Undarlegt að hafa ekki heyrt frá Degi Árni Sæberg skrifar 16. maí 2022 19:24 Sanna Magdalena Mörtudóttir er oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík telur mikilvægt að félagshyggjustjórn taki við í borginni og að undarlegt sé að borgarstjóri hafi ekki hringt í sig. „Ég vil fara í meirihluta og mér finnst alveg eðlilegt að ræða hvort að þessi meirihluti geti orðið að meirihluta. Það þarf að vera vinstrimeirihluti, þá þarf náttúrulega að vera samtal áður en þetta getur orðið að meirihluta. Og það þarf alveg að vera skýrt að það sé byggt á þessum þáttum sem borgarbúar voru að kalla eftir, að það væri áhersla á að styrkja félagslega innviði borgarinnar,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, í samtali við Vísi. Oddvitar sitjandi meirihluta, utan oddvita Vinstri Grænna, hafa ákveðið að halda saman í myndun nýs meirihluta. Það bíður upp á þrettán manna meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknarflokks, sem kæmi nýr inn í meirihlutasamstarfið. Sanna Magdalena telur að eðlilegra væri að Sósíalistar leystu Viðreisn af í meirihluta og félagshyggjustjórn frá miðju til vinstri yrði mynduð. „Viðreisn hefur gefið út að þau séu með hægriáherslur og við Sósíalistar tölum náttúrulega fyrir sósíalískum áherslum og félagslegri uppbyggingu. Við viljum tala við flokka sem leggja áherslu á þessa félagshyggju. Samfylking og Sósíalistar eigi svipaðar rætur Sanna segir að hún hafi ekki hafið samtal við neinn af oddvitum þeirra flokka sem hana langar að mynda meirihluta með. Hún ætli að sjá hvernig kvöldið fer og meta stöðuna á morgun áður en hún tekur upp tólið og hringir í þá. „Ég verð að viðurkenna það að mér finnst alveg sérstakt að hafa ekki heyrt í einhverjum frá Samfylkingu. Ef við skoðum rót flokkanna, Samfylkingar og Sósíalista, þá erum við svona systurflokkar. Ég hefði haldið að það væri grundvöllur fyrir því að ræða saman og leita til okkar frekar en Viðreisnar,“ segir Sanna. Þyrfti skýra sýn frá Einari Aðspurð hvort Sósíalistum huggnist samstarf með Framsóknarflokki, með Einar Þorsteinsson í broddi fylkingar, segir Sanna að hún geti vel hugsað sér það ef málefni Framsóknar komi skýrt fram. „Ég þyrfti náttúrulega að fá mjög skýrt fram hvað hann stendur fyrir og hans flokkur. Og málefnin og hvaða málefnum þau væru til í að vinna. Það þarf að vera mjög skýrt hvað við gætum sammælst um,“ segir hún. Hún segir að mikilvægt sé að borgarstjórn einblíni á málefnin og að nauðsyn sé á breytingu í stefnu hennar í átt að félagshyggju. Leitt að sjá á eftir Vinstri grænum Líf Magneudóttir, oddviti og eini borgarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna, gaf það út í gær að hún myndi ekki taka þátt í myndun meirihluta í borgarstjórn. Þetta segir Sanna ekki góð tíðindi. „Ég myndi mjög vilja hafa VG með í stjórn, við erum náttúrulega með mjög svipaðar áherslur í uppbyggingu húsnæðis á félagslegum grunni. Það væri mjög ánægjlegt ef við gætum unnið saman að því að búa til vinstri áherslur, svona frá miðju í átt að vinstri. Það er eitthvað sem ég vil gera, ég vil vera í borgarstjórn í meirihluta,“ segir hún. Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira
„Ég vil fara í meirihluta og mér finnst alveg eðlilegt að ræða hvort að þessi meirihluti geti orðið að meirihluta. Það þarf að vera vinstrimeirihluti, þá þarf náttúrulega að vera samtal áður en þetta getur orðið að meirihluta. Og það þarf alveg að vera skýrt að það sé byggt á þessum þáttum sem borgarbúar voru að kalla eftir, að það væri áhersla á að styrkja félagslega innviði borgarinnar,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, í samtali við Vísi. Oddvitar sitjandi meirihluta, utan oddvita Vinstri Grænna, hafa ákveðið að halda saman í myndun nýs meirihluta. Það bíður upp á þrettán manna meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknarflokks, sem kæmi nýr inn í meirihlutasamstarfið. Sanna Magdalena telur að eðlilegra væri að Sósíalistar leystu Viðreisn af í meirihluta og félagshyggjustjórn frá miðju til vinstri yrði mynduð. „Viðreisn hefur gefið út að þau séu með hægriáherslur og við Sósíalistar tölum náttúrulega fyrir sósíalískum áherslum og félagslegri uppbyggingu. Við viljum tala við flokka sem leggja áherslu á þessa félagshyggju. Samfylking og Sósíalistar eigi svipaðar rætur Sanna segir að hún hafi ekki hafið samtal við neinn af oddvitum þeirra flokka sem hana langar að mynda meirihluta með. Hún ætli að sjá hvernig kvöldið fer og meta stöðuna á morgun áður en hún tekur upp tólið og hringir í þá. „Ég verð að viðurkenna það að mér finnst alveg sérstakt að hafa ekki heyrt í einhverjum frá Samfylkingu. Ef við skoðum rót flokkanna, Samfylkingar og Sósíalista, þá erum við svona systurflokkar. Ég hefði haldið að það væri grundvöllur fyrir því að ræða saman og leita til okkar frekar en Viðreisnar,“ segir Sanna. Þyrfti skýra sýn frá Einari Aðspurð hvort Sósíalistum huggnist samstarf með Framsóknarflokki, með Einar Þorsteinsson í broddi fylkingar, segir Sanna að hún geti vel hugsað sér það ef málefni Framsóknar komi skýrt fram. „Ég þyrfti náttúrulega að fá mjög skýrt fram hvað hann stendur fyrir og hans flokkur. Og málefnin og hvaða málefnum þau væru til í að vinna. Það þarf að vera mjög skýrt hvað við gætum sammælst um,“ segir hún. Hún segir að mikilvægt sé að borgarstjórn einblíni á málefnin og að nauðsyn sé á breytingu í stefnu hennar í átt að félagshyggju. Leitt að sjá á eftir Vinstri grænum Líf Magneudóttir, oddviti og eini borgarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna, gaf það út í gær að hún myndi ekki taka þátt í myndun meirihluta í borgarstjórn. Þetta segir Sanna ekki góð tíðindi. „Ég myndi mjög vilja hafa VG með í stjórn, við erum náttúrulega með mjög svipaðar áherslur í uppbyggingu húsnæðis á félagslegum grunni. Það væri mjög ánægjlegt ef við gætum unnið saman að því að búa til vinstri áherslur, svona frá miðju í átt að vinstri. Það er eitthvað sem ég vil gera, ég vil vera í borgarstjórn í meirihluta,“ segir hún.
Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira