Veður

Nýtt hitamet slegið á Egils­stöðum

Lovísa Arnardóttir skrifar
Það er mikil veðurblíða á Egilsstöðum í dag. Myndin er tekin á tjaldsvæðinu í morgun.
Það er mikil veðurblíða á Egilsstöðum í dag. Myndin er tekin á tjaldsvæðinu í morgun. Aðsend

Nýtt landshitamet í maímánuði var slegið á Egilsstaðaflugvelli í dag þar sem hiti mældist 25,8°C fyrr í dag. Hitametið var áður 25,6°C og var sett á Vopnafirði þann 26.maí 1992.

Fjallað er um hitametið í færslu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings á Facebook í dag. Þar fjallaði hann fyrst um að landshitametið í maí væri innan seilingar. Klukkan 13.25 uppfærði hann svo færsluna með þeim upplýsingum að hitametið hefði verið slegið.

Í gær mældist mest 24.2 stig á Egilsstaðaflugvelli og 23.6 stig á Hallormsstað. Fjallað var um þennan mikla hita í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar í dag. Þar kom fram að hitinn væri með þvi mesta sem megi búast við í maí.

Heiður Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum sagði frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að allt væri að fyllast á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum.

„Það er nú bara hægt og rólega búið að vera fjölga fólki hérna á tjaldsvæðinu alla vikuna og það er búið að vera alveg dásamlegt veður alla vikuna og stefnir í áframhald á því. Maður sér alveg að pöntunum á bókunarsíðunni hefur fjölgað töluvert og símhringingum og annað þannig það er greinilegt að margir hverjir að stefna austur í blíðuna hjá okkur.“


Tengdar fréttir

Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag

Í dag má búast við því að það verði suðaustan fimm til 13 metrar á sekúndu og skýjað með köflum. Það verður hvassast við suðvesturströndina, en víða léttskýjað síðdegis. Hiti verður á bilinu tíu til 18 stig, hlýjast norðaustantil.

Allt að tuttugu stiga hiti á Norðaustur­landi

Spáð er allt að tuttugu stiga hita norðaustanlands í hlýjum og þurrum sunnanáttum sem ganga yfir landið í dag. Ferðalangar á norðanverðu Snæfellsnesi og Vestfjörðum eru varaðir við allhvössum eða hvössum vindstrengjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×