Sjáðu ferðasögu Kjartans Atla frá Boston Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2022 18:30 Kjartan Atli, bróðir og dóttir rákust á gamla brýnið Brian Scalabrine. Vísir/Stöð 2 Sport Kjartan Atli Kjartansson hélt nýverið til Boston í Massachusetts til að sjá sína menn í Boston Celtics etja kappi við Miami Heat í úrslitaeinvígi Austurdeildar NBA-deildarinnar. Brian Scalabrine og fleiri góðir koma við sögu í ferðadagbók Kjartans úr ferðinni. Kjartan Atli hélt utan með dóttur sinni, Klöru Kristínu, og bróður, Tómasi Karli, sem eru rétt eins og hann gallharðir stuðningsmenn Celtics-liðsins. Staðan var 1-1 í einvíginu eftir fyrstu tvo leikina í Miami þegar þau lentu í Boston og voru þeir grænu því í góðri stöðu, með tvo heimaleiki fyrir höndum. Stefnan var sett á að mæta á báða þá leiki í TD Garden í Boston. „Borgin iðaði af lífi á laugardeginum, leikdeginum sjálfum, og stemningin fyrir utan TD Garden, heimavöll Boston, var að venju mögnuð. Að fara á leik í úrslitakeppni í þeirri höll er engu líkt. Ekki skemmdi fyrir að hitta sjálfan Brian Scalabrine,“ en sá varð NBA-meistari með Celtics árið 2008. Það seig hins vegar lítillega á ógæfuhliðina eftir mikla eftirvæntingu. „Fyrir leikinn var andrúmsloftið í höllinni rafmagnað, enda Celtics-liðið í kjörstöðu í einvíginu, en kannski var rafmagnið í loftinu nægt til að stuða leikmenn liðsins, því þeir voru ólíkir sjálfum sér,“ segir Kjartan Atli. Miami Heat kaffærði Celtics liðinu í upphafi leiks, náði mest 26 stiga forskoti, sem reyndist Celtics óyfirstíganlegt, þrátt fyrir hetjulega baráttu þar sem náðist að minnka muninn í eitt stig þegar best lét. Miami vann leikinn og núllaði út útisigur Celtics í leiknum á undan, og staðan í einvíginu orðin 2-1 fyrir strákana frá Flórída. Klippa: Lögmál leiksins: Ferðasaga Kjartans frá Boston „Leiðin að hinni fölskvalausu gleði er stundum þyrnum stráð, án rigningar er ekkert sólskin, eins og skáldið 50 Cent kvað um árið,“ segir Kjartan Atli. Ferðin átti nefnilega eftir að enda betur en hún hófst, frá hlið Boston Celtics liðsins í það minnsta. Það tók Miami Heat meira en fjórar mínútur að skora sín fyrstu stig í síðari leiknum, sem fram fór mánudaginn eftir, og sáu gestirnir aldrei til sólar. Celtics vann öruggan 102-82 sigur og jafnaði einvígið á ný, stuðningsmönnum Boston Celtics til mikillar gleði. Gleðinni lauk ekki þar. Celtics vann einvígið 4-3 eftir 100-96 sigur í Miami í lokaleik seríunnar í gærkvöld og er komið í úrslit NBA-deildarinnar þar sem lið Golden State Warriors bíður. Betur verður farið yfir allt þetta í Lögmáli leiksins sem er á dagskrá klukkan 19:35 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Ferðasögu Kjartans Atla frá Boston má sjá í spilaranum að ofan. Lögmál leiksins NBA Íslendingar erlendis Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
Kjartan Atli hélt utan með dóttur sinni, Klöru Kristínu, og bróður, Tómasi Karli, sem eru rétt eins og hann gallharðir stuðningsmenn Celtics-liðsins. Staðan var 1-1 í einvíginu eftir fyrstu tvo leikina í Miami þegar þau lentu í Boston og voru þeir grænu því í góðri stöðu, með tvo heimaleiki fyrir höndum. Stefnan var sett á að mæta á báða þá leiki í TD Garden í Boston. „Borgin iðaði af lífi á laugardeginum, leikdeginum sjálfum, og stemningin fyrir utan TD Garden, heimavöll Boston, var að venju mögnuð. Að fara á leik í úrslitakeppni í þeirri höll er engu líkt. Ekki skemmdi fyrir að hitta sjálfan Brian Scalabrine,“ en sá varð NBA-meistari með Celtics árið 2008. Það seig hins vegar lítillega á ógæfuhliðina eftir mikla eftirvæntingu. „Fyrir leikinn var andrúmsloftið í höllinni rafmagnað, enda Celtics-liðið í kjörstöðu í einvíginu, en kannski var rafmagnið í loftinu nægt til að stuða leikmenn liðsins, því þeir voru ólíkir sjálfum sér,“ segir Kjartan Atli. Miami Heat kaffærði Celtics liðinu í upphafi leiks, náði mest 26 stiga forskoti, sem reyndist Celtics óyfirstíganlegt, þrátt fyrir hetjulega baráttu þar sem náðist að minnka muninn í eitt stig þegar best lét. Miami vann leikinn og núllaði út útisigur Celtics í leiknum á undan, og staðan í einvíginu orðin 2-1 fyrir strákana frá Flórída. Klippa: Lögmál leiksins: Ferðasaga Kjartans frá Boston „Leiðin að hinni fölskvalausu gleði er stundum þyrnum stráð, án rigningar er ekkert sólskin, eins og skáldið 50 Cent kvað um árið,“ segir Kjartan Atli. Ferðin átti nefnilega eftir að enda betur en hún hófst, frá hlið Boston Celtics liðsins í það minnsta. Það tók Miami Heat meira en fjórar mínútur að skora sín fyrstu stig í síðari leiknum, sem fram fór mánudaginn eftir, og sáu gestirnir aldrei til sólar. Celtics vann öruggan 102-82 sigur og jafnaði einvígið á ný, stuðningsmönnum Boston Celtics til mikillar gleði. Gleðinni lauk ekki þar. Celtics vann einvígið 4-3 eftir 100-96 sigur í Miami í lokaleik seríunnar í gærkvöld og er komið í úrslit NBA-deildarinnar þar sem lið Golden State Warriors bíður. Betur verður farið yfir allt þetta í Lögmáli leiksins sem er á dagskrá klukkan 19:35 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Ferðasögu Kjartans Atla frá Boston má sjá í spilaranum að ofan.
Lögmál leiksins NBA Íslendingar erlendis Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum