knýja þessar vélar áfram? Einn háskalegasti maður 20. aldar, Edward Bernays (1891-1995), sagði að þeir sem það gerðu væru í raun hinir „ósýnilegu valdhafar“ og hin „sanna valdastétt“. Ef við viljum geta greint rétt frá röngu, sannleik frá lygi, þá getum við ekki leyft okkur að aftengja eigin dómgreind. Við þurfum að geta séð það sem er satt, ekki bara það sem er þægilegt. Sem hugsandi, kjósandi, ábyrgar siðferðisverur getum við m.ö.o. ekki byggt heimsmynd okkar á áróðri. Til að fræðast nánar um fyrirbærið áróður og allan þann háska sem af því stafar, gefst okkur tækifæri til að sækja fyrirlestur prófessors Mark Crispin Miller nk. laugardag í Hörpu, kl. 13.00. Við þurfum ekki að vera sammála, en við getum hlustað með opnum huga og nýtt reynslu hans til að skerpa á eigin athygli, hugsun og dómgreind. Á þeim grunni getum við nýtt kosningaréttinn á ábyrgan, fordómalausan og upplýstan hátt. Það er réttur okkar og skylda gagnvart lýðræðinu. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
„Markmið áróðursmeistarans er að láta einn flokk manna gleyma því að fólk í öðrum flokkum sé mennskt.“ Ofangreind tilvitnun er höfð eftir Aldous Huxley (1894-1963), höfund bókanna Brave New World (1932) og Brave New World Revisited (1958). Í síðarnefnda ritinu segir Huxley að einræðisherrar fyrri tíðar hafi fallið af stalli þar sem þeir hafi „aldrei getað séð þegnunum fyrir nægilega miklu brauði, fjölleikasýningum, kraftaverkum og leyndardómum“. Þeir hafi heldur ekki ráðið yfir nægilega skilvirku kerfi til að stýra hugsunum fólks. Huxley setti fram þann spádóm að undir vísindalegu gerræði yrði menntakerfinu beitt í þágu valdsins. Slíkt uppeldi tryggði að flestum dytti aldrei í hug að rísa gegn ríkjandi stjórnvöldum. Á þessum grunni taldi Huxley ekkert benda til þess að vísindalegri harðstjórn yrði nokkru sinni velt af stalli: Óspennandi sannleika mætti alltaf fela með spennandi lygi. Við lifum nú á tímum þegar hrollvekjandi vísindaskáldskapur Huxleys færist stöðugt nær raunveruleikanum: Eftirlitsstofnanir og tæknirisar seilast sífellt lengra inn í einkalíf almennings; heilnæm einstaklingshyggja og heilbrigð skynsemi víkur fyrir kröfum um kæfandi hlýðni og þegjandi undirgefni; borgaralegt frelsi á í vök að verjast gagnvart hvers kyns ofríki. Í slíku umhverfi er þess jafnvel krafist að vikið sé frá grundvallarskilyrðum réttarríkisins um það að allir séu jafnir fyrir lögunum. Áróðursvélarnar mala daglangt og árlangt í þágu þeirra sem gera tilkall til áhrifa og valda. En hverjir knýja þessar vélar áfram? Einn háskalegasti maður 20. aldar, Edward Bernays (1891-1995), sagði að þeir sem það gerðu væru í raun hinir „ósýnilegu valdhafar“ og hin „sanna valdastétt“. Ef við viljum geta greint rétt frá röngu, sannleik frá lygi, þá getum við ekki leyft okkur að aftengja eigin dómgreind. Við þurfum að geta séð það sem er satt, ekki bara það sem er þægilegt. Sem hugsandi, kjósandi, ábyrgar siðferðisverur getum við m.ö.o. ekki byggt heimsmynd okkar á áróðri. Til að fræðast nánar um fyrirbærið áróður og allan þann háska sem af því stafar, gefst okkur tækifæri til að sækja fyrirlestur prófessors Mark Crispin Miller nk. laugardag í Hörpu, kl. 13.00. Við þurfum ekki að vera sammála, en við getum hlustað með opnum huga og nýtt reynslu hans til að skerpa á eigin athygli, hugsun og dómgreind. Á þeim grunni getum við nýtt kosningaréttinn á ábyrgan, fordómalausan og upplýstan hátt. Það er réttur okkar og skylda gagnvart lýðræðinu. Höfundur er lögmaður.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun