Mun stýra Running Tide á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2022 10:29 Kristinn Árni Lár Hróbjartsson. Aðsend Kristinn Árni Lár Hróbjartsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega loftslagsfyrirtækisins Running Tide á Íslandi og mun hann stýra daglegri starfsemi þess hér á landi. Frá þessu segir í tilkynningu en Running Tide var stofnað fyrir fimm árum síðan á austurströnd Bandaríkjanna og hóf nýverið starfsemi á Íslandi fyrir milligöngu Transition Labs. „Kristinn Árni starfaði áður sem yfirmaður vörustjórnunar (SVP, Head of Product Management) hjá Sotheby‘s uppboðsfyrirtækinu í New York, þar sem hann leiddi miklar breytingar á skipulagi og tækninotkun þess í samræmi við stefnu nýrra eigenda, en félagið var keypt og afskráð úr bandarísku kauphöllinni NYSE árið 2019 af franska milljarðamæringnum Patrick Drahi. Þar áður var Kristinn Árni framkvæmdastjóri rekstrar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Gangverki, ráðgjafi hjá Kolibri og forstöðumaður rekstrar hjá QuizUp. Kristinn Árni er stofnandi og ritstjóri nýsköpunarvefsins Northstack auk þess að vera formaður stjórnar sprota- og nýsköpunarsjóðsins Kríu. Kristinn Árni er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Running Tide er framsækið sjávartæknifyrirtæki á sviði kolefnisförgunar. Fyrirtækið hefur þróað tækni til að örva náttúrulega hæfni sjávarins við að fjarlægja kolefni varanlega úr andrúmsloftinu. Markmiðið er að bæta lífríki hafsins og skila ávinningnum beint til sjávarplássa og til að auka sjálfbærni vistkerfa jarðarinnar. Meðal viðskiptavina Running Tide eru alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Stripe og Shopify sem fjárfest hafa í kolefnisförgun með þessum nýju aðferðum,“ segir í tilkynningunni. Fer á fullt í sumar Ennfremur segir að áformað sé að starfsemi Running Tide hér á landi fari á fullt strax í sumar en hún feli í sér heilmikil umsvif í hafnarstarfsemi, framleiðslu og útgerð. „Á meðal fjárfesta að baki félaginu er Davíð Helgason, stofnandi Unity, en hann er einnig stofnandi Transition Labs ásamt Kjartani Erni Ólafssyni frumkvöðli og tæknifjárfesti. Fleiri þekktir alþjóðlegir fjárfestar hafa veðjað á að tækni Running Tide muni skila árangri í baráttunni við loftslagsvandann, en þar má helst nefna einn fremsta vísisjóð heims á sviði loftslagsmála, Lowercarbon Capital, sem var stofnaður af Chris Sacca. Þá má nefna Scott Belsky stofnanda Behance og Caterinu Fake sem stofnaði Flickr, auk fjölda annarra,“ segir í tilkynningunni. Um Running Tide segir að það hafi verið stofnað af Marty Odler, fjórðu kynslóðar sjómanni, í Maine í Bandaríkjunum. Fyrirtækið þrói ýmis kerfi sem örvi náttúrulega eiginleika hafsins til að farga kolefni, snúa við súrnun sjávar og endurheimta vistkerfi við strendur hafsins. Vistaskipti Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu en Running Tide var stofnað fyrir fimm árum síðan á austurströnd Bandaríkjanna og hóf nýverið starfsemi á Íslandi fyrir milligöngu Transition Labs. „Kristinn Árni starfaði áður sem yfirmaður vörustjórnunar (SVP, Head of Product Management) hjá Sotheby‘s uppboðsfyrirtækinu í New York, þar sem hann leiddi miklar breytingar á skipulagi og tækninotkun þess í samræmi við stefnu nýrra eigenda, en félagið var keypt og afskráð úr bandarísku kauphöllinni NYSE árið 2019 af franska milljarðamæringnum Patrick Drahi. Þar áður var Kristinn Árni framkvæmdastjóri rekstrar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Gangverki, ráðgjafi hjá Kolibri og forstöðumaður rekstrar hjá QuizUp. Kristinn Árni er stofnandi og ritstjóri nýsköpunarvefsins Northstack auk þess að vera formaður stjórnar sprota- og nýsköpunarsjóðsins Kríu. Kristinn Árni er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Running Tide er framsækið sjávartæknifyrirtæki á sviði kolefnisförgunar. Fyrirtækið hefur þróað tækni til að örva náttúrulega hæfni sjávarins við að fjarlægja kolefni varanlega úr andrúmsloftinu. Markmiðið er að bæta lífríki hafsins og skila ávinningnum beint til sjávarplássa og til að auka sjálfbærni vistkerfa jarðarinnar. Meðal viðskiptavina Running Tide eru alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Stripe og Shopify sem fjárfest hafa í kolefnisförgun með þessum nýju aðferðum,“ segir í tilkynningunni. Fer á fullt í sumar Ennfremur segir að áformað sé að starfsemi Running Tide hér á landi fari á fullt strax í sumar en hún feli í sér heilmikil umsvif í hafnarstarfsemi, framleiðslu og útgerð. „Á meðal fjárfesta að baki félaginu er Davíð Helgason, stofnandi Unity, en hann er einnig stofnandi Transition Labs ásamt Kjartani Erni Ólafssyni frumkvöðli og tæknifjárfesti. Fleiri þekktir alþjóðlegir fjárfestar hafa veðjað á að tækni Running Tide muni skila árangri í baráttunni við loftslagsvandann, en þar má helst nefna einn fremsta vísisjóð heims á sviði loftslagsmála, Lowercarbon Capital, sem var stofnaður af Chris Sacca. Þá má nefna Scott Belsky stofnanda Behance og Caterinu Fake sem stofnaði Flickr, auk fjölda annarra,“ segir í tilkynningunni. Um Running Tide segir að það hafi verið stofnað af Marty Odler, fjórðu kynslóðar sjómanni, í Maine í Bandaríkjunum. Fyrirtækið þrói ýmis kerfi sem örvi náttúrulega eiginleika hafsins til að farga kolefni, snúa við súrnun sjávar og endurheimta vistkerfi við strendur hafsins.
Vistaskipti Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira