„Við verðum áfram ástfangnir, er það ekki?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2022 23:30 Þeir félagar hafa litlar áhyggjur af því að sambandið súrni. Clive Mason/Getty Images Liðsfélagarnir Max Verstappen og Sergio Pérez í liði Red Bull í Formúlu 1 gefa lítið fyrir það að möguleg barátta um heimsmeistaratitilinn ógni vináttu þeirra. Pérez vann frækinn sigur í Mónakó um helgina. Pérez vann aðeins sinn þriðja sigur á ferlinum í Mónakó og sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Pérez hóf keppnina þriðji á ráslínu en góð keppnisáætlun Red Bull, auk mistaka í röðum Ferrari, hleyptu honum framúr Ferrari-mönnunum Charles Leclerc og Carlos Sainz, sem hófu keppnina fyrir framan hann. Pérez lét forystu sína aldrei af hendi og fékk mikilvæg 25 stig í keppni ökuþóra á meðan félagi hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, varð þriðji. Sigur Pérez hleypti honum óvænt inn í keppni um heimsmeistaratitilinn þar sem hann er með 110 stig í þriðja sæti, aðeins sex stigum á eftir Leclerc og 15 stigum á eftir Verstappen sem leiðir með 125 stig. Liðsfélagarnir voru spurðir eftir kappaksturinn hvort möguleg keppni þeirra um titilinn myndi hafa súr áhrif á þeirra samband. „Ég held ekki að neitt breytist,“ sagði Verstappen áður en Pérez, glottandi við, greip orðið: „Við verðum áfram ástfangnir, er það ekki?“ „Já, algjörlega. Af hverju ætti það að breytast?“ sagði Verstappen þá. Það yrði engin nýbreytni að rígur myndi skapast milli tveggja liðsfélaga sem berjast á toppnum í Formúlu 1. Bæði Fernando Alonso og Nico Rosberg gáfust upp á því að finnast þeir varaskeifur fyrir Lewis Hamilton og þá má taka dæmi af Þjóðverjanum Sebastian Vettel og Mark Webber í liði Red Bull. Vettel vann fjóra heimsmeistaratitla í röð með Red Bull árin 2010 til 2013 en Webber fannst hann aldrei fá sömu tækifæri til að sanna sig innan liðsins, líkt og sá þýski fékk. Formúla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Pérez vann aðeins sinn þriðja sigur á ferlinum í Mónakó og sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Pérez hóf keppnina þriðji á ráslínu en góð keppnisáætlun Red Bull, auk mistaka í röðum Ferrari, hleyptu honum framúr Ferrari-mönnunum Charles Leclerc og Carlos Sainz, sem hófu keppnina fyrir framan hann. Pérez lét forystu sína aldrei af hendi og fékk mikilvæg 25 stig í keppni ökuþóra á meðan félagi hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, varð þriðji. Sigur Pérez hleypti honum óvænt inn í keppni um heimsmeistaratitilinn þar sem hann er með 110 stig í þriðja sæti, aðeins sex stigum á eftir Leclerc og 15 stigum á eftir Verstappen sem leiðir með 125 stig. Liðsfélagarnir voru spurðir eftir kappaksturinn hvort möguleg keppni þeirra um titilinn myndi hafa súr áhrif á þeirra samband. „Ég held ekki að neitt breytist,“ sagði Verstappen áður en Pérez, glottandi við, greip orðið: „Við verðum áfram ástfangnir, er það ekki?“ „Já, algjörlega. Af hverju ætti það að breytast?“ sagði Verstappen þá. Það yrði engin nýbreytni að rígur myndi skapast milli tveggja liðsfélaga sem berjast á toppnum í Formúlu 1. Bæði Fernando Alonso og Nico Rosberg gáfust upp á því að finnast þeir varaskeifur fyrir Lewis Hamilton og þá má taka dæmi af Þjóðverjanum Sebastian Vettel og Mark Webber í liði Red Bull. Vettel vann fjóra heimsmeistaratitla í röð með Red Bull árin 2010 til 2013 en Webber fannst hann aldrei fá sömu tækifæri til að sanna sig innan liðsins, líkt og sá þýski fékk.
Formúla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira