Umhverfisspjöll í Ísrael – Ný birtingarmynd hryðjuverka Finnur Th. Eiríksson skrifar 24. maí 2022 09:01 Í áranna rás hefur neikvæð umfjöllun um Ísraelsríki varpað skugga á þá staðreynd að Ísrael er eitt af tæknivæddustu og framsæknustu ríkjum heims. Ísrael lenti í sjöunda sæti á lista World Population Review yfir árangur ríkja í nýsköpun árið 2021 og var í sjötta sæti árið 2020. Nýsköpunarumhverfi Ísraels hefur hjálpað ríkinu að takast á við ýmsar áskoranir, ekki síst í umhverfismálum, og skarar Ísrael langt fram úr grannríkjum sínum á því sviði. Á sama tíma og ísraelska eyðimörkin víkur fyrir nýju akurlendi blasir við tóm auðn Egyptalandsmegin við landamærin. Reyndar hafa egypsk yfirvöld átt í stríði við hryðjuverkahópa á Sínaískaganum og hafa því ekki fengið viðunandi tækifæri til að snúa sér að landgræðslu þar. Hryðjuverkahóparnir í Egyptalandi og Ísrael eru vitanlega skeytingarlausir um umhverfisvernd. Auk heldur hafa þessir hópar ítrekað framið umhverfisspjöll að yfirlögðu ráði undanfarin ár. Það má segja að þessi umhverfisspjöll séu ný birtingarmynd hryðjuverka. Umhverfishryðjuverk (e. environmental terrorism) eru framin í sama tilgangi og önnur hryðjuverk, nánar tiltekið sem tilraun til að þvinga yfirvöld og stofnanir til að láta undan kröfum öfgamanna. Íkveikjur Að miklu leyti er palestínskum hryðjuverkasamtökum haldið í skefjum með öryggisráðstöfunum Ísraelsríkis. Engu að síður hafa þessi samtök verið iðin við að finna leiðir til að fremja hryðjuverk í Ísrael. Hryðjuverkamenn á Gazasvæðinu hafa til dæmis bundið eldsprengjur við flugdreka sem þeir láta svo svífa yfir girðinguna sem skilur Gazasvæðið frá Ísrael. Ætlunin er að eldsprengjan valdi eignatjóni og mannfalli meðal Ísraelsmanna og hafa þær oft kveikt í ökrum, skógum og kjarrlendi. Þar sem loftslagið í Ísrael er víðast hvar heitt og þurrt hefur mikill skaði hlotist af þessum árásum. Sumir þeirra skógarelda sem geisuðu í Ísrael í nóvember 2016 hófust líklega með íkveikju. Ran Sheluf, yfirmaður rannsóknardeildar eldvarna- og björgunarsveita Ísraels sagði: „Þetta er tvöfalt meira en venjulega. Upptök eldanna er annað hvort vanræksla eða vísvitandi íkveikja.“ Á meðan eldarnir geisuðu hófst myllumerkisherferðin #إسرائيل_تحترق(Ísrael brennur) á samfélagsmiðlum. Þannig fögnuðu andstæðingar Ísraels skógareldunum án þess að gefa nokkurn gaum að því lífi og vistkerfi sem þar beið ómældan skaða. Hjólbarðabrennur Í óeirðum við Gaza-girðinguna sem hófust þann 30. mars 2018 tóku liðsmenn Hamassamtakanna upp á því að brenna þúsundir hjólbarða til að byrgja ísraelska hernum sýn á meðan árásarmenn gerðu aðför að girðingunni. Síðan þá hefur þetta verið vinsæl aðferð í hryðjuverkastríðinu gegn Ísrael. Hjólbarðar eru framleiddir úr gúmmíi, olíu, kolefni og ýmsum öðrum efnum sem leysa úr læðingi gríðarlega mengun við bruna. Mengunin stuðlar að gróðurhúsaáhrifum og er krabbameinsvaldandi. Í maí 2021 söfnuðust palestínskir hryðjuverkamenn saman við þorpið Evyatar og kveiktu í hjólbörðum til að svæla út Gyðingana sem þar bjuggu. Árásir á Arish-Ashkelon gasleiðsluna Arish-Ashkelon gasleiðslan var lögð milli Egyptalands og Ísraels árið 2008. Á þeim tíma voru 40% af jarðgassþörf Ísraelsmanna uppfyllt af Egyptalandi. Gasleiðslan varð fyrir ítrekuðum árásum hryðjuverkamanna sem meðal annars sprengdu hana í loft upp. Töluvert magn af logandi gasi sprautaðist út í andrúmsloftið. Á eins og hálfs árs tímabili eftir egypsku stjórnarbyltinguna var ráðist á gasleiðsluna fimmtán sinnum. Hamassamtökin gerðu sambærilegar tilraunir til umhverfishryðjuverka þegar þau skutu tugum eldflauga á Tamar-gasborpallinn undan strönd Ísraels. Borpallurinn var sem betur fer varinn af Iron Dome-varnarkerfi Ísraels sem eyðilagði eldflaugarnar áður en þær hæfðu skotmark sitt. Olíulekinn í febrúar 2021 Dæmin hér að ofan eru aðeins nokkur af þeim umhverfishryðjuverkum sem hafa verið framin gegn Ísrael. Í sumum tilvikum er ekki hægt að færa beinar sönnur á hvort um hryðjuverk hafi verið að ræða því einungis óbein sönnunargögn (e. circumstantial evidence) eru aðgengileg. Þar ber helst að nefna olíulekann undan Miðjarðarhafsströnd Ísraels í febrúar 2021. Í það minnsta eitt þúsund tonn af tjöru rak á land í Ísrael ásamt fjölda dauðra sjávardýra. Leiddar hafa verið líkur að því að olíunni hafi verið hellt úr tankskipinu MV Emerald. Hráolían um borð í skipinu var frá Íran og í samhengi við fyrrnefnd dæmi um umhverfishryðjuverk verður að teljast líklegt að olíunni hafi verið hellt í sjóinn að yfirlögðu ráði. Þögn almennra fjölmiðla Almennir fjölmiðlar hafa hingað til fjallað lítið sem ekkert um umhverfishryðjuverk gegn Ísrael. Reyndar virðast þeir forðast allan fréttaflutning sem gæti mögulega dregið upp dökka mynd af palestínskum hryðjuverkasamtökum. Gera má ráð fyrir að umhverfissinnaðir Vesturlandabúar, þegar þeir gera sér grein fyrir eðli málsins, muni hugsa sig tvisvar um áður en þeir lýsa yfir stuðningi við málstað þessara samtaka. Á meðan palestínsk hryðjuverkasamtök brenna hjólbarða og kveikja í ökrum og skógum, hefur ísraelskum fyrirtækjum í græna orkugeiranum fjölgað um 20% á undanförnum tveimur árum. Ísrael hefur náð miklum árangri í afsöltun sjávar og endurnýtingu vatns, framleiðslu sólarrafhlaðna og eyðimerkurgrænkun. Þrátt fyrir niðurrifsaðgerðir sniðgöngu- og hryðjuverkasamtaka er ekkert sem bendir til þess að nokkuð lát verði á þessari öru tækniþróun, ekki síst vegna þess að olíukreppa blasir við heimsbyggðinni og mikil eftirspurn er eftir umhverfisvænum lausnum. Það er því ekki við öðru að búast en að alþjóðasamfélagið muni taka þessum nýjungum frá Ísrael fagnandi á komandi árum. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Í áranna rás hefur neikvæð umfjöllun um Ísraelsríki varpað skugga á þá staðreynd að Ísrael er eitt af tæknivæddustu og framsæknustu ríkjum heims. Ísrael lenti í sjöunda sæti á lista World Population Review yfir árangur ríkja í nýsköpun árið 2021 og var í sjötta sæti árið 2020. Nýsköpunarumhverfi Ísraels hefur hjálpað ríkinu að takast á við ýmsar áskoranir, ekki síst í umhverfismálum, og skarar Ísrael langt fram úr grannríkjum sínum á því sviði. Á sama tíma og ísraelska eyðimörkin víkur fyrir nýju akurlendi blasir við tóm auðn Egyptalandsmegin við landamærin. Reyndar hafa egypsk yfirvöld átt í stríði við hryðjuverkahópa á Sínaískaganum og hafa því ekki fengið viðunandi tækifæri til að snúa sér að landgræðslu þar. Hryðjuverkahóparnir í Egyptalandi og Ísrael eru vitanlega skeytingarlausir um umhverfisvernd. Auk heldur hafa þessir hópar ítrekað framið umhverfisspjöll að yfirlögðu ráði undanfarin ár. Það má segja að þessi umhverfisspjöll séu ný birtingarmynd hryðjuverka. Umhverfishryðjuverk (e. environmental terrorism) eru framin í sama tilgangi og önnur hryðjuverk, nánar tiltekið sem tilraun til að þvinga yfirvöld og stofnanir til að láta undan kröfum öfgamanna. Íkveikjur Að miklu leyti er palestínskum hryðjuverkasamtökum haldið í skefjum með öryggisráðstöfunum Ísraelsríkis. Engu að síður hafa þessi samtök verið iðin við að finna leiðir til að fremja hryðjuverk í Ísrael. Hryðjuverkamenn á Gazasvæðinu hafa til dæmis bundið eldsprengjur við flugdreka sem þeir láta svo svífa yfir girðinguna sem skilur Gazasvæðið frá Ísrael. Ætlunin er að eldsprengjan valdi eignatjóni og mannfalli meðal Ísraelsmanna og hafa þær oft kveikt í ökrum, skógum og kjarrlendi. Þar sem loftslagið í Ísrael er víðast hvar heitt og þurrt hefur mikill skaði hlotist af þessum árásum. Sumir þeirra skógarelda sem geisuðu í Ísrael í nóvember 2016 hófust líklega með íkveikju. Ran Sheluf, yfirmaður rannsóknardeildar eldvarna- og björgunarsveita Ísraels sagði: „Þetta er tvöfalt meira en venjulega. Upptök eldanna er annað hvort vanræksla eða vísvitandi íkveikja.“ Á meðan eldarnir geisuðu hófst myllumerkisherferðin #إسرائيل_تحترق(Ísrael brennur) á samfélagsmiðlum. Þannig fögnuðu andstæðingar Ísraels skógareldunum án þess að gefa nokkurn gaum að því lífi og vistkerfi sem þar beið ómældan skaða. Hjólbarðabrennur Í óeirðum við Gaza-girðinguna sem hófust þann 30. mars 2018 tóku liðsmenn Hamassamtakanna upp á því að brenna þúsundir hjólbarða til að byrgja ísraelska hernum sýn á meðan árásarmenn gerðu aðför að girðingunni. Síðan þá hefur þetta verið vinsæl aðferð í hryðjuverkastríðinu gegn Ísrael. Hjólbarðar eru framleiddir úr gúmmíi, olíu, kolefni og ýmsum öðrum efnum sem leysa úr læðingi gríðarlega mengun við bruna. Mengunin stuðlar að gróðurhúsaáhrifum og er krabbameinsvaldandi. Í maí 2021 söfnuðust palestínskir hryðjuverkamenn saman við þorpið Evyatar og kveiktu í hjólbörðum til að svæla út Gyðingana sem þar bjuggu. Árásir á Arish-Ashkelon gasleiðsluna Arish-Ashkelon gasleiðslan var lögð milli Egyptalands og Ísraels árið 2008. Á þeim tíma voru 40% af jarðgassþörf Ísraelsmanna uppfyllt af Egyptalandi. Gasleiðslan varð fyrir ítrekuðum árásum hryðjuverkamanna sem meðal annars sprengdu hana í loft upp. Töluvert magn af logandi gasi sprautaðist út í andrúmsloftið. Á eins og hálfs árs tímabili eftir egypsku stjórnarbyltinguna var ráðist á gasleiðsluna fimmtán sinnum. Hamassamtökin gerðu sambærilegar tilraunir til umhverfishryðjuverka þegar þau skutu tugum eldflauga á Tamar-gasborpallinn undan strönd Ísraels. Borpallurinn var sem betur fer varinn af Iron Dome-varnarkerfi Ísraels sem eyðilagði eldflaugarnar áður en þær hæfðu skotmark sitt. Olíulekinn í febrúar 2021 Dæmin hér að ofan eru aðeins nokkur af þeim umhverfishryðjuverkum sem hafa verið framin gegn Ísrael. Í sumum tilvikum er ekki hægt að færa beinar sönnur á hvort um hryðjuverk hafi verið að ræða því einungis óbein sönnunargögn (e. circumstantial evidence) eru aðgengileg. Þar ber helst að nefna olíulekann undan Miðjarðarhafsströnd Ísraels í febrúar 2021. Í það minnsta eitt þúsund tonn af tjöru rak á land í Ísrael ásamt fjölda dauðra sjávardýra. Leiddar hafa verið líkur að því að olíunni hafi verið hellt úr tankskipinu MV Emerald. Hráolían um borð í skipinu var frá Íran og í samhengi við fyrrnefnd dæmi um umhverfishryðjuverk verður að teljast líklegt að olíunni hafi verið hellt í sjóinn að yfirlögðu ráði. Þögn almennra fjölmiðla Almennir fjölmiðlar hafa hingað til fjallað lítið sem ekkert um umhverfishryðjuverk gegn Ísrael. Reyndar virðast þeir forðast allan fréttaflutning sem gæti mögulega dregið upp dökka mynd af palestínskum hryðjuverkasamtökum. Gera má ráð fyrir að umhverfissinnaðir Vesturlandabúar, þegar þeir gera sér grein fyrir eðli málsins, muni hugsa sig tvisvar um áður en þeir lýsa yfir stuðningi við málstað þessara samtaka. Á meðan palestínsk hryðjuverkasamtök brenna hjólbarða og kveikja í ökrum og skógum, hefur ísraelskum fyrirtækjum í græna orkugeiranum fjölgað um 20% á undanförnum tveimur árum. Ísrael hefur náð miklum árangri í afsöltun sjávar og endurnýtingu vatns, framleiðslu sólarrafhlaðna og eyðimerkurgrænkun. Þrátt fyrir niðurrifsaðgerðir sniðgöngu- og hryðjuverkasamtaka er ekkert sem bendir til þess að nokkuð lát verði á þessari öru tækniþróun, ekki síst vegna þess að olíukreppa blasir við heimsbyggðinni og mikil eftirspurn er eftir umhverfisvænum lausnum. Það er því ekki við öðru að búast en að alþjóðasamfélagið muni taka þessum nýjungum frá Ísrael fagnandi á komandi árum. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun