Í Kópavogi reyndi maður að stinga lögregluna af þegar hún ætlaði að stöðva för hans, en maðurinn hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum heldur reyndi að komast undan og hóf lögregla þá eftirför. Sú eftirför varð þó ekki löng því maðurinn ók fljótlega á annan bíl. Að því loknu reyndi hann að flýja á tveimur jafnfljótum en lögreglumenn hlupu hann uppi og handtóku. Maðurinn sýndi þó nokkra mótspyrnu, að sögn lögreglu og var hann settur í fangageymslu uns hægt verður að yfirheyra hann.
Annar af gestum fangelsisins var staðinn að verki við innbrot í fyrirtæki í austurborginni og annar var gómaður við húsleit í Kópavogi þar sem verið var að rækta kannabis.
Í miðborginni voru síðan tveir eftirlýstir aðilar handteknir og færðir á lögreglustöð. Reyndi annar þeirra að etja kappi við lögreglumenn í spretthlaupi, en varð að láta í minni pokann fyrir þrautþjálfuðum laganna vörðum.