Var búinn að ganga frá samningi við United: „Þá hringdi Klopp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. maí 2022 14:31 Mané hefur náð miklum árangri hjá Liverpool en hefur verið orðaður við brottför í sumar. James Gill - Danehouse/Getty Images Sadio Mané, leikmaður Liverpool, greinir frá því í viðtali við Jamie Carragher að hann hafi verið búinn að ganga frá samningi við Manchester United sumarið 2016 en snerist hugur eftir símtal frá Jürgen Klopp. Mané hefur verið á meðal albestu leikmanna Liverpool-liðsins eftir skipti sín frá Southampton sumarið 2016. Hann hefur skorað 90 mörk í 196 deildarleikjum fyrir liðið og alls 23 mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. Ferill hans hefði hins vegar getað farið öðruvísi þar sem hann var gott sem búinn að ganga frá skiptum til Manchester United sumarið 2016, en eitt símtal breytti öllu. „Ég verð að segja að ég var mjög nálægt því að ganga í raðir Manchester United,“ sagði Mané í viðtali við Jamie Carragher, fyrrum varnarmann Liverpool. „Ég var með kláran samning þar, allt var frágengið, allt var klárt. En þá hugsaði ég: 'Nei, ég við fara til Liverpool'. Klopp hringdi og sannfærði mig um hans verkefni. “ Jamie Carragher meets Sadio Mane: 'I had a contract from Manchester United - then Klopp rang' | @Carra23 https://t.co/uzWykitopO— Telegraph Sport (@TelegraphSport) May 27, 2022 Fyrirgaf Klopp Dortmund-klúðrið Mané var óviss um þýska þjálfarann þar sem fyrirhuguð skipti hans til Dortmund, sem þá var undir stjórn Klopps, gengu ekki í gegn. Mané var þá leikmaður Red Bull Salzburg í Austurríki og segir það hafa verið sér mikil vonbrigði. Hann segist hafa fyrirgefið Klopp það klúður. „Ég man enn eftir því þegar ég fékk fyrst símtal frá Klopp. Ég var að horfa á sjónvarpið, á hasarmynd, vegna þess að ég elska bíómyndir, og hann sagði: Sadio, ég vil útskýra fyrir þér hvað gerðist hjá Dortmund'. Það var þegar hann reyndi að fá mig til Dortmund sem gekk ekki af einverjum ástæðum. Hann útskýrði hvað hefði farið úrskeiðis og ég sagði: Það er allt í lagi, þetta gerðist. Ég fyrirgaf honum. Þá sagðist hann vilja fá mig til Liverpool og ég sammæltist því að Dortmund-málið væri að baki og við skildum einblína á framtíðina.“ Klopp var staðráðinn í að gera ekki sömu mistök tvisvar.vísir/Getty Klopp hefur sjálfur sagst hafa fyllst mikilli eftirsjá að hafa hætt við kaupin á Mané til Dortmund á sínum tíma. Þegar Mané hafði verið á mála hjá Liverpool í örfáa mánuði árið 2016 lét Klopp hafa eftir sér: „Með Sadio var það mjög einfalt mál að ég gerði mistök að fá hann ekki.“ „Um þremur mánuðum seinna vildi ég kýla sjálfan mig, ég vissi þá þegar að ég ég myndi grípa næsta tækifæri sem ég fengi til að kaupa hann,“ sagði Klopp um málið árið 2016. Óvissa þykir ríkja um framtíð Mané hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út eftir leiktíðina. Hann sagði í viðtali í vikunni að hann myndi ákveða framtíð sína eftir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeildinni á laugardagskvöld. Hann hefur verið orðaður við bæði Paris Saint-Germain og Bayern München. Enski boltinn Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira
Mané hefur verið á meðal albestu leikmanna Liverpool-liðsins eftir skipti sín frá Southampton sumarið 2016. Hann hefur skorað 90 mörk í 196 deildarleikjum fyrir liðið og alls 23 mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. Ferill hans hefði hins vegar getað farið öðruvísi þar sem hann var gott sem búinn að ganga frá skiptum til Manchester United sumarið 2016, en eitt símtal breytti öllu. „Ég verð að segja að ég var mjög nálægt því að ganga í raðir Manchester United,“ sagði Mané í viðtali við Jamie Carragher, fyrrum varnarmann Liverpool. „Ég var með kláran samning þar, allt var frágengið, allt var klárt. En þá hugsaði ég: 'Nei, ég við fara til Liverpool'. Klopp hringdi og sannfærði mig um hans verkefni. “ Jamie Carragher meets Sadio Mane: 'I had a contract from Manchester United - then Klopp rang' | @Carra23 https://t.co/uzWykitopO— Telegraph Sport (@TelegraphSport) May 27, 2022 Fyrirgaf Klopp Dortmund-klúðrið Mané var óviss um þýska þjálfarann þar sem fyrirhuguð skipti hans til Dortmund, sem þá var undir stjórn Klopps, gengu ekki í gegn. Mané var þá leikmaður Red Bull Salzburg í Austurríki og segir það hafa verið sér mikil vonbrigði. Hann segist hafa fyrirgefið Klopp það klúður. „Ég man enn eftir því þegar ég fékk fyrst símtal frá Klopp. Ég var að horfa á sjónvarpið, á hasarmynd, vegna þess að ég elska bíómyndir, og hann sagði: Sadio, ég vil útskýra fyrir þér hvað gerðist hjá Dortmund'. Það var þegar hann reyndi að fá mig til Dortmund sem gekk ekki af einverjum ástæðum. Hann útskýrði hvað hefði farið úrskeiðis og ég sagði: Það er allt í lagi, þetta gerðist. Ég fyrirgaf honum. Þá sagðist hann vilja fá mig til Liverpool og ég sammæltist því að Dortmund-málið væri að baki og við skildum einblína á framtíðina.“ Klopp var staðráðinn í að gera ekki sömu mistök tvisvar.vísir/Getty Klopp hefur sjálfur sagst hafa fyllst mikilli eftirsjá að hafa hætt við kaupin á Mané til Dortmund á sínum tíma. Þegar Mané hafði verið á mála hjá Liverpool í örfáa mánuði árið 2016 lét Klopp hafa eftir sér: „Með Sadio var það mjög einfalt mál að ég gerði mistök að fá hann ekki.“ „Um þremur mánuðum seinna vildi ég kýla sjálfan mig, ég vissi þá þegar að ég ég myndi grípa næsta tækifæri sem ég fengi til að kaupa hann,“ sagði Klopp um málið árið 2016. Óvissa þykir ríkja um framtíð Mané hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út eftir leiktíðina. Hann sagði í viðtali í vikunni að hann myndi ákveða framtíð sína eftir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeildinni á laugardagskvöld. Hann hefur verið orðaður við bæði Paris Saint-Germain og Bayern München.
Enski boltinn Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti