Stórfellt svindl með ávexti og grænmeti Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. maí 2022 07:00 Frá matarmarkaði í Cartagena. Vísir/Jóhann Hlíðar Fleiri tonnum af ávöxtum og grænmeti er smyglað ár hvert til Spánar frá ríkjum Norður-Afríku og þau síðan seld sem spænskar afurðir. Ríkisstjórnin ætlar að skera upp herör gegn þessu umfangsmikla svindli. Spánn er langstærsti framleiðandi ávaxta og grænmetis í Evrópu. Ríki Evrópusambandsins rækta tæp 100 milljónir tonna af ávöxtum og grænmeti á ári hverju og fjórðungur þess kemur frá Spáni. Það kann því að koma mörgum á óvart að í þeirri miklu matarkistu sem Andalúsía á Suður-Spáni er, viðgengst stórfellt svindl með ávexti og grænmeti. Grænmeti frá Norður-Afríku blandað við það spænska Fleiri tonn af tómötum, appelsínum, paprikum eru flutt inn til Spánar í skjóli nætur frá Marrokkó, Egyptalandi og Tyrklandi. Afurðirnar eru teknar úr upprunapakkningunum og síðan merktar á ný sem spænsk framleiðsla eða þeim er hreinlega blandað saman við spænska framleiðslu. Svindlið hleypur á milljónum evra og nú hefur spænska þingið ákveðið að grípa í taumana. Ríkisstjórn sósíaldemókrata hyggst veita sjálfsstjórnarhéruðunum auknar valdheimildir til að spyrna við þessum vörusvikum. Það er mikið í húfi, bæði innanlandsframleiðsla og það sem er ekki síður mikilvægt, hið góða orðspor sem fer af spænskum ávöxtum og grænmeti. Í hinum innfluttu matvælum finnast oft leifar af áburði og öðrum efnum sem eru bönnuð innan Evrópusambandsins. Matarmarkaðurinn í Cartagena.Vísir/Jóhann Hlíðar Sex sinnum ódýrara að rækta grænmeti í Norður-Afríku Hvati bændanna er hins vegar mikill þegar kemur að peningum. Sem dæmi má nefna að það kostar andvirði 8 íslenskra króna að framleiða kíló af tómötum í Marokkó, en á Spáni kostar það um 50 krónur. Samkeppnin er því erfið og grjóthörð. Á síðustu tveimur árum hafa eftirlitsmenn framkvæmt 838 stikkprufur og sektað þá sem hafa orðið uppvísir að svindli um alls 448.000 evrur, andvirði 63 milljóna íslenskra króna. En hvernig áttu að geta haldið uppi skilvirku eftirliti með nokkrum eftirlitsmönnum þegar þúsundir vöruflutningabíla aka landshorna á milli á hverri einustu nóttu? Talsmaður ávaxta- og grænmetisbænda, Andrés Góngora, segir í samtali við spænska dagblaðið El País, að menn leggi ekki einu sinni mikið á sig til að fela svindlið. Á hverjum einasta degi megi sjá þúsundir pakkninga frá ríkjum Norður-Afríku á sorphirðustöðum í Andalúsíu. Og annar talsmaður ræktenda segir í samtali við sama blað, að viðurlögin séu svo væg, að þó þú sért staðinn að verki, þá borgar sig að greiða sektina og halda áfram að svindla. Spánn Matur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Spánn er langstærsti framleiðandi ávaxta og grænmetis í Evrópu. Ríki Evrópusambandsins rækta tæp 100 milljónir tonna af ávöxtum og grænmeti á ári hverju og fjórðungur þess kemur frá Spáni. Það kann því að koma mörgum á óvart að í þeirri miklu matarkistu sem Andalúsía á Suður-Spáni er, viðgengst stórfellt svindl með ávexti og grænmeti. Grænmeti frá Norður-Afríku blandað við það spænska Fleiri tonn af tómötum, appelsínum, paprikum eru flutt inn til Spánar í skjóli nætur frá Marrokkó, Egyptalandi og Tyrklandi. Afurðirnar eru teknar úr upprunapakkningunum og síðan merktar á ný sem spænsk framleiðsla eða þeim er hreinlega blandað saman við spænska framleiðslu. Svindlið hleypur á milljónum evra og nú hefur spænska þingið ákveðið að grípa í taumana. Ríkisstjórn sósíaldemókrata hyggst veita sjálfsstjórnarhéruðunum auknar valdheimildir til að spyrna við þessum vörusvikum. Það er mikið í húfi, bæði innanlandsframleiðsla og það sem er ekki síður mikilvægt, hið góða orðspor sem fer af spænskum ávöxtum og grænmeti. Í hinum innfluttu matvælum finnast oft leifar af áburði og öðrum efnum sem eru bönnuð innan Evrópusambandsins. Matarmarkaðurinn í Cartagena.Vísir/Jóhann Hlíðar Sex sinnum ódýrara að rækta grænmeti í Norður-Afríku Hvati bændanna er hins vegar mikill þegar kemur að peningum. Sem dæmi má nefna að það kostar andvirði 8 íslenskra króna að framleiða kíló af tómötum í Marokkó, en á Spáni kostar það um 50 krónur. Samkeppnin er því erfið og grjóthörð. Á síðustu tveimur árum hafa eftirlitsmenn framkvæmt 838 stikkprufur og sektað þá sem hafa orðið uppvísir að svindli um alls 448.000 evrur, andvirði 63 milljóna íslenskra króna. En hvernig áttu að geta haldið uppi skilvirku eftirliti með nokkrum eftirlitsmönnum þegar þúsundir vöruflutningabíla aka landshorna á milli á hverri einustu nóttu? Talsmaður ávaxta- og grænmetisbænda, Andrés Góngora, segir í samtali við spænska dagblaðið El País, að menn leggi ekki einu sinni mikið á sig til að fela svindlið. Á hverjum einasta degi megi sjá þúsundir pakkninga frá ríkjum Norður-Afríku á sorphirðustöðum í Andalúsíu. Og annar talsmaður ræktenda segir í samtali við sama blað, að viðurlögin séu svo væg, að þó þú sért staðinn að verki, þá borgar sig að greiða sektina og halda áfram að svindla.
Spánn Matur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira