Fjögur ráðin í lykilstöður hjá Controlant Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2022 12:01 Ragnhildur Ágústsdóttir, Jens Bjarnason, Sæunn Björk Þorkelsdóttir og Áslaug S. Hafsteinsdóttir. Aðsend Áslaug S. Hafsteinsdóttir, Jens Bjarnason, Ragnhildur Ágústsdóttir og Sæunn Björk Þorkelsdóttir hafa öll verið ráðin í lykilstöður hjá hátæknifyrirtækinu Controlant. Í tilkynningu segir að Áslaug hafi verið ráðin í stöðu forstöðumanns innleiðingasviðs, Jens í stöðu forstöðumanns vöruþróunar, Ragnhildur í stöðu forsetöðumanns markaðssviðs og Sæunn í stöðu forstöðumanns innkaupastýringar. „Áslaug S. Hafsteinsdóttir – forstöðumaður innleiðingasviðs (Vice President of Implementation) Áslaug mun byggja upp og leiða nýtt svið innan Controlant sem heldur utan um innleiðingar á lausnum hjá viðskiptavinum Controlant. Áður en Áslaug gekk til liðs við Controlant starfaði hún hjá Meniga í tíu ár við innleiðingu á hugbúnaði hjá alþjóðlegum fjármálastofnunum. Nú síðast starfaði hún sem forstöðumaður fjártækniþjónustu og leiddi þar áður verkefnastýringu Meniga. Þá starfaði Áslaug í hátt í 7 ár hjá Landsbankanum, meðal annars sem forstöðumaður áhættugreiningar. Áslaug er með MBA og B.Sc. gráðu í verkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Jens Bjarnason – forstöðumaður vöruþróunar (Chief Engineer) Jens er nýr yfirverkfræðingur hjá Controlant og leiðir hóp sérfræðinga sem spila lykilhlutverk í þróun á vöru- og lausnaframboði félagsins. Jens er kemur með mikla reynslu í farteskinu m.a. frá Marel þar sem hann starfaði í 26 ár. Jens hóf feril sinn hjá Marel sem forritari í hugbúnaðarþróun og varð síðar sölustjóri hugbúnaðar og loks yfirmaður Innova, hugbúnaðar Marel. sem er Marel.. Jens hóf feril sinn hjá Marel Jens er með MBA gráðu og B.Sc. í tölvunarfræði og iðnrekstrarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ragnhildur Ágústsdóttir – forstöðumaður markaðssviðs (Vice President of Marketing) Ragnhildur mun byggja upp og leiða markaðsmál Controlant. Ragnhildur er reyndur frumkvöðull og stjórnandi. Hún er annar stofnanda Lava Show í Vík í Mýrdal sem hlaut nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar 2021. Síðastliðin sex ár starfaði hún sem sölustjóri skrifstofu- og öryggislausna hjá Microsoft í Danmörku og á Íslandi og þar áður sem forstöðumaður Hýsingar og Reksturs hjá Advania. Þá var Ragnhildur stjórnandi á fjarskiptamarkaði um 5 ára skeið áður en hún starfaði sem stjórnendaráðgjafi hjá Expectus. Ragnhildur er með meistaragráðu í stefnumótun og stjórnun frá Copenhagen Business School og B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Sæunn Björk Þorkelsdóttir – forstöðumaður innkaupastýringar (Vice President of Procurement) Sæunn tók við stjórnendastöðu í innkaupum hjá Controlant í upphafi árs 2021 og leiðir nú nýtt innkaupasvið félagsins. Áður starfaði Sæunn sem forstöðumaður innkaupastýringar og kostnaðareftirlits hjá Eimskip í fjögur ár ásamt því að sinna ýmsum öðrum ábyrgðarverkefnum, m.a. að leiða þróun nýrrar einingar á alþjóðavísu, stýra innflutningadeild félagsins í Hamborg og gegna stöðu ferlastjóra á Íslandi. Um árabil kenndi Sæunn flutningafræði og vörustjórnun við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Ásamt þessu er Sæunn einnig formaður Innkaupa- og vörustýringarhóps Stjórnvísi. Sæunn er með meistaragráðu í alþjóðastjórnun frá Stratchclyde University í Glasgow og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.“ Controlant er leiðandi í þróun á vöktunarlausnum á sviði aðfangakeðjunnar (e. Supply Chain). Segir að lausnir félagsins stuðli að öruggum, skilvirkum og rekjanlegum flutningi viðkvæmra lyfja og matvæla með sjálfbærni og lágmörkun sóunar að leiðarljósi. Vistaskipti Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
Í tilkynningu segir að Áslaug hafi verið ráðin í stöðu forstöðumanns innleiðingasviðs, Jens í stöðu forstöðumanns vöruþróunar, Ragnhildur í stöðu forsetöðumanns markaðssviðs og Sæunn í stöðu forstöðumanns innkaupastýringar. „Áslaug S. Hafsteinsdóttir – forstöðumaður innleiðingasviðs (Vice President of Implementation) Áslaug mun byggja upp og leiða nýtt svið innan Controlant sem heldur utan um innleiðingar á lausnum hjá viðskiptavinum Controlant. Áður en Áslaug gekk til liðs við Controlant starfaði hún hjá Meniga í tíu ár við innleiðingu á hugbúnaði hjá alþjóðlegum fjármálastofnunum. Nú síðast starfaði hún sem forstöðumaður fjártækniþjónustu og leiddi þar áður verkefnastýringu Meniga. Þá starfaði Áslaug í hátt í 7 ár hjá Landsbankanum, meðal annars sem forstöðumaður áhættugreiningar. Áslaug er með MBA og B.Sc. gráðu í verkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Jens Bjarnason – forstöðumaður vöruþróunar (Chief Engineer) Jens er nýr yfirverkfræðingur hjá Controlant og leiðir hóp sérfræðinga sem spila lykilhlutverk í þróun á vöru- og lausnaframboði félagsins. Jens er kemur með mikla reynslu í farteskinu m.a. frá Marel þar sem hann starfaði í 26 ár. Jens hóf feril sinn hjá Marel sem forritari í hugbúnaðarþróun og varð síðar sölustjóri hugbúnaðar og loks yfirmaður Innova, hugbúnaðar Marel. sem er Marel.. Jens hóf feril sinn hjá Marel Jens er með MBA gráðu og B.Sc. í tölvunarfræði og iðnrekstrarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ragnhildur Ágústsdóttir – forstöðumaður markaðssviðs (Vice President of Marketing) Ragnhildur mun byggja upp og leiða markaðsmál Controlant. Ragnhildur er reyndur frumkvöðull og stjórnandi. Hún er annar stofnanda Lava Show í Vík í Mýrdal sem hlaut nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar 2021. Síðastliðin sex ár starfaði hún sem sölustjóri skrifstofu- og öryggislausna hjá Microsoft í Danmörku og á Íslandi og þar áður sem forstöðumaður Hýsingar og Reksturs hjá Advania. Þá var Ragnhildur stjórnandi á fjarskiptamarkaði um 5 ára skeið áður en hún starfaði sem stjórnendaráðgjafi hjá Expectus. Ragnhildur er með meistaragráðu í stefnumótun og stjórnun frá Copenhagen Business School og B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Sæunn Björk Þorkelsdóttir – forstöðumaður innkaupastýringar (Vice President of Procurement) Sæunn tók við stjórnendastöðu í innkaupum hjá Controlant í upphafi árs 2021 og leiðir nú nýtt innkaupasvið félagsins. Áður starfaði Sæunn sem forstöðumaður innkaupastýringar og kostnaðareftirlits hjá Eimskip í fjögur ár ásamt því að sinna ýmsum öðrum ábyrgðarverkefnum, m.a. að leiða þróun nýrrar einingar á alþjóðavísu, stýra innflutningadeild félagsins í Hamborg og gegna stöðu ferlastjóra á Íslandi. Um árabil kenndi Sæunn flutningafræði og vörustjórnun við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Ásamt þessu er Sæunn einnig formaður Innkaupa- og vörustýringarhóps Stjórnvísi. Sæunn er með meistaragráðu í alþjóðastjórnun frá Stratchclyde University í Glasgow og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.“ Controlant er leiðandi í þróun á vöktunarlausnum á sviði aðfangakeðjunnar (e. Supply Chain). Segir að lausnir félagsins stuðli að öruggum, skilvirkum og rekjanlegum flutningi viðkvæmra lyfja og matvæla með sjálfbærni og lágmörkun sóunar að leiðarljósi.
Vistaskipti Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira