Barcelona vann fyrri leik liðanna með fjögurra marka mun, 33-29, og því ljóst að útleikurinn yrði erfiður fyrir Teit og félaga.
Börsungar náðu þriggja marka forskoti snemma í leiknum, en gestirnir í Flensburg voru þó fljótir að vinna þann mun upp. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði hálfleiks og staðan var 10-10 þegar gengið var til búningsherbergja.
Enn var jafnræði með liðunum í síðari hálfleik, en heimamenn virtust þó skrefinu framar. Börsungar unnu að lokum þriggja marka sigur, 27-24, og eru því á leið í undanúrslit eftir samanlagðan sjö marka sigur, 60-53.
Teitur skoraði þrjú mörk fyrir gestina í kvöld, en markahæsti maður vallarins var Dika Mem með sex mörk fyrir Börsunga.