Stefán eftir enn einn titil Fram: Hefði líka verið mjög stoltur hefðum við ekki unnið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2022 10:31 Íslandsmeistarinn Stefán Arnarson. Vísir/Hulda Margrét „Ég er að vísu alltaf svona brúnn,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Íslandsmeistara Fram kíminn er hann mætti í sett hjá Seinni bylgjunni eftir leik. Svava Kristín Grétarsdóttir, þáttastjórnandi, talaði um hvað það væri létt og bjart yfir Stefáni sem var fljótur að svara á sinn einstaka hátt áður en hann ræddi leikinn. „Mjög gott að klára þetta. Ég hefði ekki viljað fimmta leik,“ sagði Stefán í kjölfarið. „Ég sagði að ég myndi vilja spila fleiri leiki í Safamýrinni. Ég tók aldrei fram að það væri fimmti leikur,“ bætti hann við er Svava Kristín gaf í skyn að hann hefði nú sagt annað eftir síðasta leik liðanna á Hlíðarenda. „Mér fannst við betri í fyrri hálfleik. Vörnin var frábær, fáum á okkur 11 mörk og þar af fjögur þegar við erum að tapa boltanum illa. Síðan fannst mér við hafa hærra orkustig. Hugsaði alltaf að við værum að fara klára þetta.“ Svo fær Stella [Sigurðardóttir] rautt spjald og þær breyta um vörn, við erum búin að æfa vel fyrir þessa vörn en það var ekki að sjá. Svo eru það þessir litlu hlutir, markið hjá Kristrúnu [Steinþórsdóttur] þegar hann lak inn og það eru þeir sem ráða úrslitum. Er virkilega ánægður að hafa unnið Val, gott og vel þjálfað lið.“ Keppinautar á hliðarlínunni en vinir utan vallar „Já, við erum að fara borða saman á miðvikudaginn,“ sagði Stefán um vinskap sinn og Ágúst Jóhannssonar, þjálfara Vals. „Gústi stjórnar þessu,“ bætti hann svo við aðspurður hvert þeir ætluðu að fara. Stefán hefur reynt að halda Gústa góðum en þeir hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í gegnum tíðina, það var minna um slíkt góðlátlegt grín í þessari rimmu. „Hann er svo skapvondur. Ég sagði eitthvað og það tók þrjá daga að ná fýlunni úr honum svo ég sýndi þroska og hætti þessu.“ Ágúst á hliðarlínunni í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Mikið gengið á í vetur „Ég er búinn að þjálfa í nokkur ár og ég hef aldrei lent í svona vetri. Þess vegna er ég ótrúlega stoltur að hafa klárað þetta,“ sagði Stefán en þónokkur skakkaföll hafa orðið á Framliðinu í vetur. Stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir er að glíma við eftirköst kórónuveirunnar. Steinunn Björnsdóttir kom inn undir lokin, nokkrir leikmenn hafa fengið höfuðhögg og glímt við afleiðingar og þá spilaði einn leikmaður liðsins með brotið bein í ökkla. „Ég er mjög stoltur, hefði líka verið mjög stoltur hefðum við ekki unnið í dag. Það má ekki gleyma að það er ekki sjálfgefið að vera alltaf í toppbaráttu.“ „Það er góð spurning. Leikmannahópurinn er sterkur en baklandið, ótrúlega margir sjálfboðaliðar sem hugsa rosalega vel um kvennaliðið, það er stærsta ástæðan fyrir því að liðið er að ná árangri,“ sagði Stefán að endingu aðspurður hvernig væri að vinna fyrir Fram sem er nú sigursælasta lið Íslands í kvennahandbolta. Klippa: Íslandsmeistarinn Stefán Arnarson Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
„Mjög gott að klára þetta. Ég hefði ekki viljað fimmta leik,“ sagði Stefán í kjölfarið. „Ég sagði að ég myndi vilja spila fleiri leiki í Safamýrinni. Ég tók aldrei fram að það væri fimmti leikur,“ bætti hann við er Svava Kristín gaf í skyn að hann hefði nú sagt annað eftir síðasta leik liðanna á Hlíðarenda. „Mér fannst við betri í fyrri hálfleik. Vörnin var frábær, fáum á okkur 11 mörk og þar af fjögur þegar við erum að tapa boltanum illa. Síðan fannst mér við hafa hærra orkustig. Hugsaði alltaf að við værum að fara klára þetta.“ Svo fær Stella [Sigurðardóttir] rautt spjald og þær breyta um vörn, við erum búin að æfa vel fyrir þessa vörn en það var ekki að sjá. Svo eru það þessir litlu hlutir, markið hjá Kristrúnu [Steinþórsdóttur] þegar hann lak inn og það eru þeir sem ráða úrslitum. Er virkilega ánægður að hafa unnið Val, gott og vel þjálfað lið.“ Keppinautar á hliðarlínunni en vinir utan vallar „Já, við erum að fara borða saman á miðvikudaginn,“ sagði Stefán um vinskap sinn og Ágúst Jóhannssonar, þjálfara Vals. „Gústi stjórnar þessu,“ bætti hann svo við aðspurður hvert þeir ætluðu að fara. Stefán hefur reynt að halda Gústa góðum en þeir hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í gegnum tíðina, það var minna um slíkt góðlátlegt grín í þessari rimmu. „Hann er svo skapvondur. Ég sagði eitthvað og það tók þrjá daga að ná fýlunni úr honum svo ég sýndi þroska og hætti þessu.“ Ágúst á hliðarlínunni í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Mikið gengið á í vetur „Ég er búinn að þjálfa í nokkur ár og ég hef aldrei lent í svona vetri. Þess vegna er ég ótrúlega stoltur að hafa klárað þetta,“ sagði Stefán en þónokkur skakkaföll hafa orðið á Framliðinu í vetur. Stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir er að glíma við eftirköst kórónuveirunnar. Steinunn Björnsdóttir kom inn undir lokin, nokkrir leikmenn hafa fengið höfuðhögg og glímt við afleiðingar og þá spilaði einn leikmaður liðsins með brotið bein í ökkla. „Ég er mjög stoltur, hefði líka verið mjög stoltur hefðum við ekki unnið í dag. Það má ekki gleyma að það er ekki sjálfgefið að vera alltaf í toppbaráttu.“ „Það er góð spurning. Leikmannahópurinn er sterkur en baklandið, ótrúlega margir sjálfboðaliðar sem hugsa rosalega vel um kvennaliðið, það er stærsta ástæðan fyrir því að liðið er að ná árangri,“ sagði Stefán að endingu aðspurður hvernig væri að vinna fyrir Fram sem er nú sigursælasta lið Íslands í kvennahandbolta. Klippa: Íslandsmeistarinn Stefán Arnarson Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða