Íhuga að taka eigin herbergi undir starfsfólk Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2022 20:31 Ferðasumarið lítur vel út, að sögn framkvæmdastjóra SAF. VÍSIR/VILHELM Áskorun verður að anna eftirspurn eftir gistingu á Norður- og Austurlandi í sumar, að mati framkvæmdastjóra samtaka ferðaþjónustunnar - en þar er allt að fyllast. Í höfuðborginni íhuga hóteleigendur að taka eigin herbergi undir starfsfólk vegna húsnæðisskorts. Tvær milljónir ferðamanna komu til landsins fyrir faraldur 2019. Algjört hrun varð vitanlega í ferðamannafjölda árið 2020, bransinn tók aðeins við sér í fyrra en búist er við sprengingu í ár; Íslandsbanki spáði 1,2 milljónum í byrjun árs en hefur nú hækkað spána upp í 1,5 milljónir. Þannig að útlitið er bjart. En önnum við þessu? Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir eftirspurn í sumar meiri en vonast var til - og þegar orðið mjög þétt bókað á ákveðnum vígstöðvum. „Til dæmis gisting á Norður- og Austurlandi, við sjáum líka ýmsa afþreyingu, bílaleigubíla og fleira, þar sem verður áskorun að anna eftirspurn væntanlega hjá fyrirtækjum,“ segir Jóhannes. Húsnæðisskorturinn bítur Já, gisting á Norður og Austurlandi - fréttamaður gerði lauslega athugun. Það virðist einmitt geta orðið þrautinni þyngri að finna gistingu í sumar. Þegar leitað er í gegnum bókunarvélina Booking.com eru það oftar en ekki skilaboð af þessu tagi sem blasa við: „94 prósent gististaða eru ekki með framboð á völdum dagsetningum.“ Eða hreinlega ekkert í boði. Jóhannes segir meira þarna að baki en aðeins hina gríðarlegu eftirspurn. Ferðamenn, einkum frá Bandaríkjunum og Þýskalandi, eyði nú til dæmis lengri tíma í fríinu hér á landi en fyrir faraldur - og svo er það húsnæðisvandinn sem bítur um allt land. „Hér á höfuðborgarsvæðinu hafa hótel verið að velta því fyrir sér hvort þau þurfi að taka töluvert af herbergjum undir starfsfólk sem náttúrulega minnkar framboðið og tekjumöguleikana. Við sjáum það líka úti á landi, sem hefur verið í gangi fyrir faraldur líka, en bara einfaldlega að versna.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Tvær milljónir ferðamanna komu til landsins fyrir faraldur 2019. Algjört hrun varð vitanlega í ferðamannafjölda árið 2020, bransinn tók aðeins við sér í fyrra en búist er við sprengingu í ár; Íslandsbanki spáði 1,2 milljónum í byrjun árs en hefur nú hækkað spána upp í 1,5 milljónir. Þannig að útlitið er bjart. En önnum við þessu? Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir eftirspurn í sumar meiri en vonast var til - og þegar orðið mjög þétt bókað á ákveðnum vígstöðvum. „Til dæmis gisting á Norður- og Austurlandi, við sjáum líka ýmsa afþreyingu, bílaleigubíla og fleira, þar sem verður áskorun að anna eftirspurn væntanlega hjá fyrirtækjum,“ segir Jóhannes. Húsnæðisskorturinn bítur Já, gisting á Norður og Austurlandi - fréttamaður gerði lauslega athugun. Það virðist einmitt geta orðið þrautinni þyngri að finna gistingu í sumar. Þegar leitað er í gegnum bókunarvélina Booking.com eru það oftar en ekki skilaboð af þessu tagi sem blasa við: „94 prósent gististaða eru ekki með framboð á völdum dagsetningum.“ Eða hreinlega ekkert í boði. Jóhannes segir meira þarna að baki en aðeins hina gríðarlegu eftirspurn. Ferðamenn, einkum frá Bandaríkjunum og Þýskalandi, eyði nú til dæmis lengri tíma í fríinu hér á landi en fyrir faraldur - og svo er það húsnæðisvandinn sem bítur um allt land. „Hér á höfuðborgarsvæðinu hafa hótel verið að velta því fyrir sér hvort þau þurfi að taka töluvert af herbergjum undir starfsfólk sem náttúrulega minnkar framboðið og tekjumöguleikana. Við sjáum það líka úti á landi, sem hefur verið í gangi fyrir faraldur líka, en bara einfaldlega að versna.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira