„Get verið ung og efnileg aftur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júní 2022 08:30 Lovísa Thompson er á leið út í atvinnumennsku. Stöð 2 Lovísa Thompson, ein besta handboltakona landsins, er á leið út fyrir landsteinana og mun leika með Ringkøbing í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Lovísa sló fyrst í gegn með Gróttu, þá aðeins 15 ára gömul. Þessi öfluga handboltakona er enn aðeins 22 ára og hefur leikið með Val seinustu ár, en hún fer á láni til Ringkøbing. „Mér líst bara mjög vel á þetta. Ég er spennt fyrir komandi tímum og mér finnst ég vera orðin tilbúin til þess að taka næsta skref,“ sagði Lovísa í samtali við Guðjón Guðmundsson í gær. Danska úrvalsdeildin er ein sú sterkasta í Evrópu, en Lovísa gerir sér grein fyrir stökkinu sem hún er að taka. „Algjörlega. Þarna eru lið sem eru þvílíkt sterk. Núna um helgina er Meistaradeildin og þar er eitt af bestu liðunum að fara að spila þannig að þetta er alveg svakalegt.“ Hún segir ákvörðunina þó ekki hafa verið erfiða. „Nei í sjálfu sér ekki. Þetta er búið að vera í bígerð í svolítinn tíma og þess vegna held ég að þetta verði bara frekar gott fyrir mig.“ Eins og áður segir þá sló Lovísa fyrst í gegn með Gróttu aðeins 15 ára gömul og hefur því verið lengi í sviðsljósinu þrátt fyrir ungan aldur. „Það má alveg segja það. Ég er búin að vera lengi í handboltanum hérna á Íslandi og þess vegna held ég að það sé bara fínt að komast aðeins í burtu og fara í nýtt umhverfi með nýjum leikmönnum og nýjum þjálfurum sem þekkja mig ekki.“ „Þarna get ég verið ung og efnileg aftur í stað þess að vera reynslubolti eins og ég er talin vera hérna heima á Íslandi. Þannig að ég held að þetta verði bara fínt.“ „Ég hef fylgst með þessum toppliðum [í Danmörku] en veit líka að þetta er svolítið tvískipt deild og ég er að fara í svona botnpakka. En ég held að það geti líka bara verið fínasta skref frá deildinni hérna á Íslandi. Mér finnst þegar ég keppi landsleiki að þetta sé svolítið stökk þannig að þetta brúar kannski aðeins bilið á milli þess að fá ekki algjört sjokk þegar maður fer að spila þessa leiki.“ Og Lovísa segist að sjálfsögðu vera búin að stefna að því að fara út lengi. „Algjörlega. Bara frá því að ég var krakki þannig að þetta er kærkomið. Klippa: Lovis Thompson Fékk nóg af handbolta en mætti aftur með nýja sýn Lovísa og stöllur hennar í Val enduðu í öðru sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir Fram. Þá fór liðið alla leið í úrslitaviðureignina um Íslandsmeistaratitilinn þar sem liðið laut í lægra haldi gegn Fram og þurfti því að sætta sig við silfrið. Þrátt fyrir það segist Lovísa ánægð með tímabilið í heild sinni. „Já að vissu leyti. Ég tók mér náttúrulega pásu fyrir áramót og kom svo fersk eftir áramót með nýja sýn á handboltann. En mér fannst ótrúlega leiðinlegt að enda þetta eins og við gerðum um helgina, það var svolítið súrt.“ „En að sama skapi var þetta mjög flott tímabil hjá Val. Við urðum bikarmeistarar, lentum í öðru sæti í deildinni einu stigi á eftir Fram og töpum núna í hörkuleikjum um helgina og í síðustu viku. Þannig að það er margt jákvætt sem er hægt að taka úr þessu.“ Lovísa minntist á pásuna sem hún tók sér fyrir áramót, en það gerði hún vegna þess að hún var búin að fá nóg af handbolta í bili. „Algjörlega. Ég var bara búin að fá upp í kok. Þess vegna held ég að þetta sé svolítið ný sýn sem ég kem með inn í þetta núna. Ég veit að lífið er ekki bara handbolti og er farin að njóta annarra hluta líka. Það gerir mér kannski bara gott líka og ég fer kannski að hafa meira gaman af því þegar ég mæti á æfingar,“ sagði Lovísa að lokum. Viðtalið við Lovísu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Valur Danski handboltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Sjá meira
Lovísa sló fyrst í gegn með Gróttu, þá aðeins 15 ára gömul. Þessi öfluga handboltakona er enn aðeins 22 ára og hefur leikið með Val seinustu ár, en hún fer á láni til Ringkøbing. „Mér líst bara mjög vel á þetta. Ég er spennt fyrir komandi tímum og mér finnst ég vera orðin tilbúin til þess að taka næsta skref,“ sagði Lovísa í samtali við Guðjón Guðmundsson í gær. Danska úrvalsdeildin er ein sú sterkasta í Evrópu, en Lovísa gerir sér grein fyrir stökkinu sem hún er að taka. „Algjörlega. Þarna eru lið sem eru þvílíkt sterk. Núna um helgina er Meistaradeildin og þar er eitt af bestu liðunum að fara að spila þannig að þetta er alveg svakalegt.“ Hún segir ákvörðunina þó ekki hafa verið erfiða. „Nei í sjálfu sér ekki. Þetta er búið að vera í bígerð í svolítinn tíma og þess vegna held ég að þetta verði bara frekar gott fyrir mig.“ Eins og áður segir þá sló Lovísa fyrst í gegn með Gróttu aðeins 15 ára gömul og hefur því verið lengi í sviðsljósinu þrátt fyrir ungan aldur. „Það má alveg segja það. Ég er búin að vera lengi í handboltanum hérna á Íslandi og þess vegna held ég að það sé bara fínt að komast aðeins í burtu og fara í nýtt umhverfi með nýjum leikmönnum og nýjum þjálfurum sem þekkja mig ekki.“ „Þarna get ég verið ung og efnileg aftur í stað þess að vera reynslubolti eins og ég er talin vera hérna heima á Íslandi. Þannig að ég held að þetta verði bara fínt.“ „Ég hef fylgst með þessum toppliðum [í Danmörku] en veit líka að þetta er svolítið tvískipt deild og ég er að fara í svona botnpakka. En ég held að það geti líka bara verið fínasta skref frá deildinni hérna á Íslandi. Mér finnst þegar ég keppi landsleiki að þetta sé svolítið stökk þannig að þetta brúar kannski aðeins bilið á milli þess að fá ekki algjört sjokk þegar maður fer að spila þessa leiki.“ Og Lovísa segist að sjálfsögðu vera búin að stefna að því að fara út lengi. „Algjörlega. Bara frá því að ég var krakki þannig að þetta er kærkomið. Klippa: Lovis Thompson Fékk nóg af handbolta en mætti aftur með nýja sýn Lovísa og stöllur hennar í Val enduðu í öðru sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir Fram. Þá fór liðið alla leið í úrslitaviðureignina um Íslandsmeistaratitilinn þar sem liðið laut í lægra haldi gegn Fram og þurfti því að sætta sig við silfrið. Þrátt fyrir það segist Lovísa ánægð með tímabilið í heild sinni. „Já að vissu leyti. Ég tók mér náttúrulega pásu fyrir áramót og kom svo fersk eftir áramót með nýja sýn á handboltann. En mér fannst ótrúlega leiðinlegt að enda þetta eins og við gerðum um helgina, það var svolítið súrt.“ „En að sama skapi var þetta mjög flott tímabil hjá Val. Við urðum bikarmeistarar, lentum í öðru sæti í deildinni einu stigi á eftir Fram og töpum núna í hörkuleikjum um helgina og í síðustu viku. Þannig að það er margt jákvætt sem er hægt að taka úr þessu.“ Lovísa minntist á pásuna sem hún tók sér fyrir áramót, en það gerði hún vegna þess að hún var búin að fá nóg af handbolta í bili. „Algjörlega. Ég var bara búin að fá upp í kok. Þess vegna held ég að þetta sé svolítið ný sýn sem ég kem með inn í þetta núna. Ég veit að lífið er ekki bara handbolti og er farin að njóta annarra hluta líka. Það gerir mér kannski bara gott líka og ég fer kannski að hafa meira gaman af því þegar ég mæti á æfingar,“ sagði Lovísa að lokum. Viðtalið við Lovísu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Valur Danski handboltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Sjá meira