Flokkur fólksins setur Sundabraut í forgang Eyjólfur Ármannsson skrifar 13. maí 2022 11:31 Flokkur fólksins styður uppbyggingu á fjölbreyttra samgönguleiða og virðir þá staðreynd að langflestir Reykvíkingar ferðast með bílum. Taka verður á óþolandi töfum í umferðinni og skipulag má ekki þrengja um of að bílaumferð. Sundabraut er eitt af forgangsmálum flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík og framkvæmdir verða að hefjast sem allra fyrst. Borgarstjóri og endalausar tafir Gerð Sundabrautar hefur tafist allt of lengi. Hún hefur verið á teikniborðinu í áratugi og hefur ítrekað verið til umræðu í aðdraganda borgarstjórnarkosninga sem mikilvæg framkvæmd fyrir Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. Undir stjórn núverandi meirihluta hefur verið holur hljómur í atfylgi borgarstjórnar við Sundabraut. Ástæða er til að óttast að um sé að ræða sýndarstuðning og að vísvitandi tafir tengist aðför borgarstjórnarmeirihlutans að bílnotendum. Undarleg stefna það í samgöngumálum og nokkuð sem borgarbúar upplifa daglega í umferðinni, sitjandi drjúga dagstund í bílalestum til og frá vinnu. Sundabraut var fyrst sett fram árið 1975 og kom fyrst inn á aðalskipulag Reykjavíkur árið 1984, en vegna flokkspólitískra deilna í Reykjavík var verkefninu sífellt frestað. Upphafleg lega Sundabrautar var útilokuð með skipulagsbreytingum er land við Gelgjutanga var nýtt undir íbúðauppbyggingu. Það var mjög miður, enda snertir framkvæmdin ekki aðeins hagsmuni borgarbúa, heldur allra landsmanna. Borgarstjórinn í Reykjavík hefur komist alltof lengi upp með að taka ekki ákvörðun hvort Reykjavíkurborg vilji að reist verði Sundabrú eða lögð Sundagöng. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það þrátt fyrir alla umræðuna og skýrslurnar. Lágmark er væri ef borgarstjóri svaraði því fyrir borgarstjórnarkosningarnar hvor hann vilji Sundabrú eða Sundagöng eða hvort hann sé bara að þykjast enn einu sinni. Sundabraut skiptir miklu fyrir íbúa Reykjavíkur Sundabraut myndi auðvelda mjög daglegar samgöngur í Árbæ, Grafarvogi, Grafarholti og Mosfellsbæ og gera umferð um Vesturlandsveg úr þessum hverfum mun greiðfærari. Á þessu svæði búa tugir þúsunda og ferðast flestir daglega um Vesturlandsveg. Lagning Sundabrautar er ekki einkamál Reykjavíkurborgar og varðar hagsmuni íbúa landsbyggðarinnar miklu. Sundabraut myndi stytta svo um munar aksturtíma á milli norðvesturhluta landsins og höfuðborgarinnar. Sundabraut er eðlilegt framhald Hvalfjarðarganga og hefði mikil áhrif á tengingu Vesturlands við höfuðborgarsvæðið. Sundabraut myndi til dæmis styrkja verulega stöðu Akraness sem hluta af atvinnusvæði höfuðborgarinnar. Þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin Sundabraut er þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin sem völ er á í dag. Sundabraut styttir akstur til höfuðborgarinnar líklega um hálftíma. Ef 6.000 manns ækju Sundabraut á dag sparaði það 3.000 vinnustundir á dag, sem er gríðarlegur sparnaður. Nýjasta skýrslan, félagshagfræðigreining, sýnir að Sundabraut muni fela í sér 186-238 milljarða króna ábata fyrir samfélagið eftir útfærslu Sundabrautar með Sundabrú eða jarðgöngum. Mestur ábati felst í minni akstri, útblæstri og mengun og styttri ferðatíma vegfarenda vegna styttri leiða til og frá höfuðborgarsvæðinu. Heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu gæti minnkað um 150 þús. km á hverjum sólarhring við opnun Sundabrautar. Vegagerðin áætlar að Sundabraut myndi draga úr akstri um sem nemur 60 milljónum kílómetra árlega. Styttri ferðatími skilar þjóðarbúinu verulegum ábata. Sundabraut eykur einnig öryggi. Ef hamfarir eiga sér stað þurfa íbúar á höfuðborgarsvæðinu að eiga greiða leið út úr borginni. Mikilvægt er að flóttaleiðir frá höfuðborgarsvæðinu séu nógu margar, og greiðfærar. Sundabraut dregur úr mengun með styttri ferðatíma og minni útblæstri bifreiða og yrði til mikilla bóta í loftslagsmálum. Vegagerðinni metur innri vexti framkvæmdarinnar 10–12%. Til samanburðar er almennt talið að verkefni séu fýsileg ef innri vextir eru yfir 3,5%. Sundabraut er því þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin sem völ er á. Sundabrú mun hagkvæmari en Sundagögn Í maí 2020 skipaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra starfshóp til greiningar á valkostum við þverun Kleppsvíkur. Niðurstöðurnar eru skýrar. Sundabrú er mun hagkvæmari valkostur en Sundagöng. Sundabrú er um 14 milljörðum kr. ódýrari í framkvæmd en Sundagöng. Heildarkostnaður við Sundabraut frá Sæbraut að Kjalarnesi með Sundabrú yfir Kleppsvík yrði um 69 milljarðar kr. en með Sundagöngum um 83 milljarðar kr. Umferð yrði 20% minni um Sundagöng en Sundabrú. Báðir valkostir voru metnir með tilliti til áhrifa á hafnarstarfsemi en hvorugur var talinn líklegur til að raska hafnarstarfsemi verulega. Komið er að ákvörðunartöku um Sundabrú eða Sundagöng. Reykjavíkurborg virðist á móti byggingu Sundabrúar og hefur árum saman að tafið málið. Ákvörðun um Sundabrú eða Sundagöng? Ef Sundabraut á einhvern tímann að komast á framkvæmdastig verður að taka ákvörðun um hvort Sundabraut verði Sundabrú eða Sundagöng. Þrátt fyrir ótrúlegar tafir á gerð Sundabrautar, sem skrifast á borgarstjórn, er þetta ákvörðun sem ríkisvaldið verður að taka á endanum, eitt eða í samráð við borgarstjórn. Flokkur fólksins hefur á Alþingi lagt fram tillögu til þingsályktunar um að Alþingi álykti að feli innviðaráðherra að beita sér fyrir því að öllum undirbúningi við gerð Sundabrautar, með brú milli Kleppsvíkur og Gufuness, verði hraðað eftir fremsta megni og framkvæmdir hafnar hið fyrsta og eigi síðar en fyrir árslok 2023. Framkvæmdum verði lokið fyrir árslok 2027 eða fyrr. Lagning Sundabrautar verði forgangsverkefni í samgöngubótum í landinu. Gríðarlega mikilvægt er að Reykjavíkurborg taki af skarið um byggingu Sundabrúar og flýti allri skipulagsvinnu við Sundabrú svo að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Ekki er hægt að undirbúa þessa mikilvægu samgönguframkvæmd ef ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvort Sundabraut verði Sundabrú eða Sundagöng. Til að svo megi verða er mikilvægt að kjósa Flokk fólksins til borgarstjórnar á laugardag. Kjósum xF á kjördag. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Sundabraut Samgöngur Flokkur fólksins Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins styður uppbyggingu á fjölbreyttra samgönguleiða og virðir þá staðreynd að langflestir Reykvíkingar ferðast með bílum. Taka verður á óþolandi töfum í umferðinni og skipulag má ekki þrengja um of að bílaumferð. Sundabraut er eitt af forgangsmálum flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík og framkvæmdir verða að hefjast sem allra fyrst. Borgarstjóri og endalausar tafir Gerð Sundabrautar hefur tafist allt of lengi. Hún hefur verið á teikniborðinu í áratugi og hefur ítrekað verið til umræðu í aðdraganda borgarstjórnarkosninga sem mikilvæg framkvæmd fyrir Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. Undir stjórn núverandi meirihluta hefur verið holur hljómur í atfylgi borgarstjórnar við Sundabraut. Ástæða er til að óttast að um sé að ræða sýndarstuðning og að vísvitandi tafir tengist aðför borgarstjórnarmeirihlutans að bílnotendum. Undarleg stefna það í samgöngumálum og nokkuð sem borgarbúar upplifa daglega í umferðinni, sitjandi drjúga dagstund í bílalestum til og frá vinnu. Sundabraut var fyrst sett fram árið 1975 og kom fyrst inn á aðalskipulag Reykjavíkur árið 1984, en vegna flokkspólitískra deilna í Reykjavík var verkefninu sífellt frestað. Upphafleg lega Sundabrautar var útilokuð með skipulagsbreytingum er land við Gelgjutanga var nýtt undir íbúðauppbyggingu. Það var mjög miður, enda snertir framkvæmdin ekki aðeins hagsmuni borgarbúa, heldur allra landsmanna. Borgarstjórinn í Reykjavík hefur komist alltof lengi upp með að taka ekki ákvörðun hvort Reykjavíkurborg vilji að reist verði Sundabrú eða lögð Sundagöng. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það þrátt fyrir alla umræðuna og skýrslurnar. Lágmark er væri ef borgarstjóri svaraði því fyrir borgarstjórnarkosningarnar hvor hann vilji Sundabrú eða Sundagöng eða hvort hann sé bara að þykjast enn einu sinni. Sundabraut skiptir miklu fyrir íbúa Reykjavíkur Sundabraut myndi auðvelda mjög daglegar samgöngur í Árbæ, Grafarvogi, Grafarholti og Mosfellsbæ og gera umferð um Vesturlandsveg úr þessum hverfum mun greiðfærari. Á þessu svæði búa tugir þúsunda og ferðast flestir daglega um Vesturlandsveg. Lagning Sundabrautar er ekki einkamál Reykjavíkurborgar og varðar hagsmuni íbúa landsbyggðarinnar miklu. Sundabraut myndi stytta svo um munar aksturtíma á milli norðvesturhluta landsins og höfuðborgarinnar. Sundabraut er eðlilegt framhald Hvalfjarðarganga og hefði mikil áhrif á tengingu Vesturlands við höfuðborgarsvæðið. Sundabraut myndi til dæmis styrkja verulega stöðu Akraness sem hluta af atvinnusvæði höfuðborgarinnar. Þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin Sundabraut er þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin sem völ er á í dag. Sundabraut styttir akstur til höfuðborgarinnar líklega um hálftíma. Ef 6.000 manns ækju Sundabraut á dag sparaði það 3.000 vinnustundir á dag, sem er gríðarlegur sparnaður. Nýjasta skýrslan, félagshagfræðigreining, sýnir að Sundabraut muni fela í sér 186-238 milljarða króna ábata fyrir samfélagið eftir útfærslu Sundabrautar með Sundabrú eða jarðgöngum. Mestur ábati felst í minni akstri, útblæstri og mengun og styttri ferðatíma vegfarenda vegna styttri leiða til og frá höfuðborgarsvæðinu. Heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu gæti minnkað um 150 þús. km á hverjum sólarhring við opnun Sundabrautar. Vegagerðin áætlar að Sundabraut myndi draga úr akstri um sem nemur 60 milljónum kílómetra árlega. Styttri ferðatími skilar þjóðarbúinu verulegum ábata. Sundabraut eykur einnig öryggi. Ef hamfarir eiga sér stað þurfa íbúar á höfuðborgarsvæðinu að eiga greiða leið út úr borginni. Mikilvægt er að flóttaleiðir frá höfuðborgarsvæðinu séu nógu margar, og greiðfærar. Sundabraut dregur úr mengun með styttri ferðatíma og minni útblæstri bifreiða og yrði til mikilla bóta í loftslagsmálum. Vegagerðinni metur innri vexti framkvæmdarinnar 10–12%. Til samanburðar er almennt talið að verkefni séu fýsileg ef innri vextir eru yfir 3,5%. Sundabraut er því þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin sem völ er á. Sundabrú mun hagkvæmari en Sundagögn Í maí 2020 skipaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra starfshóp til greiningar á valkostum við þverun Kleppsvíkur. Niðurstöðurnar eru skýrar. Sundabrú er mun hagkvæmari valkostur en Sundagöng. Sundabrú er um 14 milljörðum kr. ódýrari í framkvæmd en Sundagöng. Heildarkostnaður við Sundabraut frá Sæbraut að Kjalarnesi með Sundabrú yfir Kleppsvík yrði um 69 milljarðar kr. en með Sundagöngum um 83 milljarðar kr. Umferð yrði 20% minni um Sundagöng en Sundabrú. Báðir valkostir voru metnir með tilliti til áhrifa á hafnarstarfsemi en hvorugur var talinn líklegur til að raska hafnarstarfsemi verulega. Komið er að ákvörðunartöku um Sundabrú eða Sundagöng. Reykjavíkurborg virðist á móti byggingu Sundabrúar og hefur árum saman að tafið málið. Ákvörðun um Sundabrú eða Sundagöng? Ef Sundabraut á einhvern tímann að komast á framkvæmdastig verður að taka ákvörðun um hvort Sundabraut verði Sundabrú eða Sundagöng. Þrátt fyrir ótrúlegar tafir á gerð Sundabrautar, sem skrifast á borgarstjórn, er þetta ákvörðun sem ríkisvaldið verður að taka á endanum, eitt eða í samráð við borgarstjórn. Flokkur fólksins hefur á Alþingi lagt fram tillögu til þingsályktunar um að Alþingi álykti að feli innviðaráðherra að beita sér fyrir því að öllum undirbúningi við gerð Sundabrautar, með brú milli Kleppsvíkur og Gufuness, verði hraðað eftir fremsta megni og framkvæmdir hafnar hið fyrsta og eigi síðar en fyrir árslok 2023. Framkvæmdum verði lokið fyrir árslok 2027 eða fyrr. Lagning Sundabrautar verði forgangsverkefni í samgöngubótum í landinu. Gríðarlega mikilvægt er að Reykjavíkurborg taki af skarið um byggingu Sundabrúar og flýti allri skipulagsvinnu við Sundabrú svo að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Ekki er hægt að undirbúa þessa mikilvægu samgönguframkvæmd ef ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvort Sundabraut verði Sundabrú eða Sundagöng. Til að svo megi verða er mikilvægt að kjósa Flokk fólksins til borgarstjórnar á laugardag. Kjósum xF á kjördag. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun