Lágmarksinntak sáttameðferðar barnalaga Sævar Þór Jónsson skrifar 27. maí 2022 16:00 Árið 2012 var barnalögum breytt og skylda foreldra til þess að leita sátta var bundin í lög áður en mál væri höfðað um forræði, lögheimili o.fl. Síðan þá hefur oft reynt á inntak sáttameðferðar og gildi sáttavottorða sem gefin eru út í lok hennar. Hafa dómstólar skorið úr um hvernig túlka beri ákvæði barnalaga um þetta atriði. Til þess að sáttavottorð teljist gilt þarf ákveðnum skilyrðum að vera fullnægt. Sem dæmi má nefna gildistíma vottorða en þau gilda eingöngu í sex mánuði frá útgáfudegi. Annað formskilyrði er að taki foreldrar ekki þátt í sáttameðferð þá má sáttamaður gefa út sáttavottorð, og þar með ljúka sáttameðferð sem árangurslausri, ef foreldrar mæta ekki á sáttafund eftir að hafa verið boðaðir í tvígang. En dómstólar líta ekki eingöngu til þess hvort sáttavottorð sé gilt heldur einnig til þess hvort sáttameðferð hafi í raun og veru farið fram um það ágreiningsefni sem borið er undir dóm. Þannig hefur Landsréttur litið til þess sem rétturinn kallar lágmarksinntak sáttameðferðar. Dómstólar hafa skýrt það svo að helstu ágreiningsefni og afstaða aðila til þeirra komi fram en það sé að öðru leyti lagt í mat sáttamans hvenær fullreynt sé að sættir náist. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 848/2016, höfðu foreldrar mætt á einn sáttafund en að honum loknum afþakkaði móðir frekari sáttameðferð þar sem hún taldi hana vera tilgangslausa. Afstaða beggja aðila lá því fyrir til ágreiningsefna og málinu var ekki vísað frá dómi. Í Landsréttarmálinu nr. 614/2021 afþakkað móðir sáttameðferð áður en hún hófst. Enginn sáttafundur var því haldinn og virk sáttameðferð fór ekki fram. Sáttamaður gaf út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð en Landsréttur taldi í niðurstöðu sinni að sáttamaður hefði átt að gefa föður kost á að mæta á boðaðan sáttafund til að lýsa þar afstöðu sinni áður en hann gaf sáttavottorðið út enda hafi ekkert legið fyrir um um afstöðu hans til ágreiningsefna málsins og hugsanlegra sátta. Með þessu hafi í raun engin sáttameðferð hafist og ekki verið boðað aftur til sáttafundar. Í Landsréttarmálinu nr. 147/2020 hafði faðir uppi kröfur er lutu að forsjá og lögheimili. Hafði sáttameðferð verið boðuð um lögheimili. Faðir mætti á sáttafundi sem haldnir voru en ekki móðir. Sáttavottorð sem gefið var út tiltók að faðir hefði rætt bæði lögheimili og forsjá á sáttafundum. Taldi Landsréttur í ljósi þess að sáttameðferð fór fram á grundvelli beiðni föður um breytingar á lögheimili og að móðir hafi ekki mætt að sáttameðferð hafi ekki farið fram um forsjá og var málinu því vísað frá. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 40/2021 var deilt um forsjá og málinu vísað frá dómi þar sem foreldrar höfðu einungis verið boðaðir einu sinni til sáttafundar áður en sáttavottorð var gefið út. Áfrýjandi, sem kærði frávísunina, vísa m.a. til tveggja dóma Landsréttar sem hann taldi frávísunina ekki samræmast. Hæstiréttur tók af skarið og benti á að atvik í þeim dómum væri ósambærileg að því að þar hefði sáttameðferð hafist og sáttamaður aflað afstöðu beggja aðila til sátta áður en hann mat að grundvöllur væri ekki fyrir hendi fyrir áframhaldandi sáttameðferð. Í þessum orðum Hæstaréttar kristallast lágmarksinntak sáttameðferðarinnar. Afstaða beggja aðila þarf að liggja fyrir til þeirra ágreiningsefna sem ræða á og báðum aðilum þarf að vera kunnugt um hvaða ágreiningsefni á að ræða ellegar þarf að boða báða aðila tvívegis, að því gefnu að ágreiningsefni sem rædd eru, ef annað mætir, séu tilgreind í boðun til beggja. Þetta þýðir t.d. að ef boðað er til sáttameðferðar um eitt ágreiningsefni og annað foreldri mætir ekki eftir að hafa verið boðað tvívegis en hitt foreldrið mætir og hefur þá uppi fleiri ágreiningsefni en tilgreind voru í boðun, þá er sáttavottorð ekki gilt um þau ágreiningsefni sem ekki voru tilgreind í boðun til foreldra. Þetta er eðlilegt miðað við tilgang sáttameðferðarinnar því með henni á að láta reyna á sættir milli foreldra um tiltekin ágreiningsmál og er talið æskilegt að skoða sérstaklega í hverju ágreiningur foreldra er fólin í hvert sinn og hvort unnt sé að hjálpa þeim að ná sáttum. Það er grundvallaratriði til þess ná þessu markmiði að foreldrarnir geti áttað sig á því hver ágreiningurinn er og tekið afstöðu til hans, hvort sem sú afstaða felst í því að taka þátt eða afþakka þátttöku, þá þurfa foreldrar að vita hvaða málefni eru á dagskrá. Þannig getur atvikast að sáttameðferð er boðuð til þess að ræða breytingar á lögheimili. Annað foreldrið kann að telja það tilgangslaust þar sem langt beri á milli í afstöðu foreldra og afþakkar sáttameðferð. Hitt foreldrið mætir og vill þá ræða bæði lögheimili og umgengni. Foreldrið sem afþakkaði hefði kannski viljað mæta og ræða umgengni en fékk þá ekki tækifæri til þar sem það málefni var ekki tilgreint í boðun. Sáttamaður getur með auðveldum hætti leyst þetta með því að aflað afstöðu beggja aðila utan fundar, t.d. með því að hringja í það foreldri sem ekki mætti og ræða málefnin við það. Geri hann það og í kjölfarið metur áframhaldandi sáttameðferð óþarfa þá getur hann gefið út gilt sáttavottorð án þess að boða aðila tvisvar. Þannig getur góður sáttamaður leyst vanda sem ella kynni að leiða til frávísunar máls frá dómi eða óþarfa tafa í viðkvæmum málaflokki sem felast í því að leita sátta á nýjan leik. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Dómstólar Fjölskyldumál Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Sjá meira
Árið 2012 var barnalögum breytt og skylda foreldra til þess að leita sátta var bundin í lög áður en mál væri höfðað um forræði, lögheimili o.fl. Síðan þá hefur oft reynt á inntak sáttameðferðar og gildi sáttavottorða sem gefin eru út í lok hennar. Hafa dómstólar skorið úr um hvernig túlka beri ákvæði barnalaga um þetta atriði. Til þess að sáttavottorð teljist gilt þarf ákveðnum skilyrðum að vera fullnægt. Sem dæmi má nefna gildistíma vottorða en þau gilda eingöngu í sex mánuði frá útgáfudegi. Annað formskilyrði er að taki foreldrar ekki þátt í sáttameðferð þá má sáttamaður gefa út sáttavottorð, og þar með ljúka sáttameðferð sem árangurslausri, ef foreldrar mæta ekki á sáttafund eftir að hafa verið boðaðir í tvígang. En dómstólar líta ekki eingöngu til þess hvort sáttavottorð sé gilt heldur einnig til þess hvort sáttameðferð hafi í raun og veru farið fram um það ágreiningsefni sem borið er undir dóm. Þannig hefur Landsréttur litið til þess sem rétturinn kallar lágmarksinntak sáttameðferðar. Dómstólar hafa skýrt það svo að helstu ágreiningsefni og afstaða aðila til þeirra komi fram en það sé að öðru leyti lagt í mat sáttamans hvenær fullreynt sé að sættir náist. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 848/2016, höfðu foreldrar mætt á einn sáttafund en að honum loknum afþakkaði móðir frekari sáttameðferð þar sem hún taldi hana vera tilgangslausa. Afstaða beggja aðila lá því fyrir til ágreiningsefna og málinu var ekki vísað frá dómi. Í Landsréttarmálinu nr. 614/2021 afþakkað móðir sáttameðferð áður en hún hófst. Enginn sáttafundur var því haldinn og virk sáttameðferð fór ekki fram. Sáttamaður gaf út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð en Landsréttur taldi í niðurstöðu sinni að sáttamaður hefði átt að gefa föður kost á að mæta á boðaðan sáttafund til að lýsa þar afstöðu sinni áður en hann gaf sáttavottorðið út enda hafi ekkert legið fyrir um um afstöðu hans til ágreiningsefna málsins og hugsanlegra sátta. Með þessu hafi í raun engin sáttameðferð hafist og ekki verið boðað aftur til sáttafundar. Í Landsréttarmálinu nr. 147/2020 hafði faðir uppi kröfur er lutu að forsjá og lögheimili. Hafði sáttameðferð verið boðuð um lögheimili. Faðir mætti á sáttafundi sem haldnir voru en ekki móðir. Sáttavottorð sem gefið var út tiltók að faðir hefði rætt bæði lögheimili og forsjá á sáttafundum. Taldi Landsréttur í ljósi þess að sáttameðferð fór fram á grundvelli beiðni föður um breytingar á lögheimili og að móðir hafi ekki mætt að sáttameðferð hafi ekki farið fram um forsjá og var málinu því vísað frá. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 40/2021 var deilt um forsjá og málinu vísað frá dómi þar sem foreldrar höfðu einungis verið boðaðir einu sinni til sáttafundar áður en sáttavottorð var gefið út. Áfrýjandi, sem kærði frávísunina, vísa m.a. til tveggja dóma Landsréttar sem hann taldi frávísunina ekki samræmast. Hæstiréttur tók af skarið og benti á að atvik í þeim dómum væri ósambærileg að því að þar hefði sáttameðferð hafist og sáttamaður aflað afstöðu beggja aðila til sátta áður en hann mat að grundvöllur væri ekki fyrir hendi fyrir áframhaldandi sáttameðferð. Í þessum orðum Hæstaréttar kristallast lágmarksinntak sáttameðferðarinnar. Afstaða beggja aðila þarf að liggja fyrir til þeirra ágreiningsefna sem ræða á og báðum aðilum þarf að vera kunnugt um hvaða ágreiningsefni á að ræða ellegar þarf að boða báða aðila tvívegis, að því gefnu að ágreiningsefni sem rædd eru, ef annað mætir, séu tilgreind í boðun til beggja. Þetta þýðir t.d. að ef boðað er til sáttameðferðar um eitt ágreiningsefni og annað foreldri mætir ekki eftir að hafa verið boðað tvívegis en hitt foreldrið mætir og hefur þá uppi fleiri ágreiningsefni en tilgreind voru í boðun, þá er sáttavottorð ekki gilt um þau ágreiningsefni sem ekki voru tilgreind í boðun til foreldra. Þetta er eðlilegt miðað við tilgang sáttameðferðarinnar því með henni á að láta reyna á sættir milli foreldra um tiltekin ágreiningsmál og er talið æskilegt að skoða sérstaklega í hverju ágreiningur foreldra er fólin í hvert sinn og hvort unnt sé að hjálpa þeim að ná sáttum. Það er grundvallaratriði til þess ná þessu markmiði að foreldrarnir geti áttað sig á því hver ágreiningurinn er og tekið afstöðu til hans, hvort sem sú afstaða felst í því að taka þátt eða afþakka þátttöku, þá þurfa foreldrar að vita hvaða málefni eru á dagskrá. Þannig getur atvikast að sáttameðferð er boðuð til þess að ræða breytingar á lögheimili. Annað foreldrið kann að telja það tilgangslaust þar sem langt beri á milli í afstöðu foreldra og afþakkar sáttameðferð. Hitt foreldrið mætir og vill þá ræða bæði lögheimili og umgengni. Foreldrið sem afþakkaði hefði kannski viljað mæta og ræða umgengni en fékk þá ekki tækifæri til þar sem það málefni var ekki tilgreint í boðun. Sáttamaður getur með auðveldum hætti leyst þetta með því að aflað afstöðu beggja aðila utan fundar, t.d. með því að hringja í það foreldri sem ekki mætti og ræða málefnin við það. Geri hann það og í kjölfarið metur áframhaldandi sáttameðferð óþarfa þá getur hann gefið út gilt sáttavottorð án þess að boða aðila tvisvar. Þannig getur góður sáttamaður leyst vanda sem ella kynni að leiða til frávísunar máls frá dómi eða óþarfa tafa í viðkvæmum málaflokki sem felast í því að leita sátta á nýjan leik. Höfundur er lögmaður.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun