Bandaríkin sjá Úkraínu fyrir háþróuðum eldflaugakerfum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júní 2022 06:56 Biden segir Bandaríkjamenn munu standa með Úkraínumönnum alla leið. epa/Michael Reynolds New York Times birti í gær grein eftir Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem hann útlistar hvað Bandaríkjamenn muni og hvað þeir muni ekki gera í Úkraínu. Markmiðið sé skýrt; að tryggja lýðræðislega, fullvalda og stönduga Úkraínu. Forsetinn segir þurfa að tryggja að Úkraínumenn hafi getu til að verja sig. Hann vitnar í Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta, sem hefur ítrekað sagt að stríðið muni taka enda við samningaborðið en Biden segir allar samningaviðræður endurspegla það sem væri að gerast á vígvellinum. Af þessum sökum hafi Bandaríkjamenn leitast við að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum, til að styrkja stöðu þeirra bæði á framlínunni og við samningaborðið. Af sömu ástæðu hafi hann nú ákveðið að senda þeim háþróuð eldflaugakerfi. Biden segir Bandaríkjamenn einnig ætla að halda áfram að sjá Úkraínu fyrir öðrum vopnum; skriðdrekabönum, loftvarnakerfum, stórskotabúnaði, drónum og fleiru. Þá muni þeir styrkja landið fjárhagslega og vinna með bandamönnum til að auka á refsiaðgerðir gegn Rússum og freista þess að draga úr áhrifum stríðsins á matvælaframboð í heiminum. „Við viljum ekki stríð milli Nató og Rússlands,“ segir forsetinn. „Eins mikið og ég er ósammála Pútín og er hneykslaður á framgöngu hans, munu Bandaríkin ekki leitast við að koma honum frá völdum í Moskvu. Svo lengi sem hvorki Bandaríkin né bandamenn okkar verða fyrir árásum munum við ekki taka beinan þátt í þessum átökum, hvorki með því að senda bandaríska hermenn til að berjast í Úkraínu né með því að ráðast á hermenn Rússlands.“ In Opinion"America s goal is straightforward," President Biden writes in a guest essay. "We want to see a democratic, independent, sovereign and prosperous Ukraine with the means to deter and defend itself against further aggression." https://t.co/c2AM54y140— The New York Times (@nytimes) June 1, 2022 Segir ekkert benda til þess að notkun kjarnorkuvopna sé yfirvofandi Biden segir stefnu sína hafa verið „ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ og því myndu Bandaríkjamenn ekki þrýsta á stjórnvöld í Kænugarði að gefa landsvæði eftir til að koma á friðið. Það væri rangt. Það hefði ekki fjarað undan friðarviðræðum vegna viljaleysis Úkraínumanna, líkt og Rússar hafa haldið fram, heldur hefðu þær staðnað vegna viðleitni Rússa til að sölsa undir sig eins stóran hluta Úkraínu og mögulegt væri. Biden segir að það að standa með Úkraínumönnum væri ekki aðeins hið rétta að gera, heldur þyrfti að tryggja að Rússar gyldu yfirgang sinn dýru verði til að tryggja að aðrir freistuðust ekki til að fara að dæmi þeirra. Forsetinn sagðist meðvitaður um að fólk víða um heim hefði áhyggjur af notkun kjarnorkuvopna. Sagði hann engar vísbendingar uppi um að Rússar hygðust beita slíkum vopnum. „Bandaríkjamenn munu standa með úkraínsku þjóðinni því við vitum að frelsið er ekki ókeypis. Það er það sem við höfum alltaf gert þegar óvinir frelsisins freista þess að herja á og kúga saklaust fólk og það er það sem við munum gera núna. Vladimir Pútín átti ekki von á þessari einörðu samstöðu né viðbragðsstyrk okkar. Hann hafði rangt fyrir sér. Ef hann reiknar með að við gefum eftir eða sundrumst á næstu mánuðum, þá skjátlast honum einnig í því.“ Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Forsetinn segir þurfa að tryggja að Úkraínumenn hafi getu til að verja sig. Hann vitnar í Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta, sem hefur ítrekað sagt að stríðið muni taka enda við samningaborðið en Biden segir allar samningaviðræður endurspegla það sem væri að gerast á vígvellinum. Af þessum sökum hafi Bandaríkjamenn leitast við að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum, til að styrkja stöðu þeirra bæði á framlínunni og við samningaborðið. Af sömu ástæðu hafi hann nú ákveðið að senda þeim háþróuð eldflaugakerfi. Biden segir Bandaríkjamenn einnig ætla að halda áfram að sjá Úkraínu fyrir öðrum vopnum; skriðdrekabönum, loftvarnakerfum, stórskotabúnaði, drónum og fleiru. Þá muni þeir styrkja landið fjárhagslega og vinna með bandamönnum til að auka á refsiaðgerðir gegn Rússum og freista þess að draga úr áhrifum stríðsins á matvælaframboð í heiminum. „Við viljum ekki stríð milli Nató og Rússlands,“ segir forsetinn. „Eins mikið og ég er ósammála Pútín og er hneykslaður á framgöngu hans, munu Bandaríkin ekki leitast við að koma honum frá völdum í Moskvu. Svo lengi sem hvorki Bandaríkin né bandamenn okkar verða fyrir árásum munum við ekki taka beinan þátt í þessum átökum, hvorki með því að senda bandaríska hermenn til að berjast í Úkraínu né með því að ráðast á hermenn Rússlands.“ In Opinion"America s goal is straightforward," President Biden writes in a guest essay. "We want to see a democratic, independent, sovereign and prosperous Ukraine with the means to deter and defend itself against further aggression." https://t.co/c2AM54y140— The New York Times (@nytimes) June 1, 2022 Segir ekkert benda til þess að notkun kjarnorkuvopna sé yfirvofandi Biden segir stefnu sína hafa verið „ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ og því myndu Bandaríkjamenn ekki þrýsta á stjórnvöld í Kænugarði að gefa landsvæði eftir til að koma á friðið. Það væri rangt. Það hefði ekki fjarað undan friðarviðræðum vegna viljaleysis Úkraínumanna, líkt og Rússar hafa haldið fram, heldur hefðu þær staðnað vegna viðleitni Rússa til að sölsa undir sig eins stóran hluta Úkraínu og mögulegt væri. Biden segir að það að standa með Úkraínumönnum væri ekki aðeins hið rétta að gera, heldur þyrfti að tryggja að Rússar gyldu yfirgang sinn dýru verði til að tryggja að aðrir freistuðust ekki til að fara að dæmi þeirra. Forsetinn sagðist meðvitaður um að fólk víða um heim hefði áhyggjur af notkun kjarnorkuvopna. Sagði hann engar vísbendingar uppi um að Rússar hygðust beita slíkum vopnum. „Bandaríkjamenn munu standa með úkraínsku þjóðinni því við vitum að frelsið er ekki ókeypis. Það er það sem við höfum alltaf gert þegar óvinir frelsisins freista þess að herja á og kúga saklaust fólk og það er það sem við munum gera núna. Vladimir Pútín átti ekki von á þessari einörðu samstöðu né viðbragðsstyrk okkar. Hann hafði rangt fyrir sér. Ef hann reiknar með að við gefum eftir eða sundrumst á næstu mánuðum, þá skjátlast honum einnig í því.“
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira