Höddi Magg til liðs við RÚV Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. maí 2022 16:03 Hörður Magnússon, fyrrum Pepsi-markastjóri. Hann mun sitja hinu megin borðsins sem álitsgjafi hjá RÚV. Vísir/Ernir Sparkspekingurinn Hörður Magnússon verður álitsgjafi á RÚV í umfjöllun ríkisútvarpsins um Mjólkurbikarinn, deildarkeppni karla og kvenna í knattspyrnu. „If you can‘t beat them, join them“ sagði Höddi í færslu á Facebook og er fullur tilhlökkunar að fá að takast aftur á við íslenska boltann með góðu fólki. Höddi sem er vanur því að stýra slíkri umfjöllun eða vera í stöðu hlutlauss lýsanda, mun loksins fá að láta gamminn geisa og mun líklega ekki sitja á skoðunum sínum. Hann segir annars eðlis að vera álitsgjafi en stjórnandi í slíkum umræðuþáttum. „Maður hefur svolítið meira frelsi sem álitsgjafi, getur bara sagt sína skoðun á hlutunum umbúðarlaust. Það er bara mjög gaman“ sagði Höddi í samtali við Vísi. „Mér bauðst þetta tækifæri og stökk á það, þeir Magnús Gylfason og Logi Ólafsson verða álitsgjafar með mér þannig að þetta er stórskotalið.“ 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins fóru af stað í gær en karlamegin fer í kvöld fram stórleikur Stjörnunnar og KR. Þá verður annar stórleikur á föstudag þegar Breiðablik tekur á móti Val á Kópavogsvelli. 32-liða úrslitin kvennamegin hefjast síðan á föstudag. Lýsir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Viaplay Það er þó ýmislegt annað á döfinni hjá Hödda en hann mun lýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar á sjálfum Stade de France í París næstkomandi laugardag á Viaplay sem deilir sjónvarpsréttinum að Meistaradeildinni með Stöð 2 Sport. Í París mætast stálin stinn er Liverpool mætir Real Madrid í einum stærsta leik tímabilsins. Hörður, sem er grjótharður stuðningsmaður Liverpool, segist búast við sigri Liverpool en þeir rauðklæddu eiga harma að hefna eftir tap gegn spænsku meisturunum í sama úrslitaleik í Kænugarði árið 2018. Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, mun lýsa úrslitaleiknum með Hödda. Hann á ágætis minningar frá Stade de france, eins og við hin. Vísir/Vilhelm Það mun síðan enginn aukvisi lýsa leiknum með Herði en honum til halds og trausts verður sjálfur Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands. Heimi ætti að takast ágætlega til við verkið ef það verður eitthvað í líkingu við heimsókn hans á Stade de France þann 22. júní 2016. Þá lagði íslenska karlalandsliðið Austurríki að velli með tveimur mörkum gegn einu og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Höddi heldur síðan til Ísrael til lýsa leik Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni 2. júni, en Viaplay tryggði sér nýverið sýningarréttinn á leikjum landsliðsins til sex ára. Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mjólkurbikar karla Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
„If you can‘t beat them, join them“ sagði Höddi í færslu á Facebook og er fullur tilhlökkunar að fá að takast aftur á við íslenska boltann með góðu fólki. Höddi sem er vanur því að stýra slíkri umfjöllun eða vera í stöðu hlutlauss lýsanda, mun loksins fá að láta gamminn geisa og mun líklega ekki sitja á skoðunum sínum. Hann segir annars eðlis að vera álitsgjafi en stjórnandi í slíkum umræðuþáttum. „Maður hefur svolítið meira frelsi sem álitsgjafi, getur bara sagt sína skoðun á hlutunum umbúðarlaust. Það er bara mjög gaman“ sagði Höddi í samtali við Vísi. „Mér bauðst þetta tækifæri og stökk á það, þeir Magnús Gylfason og Logi Ólafsson verða álitsgjafar með mér þannig að þetta er stórskotalið.“ 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins fóru af stað í gær en karlamegin fer í kvöld fram stórleikur Stjörnunnar og KR. Þá verður annar stórleikur á föstudag þegar Breiðablik tekur á móti Val á Kópavogsvelli. 32-liða úrslitin kvennamegin hefjast síðan á föstudag. Lýsir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Viaplay Það er þó ýmislegt annað á döfinni hjá Hödda en hann mun lýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar á sjálfum Stade de France í París næstkomandi laugardag á Viaplay sem deilir sjónvarpsréttinum að Meistaradeildinni með Stöð 2 Sport. Í París mætast stálin stinn er Liverpool mætir Real Madrid í einum stærsta leik tímabilsins. Hörður, sem er grjótharður stuðningsmaður Liverpool, segist búast við sigri Liverpool en þeir rauðklæddu eiga harma að hefna eftir tap gegn spænsku meisturunum í sama úrslitaleik í Kænugarði árið 2018. Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, mun lýsa úrslitaleiknum með Hödda. Hann á ágætis minningar frá Stade de france, eins og við hin. Vísir/Vilhelm Það mun síðan enginn aukvisi lýsa leiknum með Herði en honum til halds og trausts verður sjálfur Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands. Heimi ætti að takast ágætlega til við verkið ef það verður eitthvað í líkingu við heimsókn hans á Stade de France þann 22. júní 2016. Þá lagði íslenska karlalandsliðið Austurríki að velli með tveimur mörkum gegn einu og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Höddi heldur síðan til Ísrael til lýsa leik Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni 2. júni, en Viaplay tryggði sér nýverið sýningarréttinn á leikjum landsliðsins til sex ára.
Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mjólkurbikar karla Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira