Ísak og Hákon eru fæddir árið 2003 og voru báðir í byrjunarliði danska stórliðsins FCK þegar liðið mætti Álaborg í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í gær.
Þeir áttu stóran þátt í 3-0 sigri liðsins sem tryggði meistaratitilinn.
Að leik loknum voru þeir teknir í viðtal sem sjá má hér að neðan en báðir eru þeir á sínu fyrsta ári með aðalliði FCK; Ísak eftir að hafa verið keyptur fyrir háa fjárhæð frá sænska úrvalsdeildarliðinu Norrköping en Hákon eftir að hafa unnið sig upp í gegnum yngri lið FCK.
Auk þeirra tveggja eru Orri Steinn Óskarsson og Andri Fannar Baldursson á mála hjá FCK en sá síðarnefndi að láni frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Bologna.