„Hefðum klárlega reynt að skella okkur í pottinn að rifja upp gamla tíma“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júní 2022 19:31 Sævar Atli Magnússon, leikmaður U-21 árs landsliðs Íslands. Stöð 2 Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta leikur seinustu þrjá leiki sína í undankeppni EM á næstu níu dögum. Sævar Atli Magnússon, leikmaður liðsins, ræddi um komandi verkefni, ásamt því að fara stuttlega yfir tímabilið með Lyngby þar sem liðið tryggði sér sæti í dönsku úrvalsdeildinni. „Sigur. Það er langt síðan við spiluðum á heimavelli og það er alltaf gaman að spila á heimavelli þannig við ætlum bara að fara í hvern einasta leik til að vinna hann og sýna að við erum eitt besta liðið í riðlinum með Portúgal,“ sagði Sævar í samtali við Ingva Þór Sæmundsson á Stöð 2 í dag. Íslenska liðið situr í fjórða sæti riðislins með níu stig eftir sjö leiki. Sævar segir að þrátt fyrir að hann sé sáttur með spilamennsku liðsins þá hafi vantað upp á stigasöfnun. „Ég er sáttur með spilamennskuna, en ekki sáttur með úrslitin. Við erum búnir að vera klaufar og óheppnir í bland. Sérstaklega þessir Grikkjaleikir og svo áttum við sennilega að vinna Portúgal hérna heima,“ sagði Sævar. „En virkilega vel gert að ná í stig á móti Portúgal úti. Þetta er eitt besta lið í Evrópu. Spilamennskan er búin að vera mjög stígandi því við fengum eiginlega engan undirbúning saman. Þannig að ég er búinn að finna mikinn stíganda og ég er virkilega spenntur fyrir þessum þremur leikjum.“ Sævar er leikmaður Lyngby í Danmörku, en undir stjórn Freys Alexanderssonar tryggði liðið sér sæti í dönsku úrvalsdieldinni á nýafstaðinni leiktíð. Sævar segist koma gullur sjálfstrausts inn í þetta verkefni eftir tímabilið með Lyngby. „Jú klárlega. Það var virkilega skemmtilegt. Við fögnuðum vel og innilega í seinustu viku, enda áttum við það skilið held ég.“ „Þetta var langt og erfitt tímabil með Lyngby, en ég kem fullur sjálfstrausts og í góðu formi.“ Hann segir enn fremur að tími hans í atvinnumennsku fari vel af stað. „Klárlega. Þetta var erfitt fyrst. Ég var búinn að vera hjá Leikni allt mitt líf. Ég kem þarna út og er aðeins lengi að aðlagast, en eftir jól steig ég aðeins upp. Ég fékk meiri spiltíma og tók svona aðeins sénsinn.“ „En það skiptir ekki máli hvernig ég stóð mig því við komumst upp, það var markmiðið. Það er þvílík samheldni í liðinu og góð liðsheild. Við komumst upp og það er það sem skiptir máli.“ Ingvi og Sævar rifjuðu svo upp skemmtilegt atvik frá 2013 þegar Leiknir varð Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þá fögnuðu leikmenn Leiknis svo mikið að bikarinn gleymdist í sundlaug í Breiðholtinu um nóttina. „Ég ætla ekkert að ljúga því að það var mjög mikill fögnuður. Þeir kunna alveg að fagna Danirnir. Við komumst líka upp á mánudegi en það skipti engu máli sýndist mér.“ „En það er eiginlega engin sundlaug þarna í Danmörku annars hefðum við klárlega reynt að skella okkur í pottinn og rifja upp gamla tíma,“ sagði Sævar léttur að lokum. Klippa: Sævar Atli Magnússon Landslið karla í fótbolta Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
„Sigur. Það er langt síðan við spiluðum á heimavelli og það er alltaf gaman að spila á heimavelli þannig við ætlum bara að fara í hvern einasta leik til að vinna hann og sýna að við erum eitt besta liðið í riðlinum með Portúgal,“ sagði Sævar í samtali við Ingva Þór Sæmundsson á Stöð 2 í dag. Íslenska liðið situr í fjórða sæti riðislins með níu stig eftir sjö leiki. Sævar segir að þrátt fyrir að hann sé sáttur með spilamennsku liðsins þá hafi vantað upp á stigasöfnun. „Ég er sáttur með spilamennskuna, en ekki sáttur með úrslitin. Við erum búnir að vera klaufar og óheppnir í bland. Sérstaklega þessir Grikkjaleikir og svo áttum við sennilega að vinna Portúgal hérna heima,“ sagði Sævar. „En virkilega vel gert að ná í stig á móti Portúgal úti. Þetta er eitt besta lið í Evrópu. Spilamennskan er búin að vera mjög stígandi því við fengum eiginlega engan undirbúning saman. Þannig að ég er búinn að finna mikinn stíganda og ég er virkilega spenntur fyrir þessum þremur leikjum.“ Sævar er leikmaður Lyngby í Danmörku, en undir stjórn Freys Alexanderssonar tryggði liðið sér sæti í dönsku úrvalsdieldinni á nýafstaðinni leiktíð. Sævar segist koma gullur sjálfstrausts inn í þetta verkefni eftir tímabilið með Lyngby. „Jú klárlega. Það var virkilega skemmtilegt. Við fögnuðum vel og innilega í seinustu viku, enda áttum við það skilið held ég.“ „Þetta var langt og erfitt tímabil með Lyngby, en ég kem fullur sjálfstrausts og í góðu formi.“ Hann segir enn fremur að tími hans í atvinnumennsku fari vel af stað. „Klárlega. Þetta var erfitt fyrst. Ég var búinn að vera hjá Leikni allt mitt líf. Ég kem þarna út og er aðeins lengi að aðlagast, en eftir jól steig ég aðeins upp. Ég fékk meiri spiltíma og tók svona aðeins sénsinn.“ „En það skiptir ekki máli hvernig ég stóð mig því við komumst upp, það var markmiðið. Það er þvílík samheldni í liðinu og góð liðsheild. Við komumst upp og það er það sem skiptir máli.“ Ingvi og Sævar rifjuðu svo upp skemmtilegt atvik frá 2013 þegar Leiknir varð Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þá fögnuðu leikmenn Leiknis svo mikið að bikarinn gleymdist í sundlaug í Breiðholtinu um nóttina. „Ég ætla ekkert að ljúga því að það var mjög mikill fögnuður. Þeir kunna alveg að fagna Danirnir. Við komumst líka upp á mánudegi en það skipti engu máli sýndist mér.“ „En það er eiginlega engin sundlaug þarna í Danmörku annars hefðum við klárlega reynt að skella okkur í pottinn og rifja upp gamla tíma,“ sagði Sævar léttur að lokum. Klippa: Sævar Atli Magnússon
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira