Afvegaleiðing Íslandsbankamálsins Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 2. júní 2022 13:30 Íslandsbankamálið er í sérkennilegum farvegi eftir að Bjarni Benediktsson tók fram fyrir hendurnar á Alþingi um það hvar málið yrði rannsakað og beitti sér fyrir því að Ríkisendurskoðun tæki upp málið. Eins og ráðherra veit tekur starfssvið og eftirlitshlutverk Ríkisendurskoðunar ekki til stóru spurninganna er varða lögbundnar skyldur hans sjálfs, t.d. hvort hann hafi lagt fullnægjandi grundvöll að ákvörðunum sínum við sölu bankans, fylgt skráðum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttar og rækt eftirlitsskyldur sínar gagnvart Bankasýslunni með viðunandi hætti. Leynd hvílir yfir því hvaða þætti Ríkisendurskoðun er að athuga og hvaða spurningum stofnunin er að leita svara við. Úttektarvinnan fer fram meðan enginn ríkisendurskoðandi er að störfum sem hlotið hefur kosningu Alþingis. Á tímabili úttektarvinnunnar mun Alþingi kjósa ríkisendurskoðanda til næstu sex ára og sá sem nú er starfandi ríkisendurskoðandi og yfir úttektarvinnunni er sjálfur á meðal umsækjenda. Þetta er óheppileg staða fyrir alla. Í lögum nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga er hvergi gert ráð fyrir að stjórnvöld eigi með einhverjum hætti frumkvæði að athugunum Ríkisendurskoðunar. Til eru dæmi um slíkt en þetta er ósiður, jafn ankannalegt og ef stjórnvöld færu að stunda það að biðja umboðsmann Alþingis um að hefja frumkvæðisathuganir á tilteknum málum. Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingis og fer í umboði þess með eftirlit með fjárreiðum stjórnvalda. Það samrýmist illa þessu hlutverki að stjórnvöld sjálf, hinir eftirlitsskyldu aðilar, hlutist til um hvernig Alþingi og stofnanir þess rækja eftirlitshlutverk sitt gagnvart þeim og það er ekki traustvekjandi að úttekt á Íslandsbankamálinu fari fram samkvæmt sérstakri beiðni fjármálaráðherra, sama manns og hafði forgöngu um bankasöluna sem er til athugunar og ber lagalega og pólitíska ábyrgð á málinu. Við Kristrún Frostadóttir höfum lagt fram eftirfarandi fyrirspurn til fjármálaráðherra og hefur hann 15 virka daga til að svara henni samkvæmt þingskapalögum: 1. Hvers vegna óskaði ráðherra eftir því 7. apríl 2022 að Ríkisendurskoðun gerði úttekt á sölu eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka? 2. Á hvaða lagagrundvelli er beiðni ráðherra til Ríkisendurskoðunar reist? 3. Leitaði ráðherra álits ráðuneytis síns, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, áður en beiðnin var lögð fram? Ef svo er, hvers efnis var ráðgjöfin? 4. Hefur ráðherra áður óskað eftir úttektum frá eftirlitsstofnunum Alþingis á tilteknum málum? Ef svo er, í hvaða tilvikum og af hvaða ástæðum? 5. Hvernig verður gjaldtöku háttað vegna úttektarinnar, sbr. tilvísun Ríkisendurskoðunar til 2. mgr. 8. gr. laga nr. 46/2016 í svarbréfi til fjármála- og efnahagsráðuneytis 7. apríl 2022? 6. Telur ráðherra það falla undir starfssvið Ríkisendurskoðunar að meta lögfræðileg atriði sem varpað geta ljósi á það hvort ráðherra hafi sjálfur rækt starfsskyldur sínar samkvæmt lögum nr. 155/2012, um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, lögum nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, og stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, við sölu eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka? a. Ef svarið er nei, hafði þetta þýðingu fyrir þá ákvörðun ráðherra að beita sér fyrir því að málið yrði rannsakað af Ríkisendurskoðun en ekki af eftirlitsaðila sem að lögum er bær til þess að fjalla um hvort ráðherra hafi gerst brotlegur við starfsskyldur sínar? b. Ef svarið er já, telur ráðherra að lögbundnar skyldur hans sem ráðherra samkvæmt téðum lögum hafi einskorðast við fjárreiður, sbr. 43. gr. stjórnarskrárinnar, en ekki falið í sér framkvæmd stjórnarmálefna að öðru leyti? Mestu skiptir þó að ríkisendurskoðandi hefur einfaldlega ekki þær víðtæku rannsóknarheimildir sem þarf til að velta við hverjum steini í Íslandsbankamálinu. Síðast þegar ríkisendurskoðandi rannsakaði bankasölu komst hann að þeirri niðurstöðu að ekkert væri við hana að athuga. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis kannaði sama mál og komst að gagnstæðri niðurstöðu benti ríkisendurskoðandi réttilega á að hið sanna hefði komið í ljós vegna víðtækra rannsóknar- og eftirlitsheimilda rannsóknarnefndarinnar sem hann hafði ekki. Alþingi ætti að draga lærdóm af þessari atburðarás. Íslandsbankahneykslið er ærið tilefni til að skipa óháða rannsóknarnefnd með víðtækar heimildir til að kanna alla þætti málsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Salan á Íslandsbanka Alþingi Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Íslandsbankamálið er í sérkennilegum farvegi eftir að Bjarni Benediktsson tók fram fyrir hendurnar á Alþingi um það hvar málið yrði rannsakað og beitti sér fyrir því að Ríkisendurskoðun tæki upp málið. Eins og ráðherra veit tekur starfssvið og eftirlitshlutverk Ríkisendurskoðunar ekki til stóru spurninganna er varða lögbundnar skyldur hans sjálfs, t.d. hvort hann hafi lagt fullnægjandi grundvöll að ákvörðunum sínum við sölu bankans, fylgt skráðum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttar og rækt eftirlitsskyldur sínar gagnvart Bankasýslunni með viðunandi hætti. Leynd hvílir yfir því hvaða þætti Ríkisendurskoðun er að athuga og hvaða spurningum stofnunin er að leita svara við. Úttektarvinnan fer fram meðan enginn ríkisendurskoðandi er að störfum sem hlotið hefur kosningu Alþingis. Á tímabili úttektarvinnunnar mun Alþingi kjósa ríkisendurskoðanda til næstu sex ára og sá sem nú er starfandi ríkisendurskoðandi og yfir úttektarvinnunni er sjálfur á meðal umsækjenda. Þetta er óheppileg staða fyrir alla. Í lögum nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga er hvergi gert ráð fyrir að stjórnvöld eigi með einhverjum hætti frumkvæði að athugunum Ríkisendurskoðunar. Til eru dæmi um slíkt en þetta er ósiður, jafn ankannalegt og ef stjórnvöld færu að stunda það að biðja umboðsmann Alþingis um að hefja frumkvæðisathuganir á tilteknum málum. Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingis og fer í umboði þess með eftirlit með fjárreiðum stjórnvalda. Það samrýmist illa þessu hlutverki að stjórnvöld sjálf, hinir eftirlitsskyldu aðilar, hlutist til um hvernig Alþingi og stofnanir þess rækja eftirlitshlutverk sitt gagnvart þeim og það er ekki traustvekjandi að úttekt á Íslandsbankamálinu fari fram samkvæmt sérstakri beiðni fjármálaráðherra, sama manns og hafði forgöngu um bankasöluna sem er til athugunar og ber lagalega og pólitíska ábyrgð á málinu. Við Kristrún Frostadóttir höfum lagt fram eftirfarandi fyrirspurn til fjármálaráðherra og hefur hann 15 virka daga til að svara henni samkvæmt þingskapalögum: 1. Hvers vegna óskaði ráðherra eftir því 7. apríl 2022 að Ríkisendurskoðun gerði úttekt á sölu eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka? 2. Á hvaða lagagrundvelli er beiðni ráðherra til Ríkisendurskoðunar reist? 3. Leitaði ráðherra álits ráðuneytis síns, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, áður en beiðnin var lögð fram? Ef svo er, hvers efnis var ráðgjöfin? 4. Hefur ráðherra áður óskað eftir úttektum frá eftirlitsstofnunum Alþingis á tilteknum málum? Ef svo er, í hvaða tilvikum og af hvaða ástæðum? 5. Hvernig verður gjaldtöku háttað vegna úttektarinnar, sbr. tilvísun Ríkisendurskoðunar til 2. mgr. 8. gr. laga nr. 46/2016 í svarbréfi til fjármála- og efnahagsráðuneytis 7. apríl 2022? 6. Telur ráðherra það falla undir starfssvið Ríkisendurskoðunar að meta lögfræðileg atriði sem varpað geta ljósi á það hvort ráðherra hafi sjálfur rækt starfsskyldur sínar samkvæmt lögum nr. 155/2012, um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, lögum nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, og stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, við sölu eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka? a. Ef svarið er nei, hafði þetta þýðingu fyrir þá ákvörðun ráðherra að beita sér fyrir því að málið yrði rannsakað af Ríkisendurskoðun en ekki af eftirlitsaðila sem að lögum er bær til þess að fjalla um hvort ráðherra hafi gerst brotlegur við starfsskyldur sínar? b. Ef svarið er já, telur ráðherra að lögbundnar skyldur hans sem ráðherra samkvæmt téðum lögum hafi einskorðast við fjárreiður, sbr. 43. gr. stjórnarskrárinnar, en ekki falið í sér framkvæmd stjórnarmálefna að öðru leyti? Mestu skiptir þó að ríkisendurskoðandi hefur einfaldlega ekki þær víðtæku rannsóknarheimildir sem þarf til að velta við hverjum steini í Íslandsbankamálinu. Síðast þegar ríkisendurskoðandi rannsakaði bankasölu komst hann að þeirri niðurstöðu að ekkert væri við hana að athuga. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis kannaði sama mál og komst að gagnstæðri niðurstöðu benti ríkisendurskoðandi réttilega á að hið sanna hefði komið í ljós vegna víðtækra rannsóknar- og eftirlitsheimilda rannsóknarnefndarinnar sem hann hafði ekki. Alþingi ætti að draga lærdóm af þessari atburðarás. Íslandsbankahneykslið er ærið tilefni til að skipa óháða rannsóknarnefnd með víðtækar heimildir til að kanna alla þætti málsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun