„Allt liðið er á bak við Írisi og fjölskyldu hennar“ Atli Arason skrifar 23. maí 2022 23:15 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar. Diego Þróttur vann 1-2 útisigur í Keflavík í Bestu-deild kvenna í kvöld. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, sagði að sigurinn í kvöld væri fyrir Írisi Dögg Gunnarsdóttur, markvörð Þróttar, og fjölskyldu hennar en afi Írisar var borin til grafar fyrr í dag. „Dagurinn er búinn að vera erfiður fyrir okkur öll þar sem að afi Írisar var jarðsunginn í dag. Allt liðið er búið að styðja við bakið á henni í dag. Við sýndum mikinn karakter í leiknum og þetta var frábær liðsframmistaða,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, í viðtali við Vísi eftir leik. Sigurmark Þróttar kom á síðustu mínútu leiksins en það skoraði Freyja Karín Þorvarðardóttir. „Ég var glaður að sjá boltann í netinu en þetta var umfram allt frábært fyrir Freyju. Hún er búin að vera að leggja mikið á sig og var mjög dugleg þarna efst á vellinum í kvöld og vann sína vinnu vel. Þetta var alvöru skallamark en hún sýndi mikið hugrekki að fara upp í einvígi með markmann þeirra á fleygiferð á móti sér.“ „Þetta er mikill léttir því þetta var leikur sem við stjórnuðum. Ég vissi að við urðum að vera þolinmóðar með boltann en við gáfum þeim nokkrar skyndisóknir sem við gátum forðast,“ bætti Chamberlain við. „Þær voru ekki að valda okkur vandræðum en í markinu sem þær skora voru þær einmitt að bíða eftir að við myndum gera einhver mistök og þær nýttu sér mistökin okkar vel. Mjög mikill léttir að ná sigrinum samt því við vorum í stjórn allan leikinn.“ Með sigrinum er Þróttur komið á topp Bestu-deildarinnar en Chamberlain er lítið að spá í stöðuna í deildinni á þessari stundu. „Ég er ekki búinn að hugsa neitt út í það núna, ég er bara glaður að við náðum í sigur í kvöld. Allt liðið er á bak við Íris og fjölskyldu hennar og stiginn þrjú í dag eru fyrir þau,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
„Dagurinn er búinn að vera erfiður fyrir okkur öll þar sem að afi Írisar var jarðsunginn í dag. Allt liðið er búið að styðja við bakið á henni í dag. Við sýndum mikinn karakter í leiknum og þetta var frábær liðsframmistaða,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, í viðtali við Vísi eftir leik. Sigurmark Þróttar kom á síðustu mínútu leiksins en það skoraði Freyja Karín Þorvarðardóttir. „Ég var glaður að sjá boltann í netinu en þetta var umfram allt frábært fyrir Freyju. Hún er búin að vera að leggja mikið á sig og var mjög dugleg þarna efst á vellinum í kvöld og vann sína vinnu vel. Þetta var alvöru skallamark en hún sýndi mikið hugrekki að fara upp í einvígi með markmann þeirra á fleygiferð á móti sér.“ „Þetta er mikill léttir því þetta var leikur sem við stjórnuðum. Ég vissi að við urðum að vera þolinmóðar með boltann en við gáfum þeim nokkrar skyndisóknir sem við gátum forðast,“ bætti Chamberlain við. „Þær voru ekki að valda okkur vandræðum en í markinu sem þær skora voru þær einmitt að bíða eftir að við myndum gera einhver mistök og þær nýttu sér mistökin okkar vel. Mjög mikill léttir að ná sigrinum samt því við vorum í stjórn allan leikinn.“ Með sigrinum er Þróttur komið á topp Bestu-deildarinnar en Chamberlain er lítið að spá í stöðuna í deildinni á þessari stundu. „Ég er ekki búinn að hugsa neitt út í það núna, ég er bara glaður að við náðum í sigur í kvöld. Allt liðið er á bak við Íris og fjölskyldu hennar og stiginn þrjú í dag eru fyrir þau,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira