Arnar Páll eftir fyrsta sigur KR í Bestu deildinni: „Skemmtilegast í heimi“ Sindri Már Fannarsson skrifar 23. maí 2022 22:11 Arnar Páll (t.h.) stýrði KR í kvöld. Með honum er Jóhannes Karl Sigursteinsson en hann hætti hjá félaginu á dögunum. Vísir/Hulda Margrét KR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Aftureldingu í 6. umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. Í gærkvöldi var tilkynnt að Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, hefði sagt upp störfum, Arnar Páll Garðarson, aðstoðarmaður Jóhannesar og Gunnar Einarsson, þjálfari í yngri flokkum KR myndu stýra liðinu næstu daga á meðan leit stæði yfir á nýjum þjálfara. Arnar Páll Garðarson, annar þjálfara KR, var himinlifandi með að vinna leikinn á lokamínútunum. „Það er bara skemmtilegast í heimi. Það er alveg gaman að vinna 4-0 og 5-0 líka en þetta eru held ég skemmtilegustu leikirnir. Sérstaklega þegar það er búið að ganga illa, þá er þetta eins sætt og það gerist,“ sagði Arnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. „Við vissum alveg að þetta yrði barátta og vesen og læti og ekki kannski flottasti fótbolti í heiminum. Líka bara miðað við hvað hefur gengið á undanfarið hjá liðinu þá var þetta bara akkúrat það sem við þurftum.“ Arnar heldur að KR-ingar hafi í raun skorað tvö mörk, en eftir um klukkutíma leik átti Marcella Barberic skot sem var varið en mögulegt er að boltinn hafi farið yfir línuna. „Ég meina, ef (Guðmunda Brynja) segir að þetta sé inni, hún sagði að þetta væri langt inni, þá trúi ég henni. Þannig að þetta hefði getað verið dýrkeypt, hefðum við ekki skorað þetta mark hérna í lokin. En svona er þetta bara.“ Arnar vildi ekki tjá sig ýtarlega um þjálfaramál í KR. „Ég er náttúrulega áfram sem þjálfari í KR og ég reikna svosem með því að ég verði bara áfram. Það kemur væntanlega einhver inn og það kemur bara í ljós hvernig því verður háttað, hvort við verðum tveir eða þrír eða fjórir, það kemur bara í ljós. En ég á von á því að það klárist í næstu viku eða þessari jafnvel.“ Háværir orðrómar eru um að Christopher Harrington, fyrrum aðstoðarþjálfari KR, sé að koma aftur að taka við liðinu en hann var staddur á leiknum með Jóhannesi Karli, fyrrum þjálfara KR. Arnar gat ekki tjáð sig um það. „Þú verður bara að hringja í Bjarna Guðjóns og krefja hann um einhver svör.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna KR Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Í gærkvöldi var tilkynnt að Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, hefði sagt upp störfum, Arnar Páll Garðarson, aðstoðarmaður Jóhannesar og Gunnar Einarsson, þjálfari í yngri flokkum KR myndu stýra liðinu næstu daga á meðan leit stæði yfir á nýjum þjálfara. Arnar Páll Garðarson, annar þjálfara KR, var himinlifandi með að vinna leikinn á lokamínútunum. „Það er bara skemmtilegast í heimi. Það er alveg gaman að vinna 4-0 og 5-0 líka en þetta eru held ég skemmtilegustu leikirnir. Sérstaklega þegar það er búið að ganga illa, þá er þetta eins sætt og það gerist,“ sagði Arnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. „Við vissum alveg að þetta yrði barátta og vesen og læti og ekki kannski flottasti fótbolti í heiminum. Líka bara miðað við hvað hefur gengið á undanfarið hjá liðinu þá var þetta bara akkúrat það sem við þurftum.“ Arnar heldur að KR-ingar hafi í raun skorað tvö mörk, en eftir um klukkutíma leik átti Marcella Barberic skot sem var varið en mögulegt er að boltinn hafi farið yfir línuna. „Ég meina, ef (Guðmunda Brynja) segir að þetta sé inni, hún sagði að þetta væri langt inni, þá trúi ég henni. Þannig að þetta hefði getað verið dýrkeypt, hefðum við ekki skorað þetta mark hérna í lokin. En svona er þetta bara.“ Arnar vildi ekki tjá sig ýtarlega um þjálfaramál í KR. „Ég er náttúrulega áfram sem þjálfari í KR og ég reikna svosem með því að ég verði bara áfram. Það kemur væntanlega einhver inn og það kemur bara í ljós hvernig því verður háttað, hvort við verðum tveir eða þrír eða fjórir, það kemur bara í ljós. En ég á von á því að það klárist í næstu viku eða þessari jafnvel.“ Háværir orðrómar eru um að Christopher Harrington, fyrrum aðstoðarþjálfari KR, sé að koma aftur að taka við liðinu en hann var staddur á leiknum með Jóhannesi Karli, fyrrum þjálfara KR. Arnar gat ekki tjáð sig um það. „Þú verður bara að hringja í Bjarna Guðjóns og krefja hann um einhver svör.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna KR Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira