„Pabbi er búinn að hjálpa mér hrikalega mikið í gegnum þetta allt“ Sindri Sverrisson skrifar 4. júní 2022 10:01 Feðgarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Kristján Arason féllust í faðma eftir að Gísli afrekaði það sem pabbi hans gerði fyrir 34 árum, að verða þýskur meistari. Samsett/Facebook Gísli Þorgeir Kristjánsson varð á fimmtudagskvöld Þýskalandsmeistari í handbolta fyrir framan pabba sinn, Kristján Arason, sem einnig hefur það á ferilskránni að hafa orðið Þýskalandsmeistari. Kristján landaði titlinum sem einn af lykilleikmönnum Gummersbach árið 1988 og var svo í stúkunni að sjá Gísla, Ómar Inga Magnússon og félaga þeirra í Magdeburg tryggja liðinu sinn fyrsta Þýskalandsmeistaratitil frá árinu 2001. Móðir Gísla, alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varð hins vegar að sætta sig við að missa af leiknum vegna vinnunnar. „Pabbi kom og sá mig verða meistari. Það var geggjað að hafa pabba í stúkunni og gaman að við feðgarnir séum báðir orðnir meistarar. Það er skemmtilegt skref,“ segir Gísli. Hann hefur átt frábært tímabil í vetur en hefur fengið mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni síðustu ár, á erfiðum tímum vegna meiðsla í báðum öxlum. „Pabbi er búinn að hjálpa mér hrikalega mikið í gegnum þetta allt hjá mér, hvað handboltann varðar og í gegnum þessi meiðsli sem ég hef glímt við. Hann er ekki bara búinn að vera pabbi minn heldur lærifaðir og bara algjör stoð og stytta eins og öll mín fjölskylda. Það var frábært að fá að upplifa þetta með honum,“ segir Gísli. Íslenska fánann mátti því sjá á meðal áhorfenda í Magdeburg í fyrrakvöld en greinilegt var að fleiri stuðningsmenn en pabbi Gísli kunna að meta það sem hann og Ómar Ingi hafa gert fyrir liðið. Fann hvað þetta þýddi fyrir fólkið í bænum Íslendingar voru einnig í aðalhlutverkum þegar Magdeburg varð þýskur meistari síðast, þá í fyrsta sinn, því þá var Ólafur Stefánsson stjarna liðsins og Alfreð Gíslason þjálfari. „Maður fann hvað þetta þýddi mikið fyrir klúbbinn og fólkið í bænum. Það lifir fyrir þetta félag og það er svo gaman að geta gefið eitthvað til baka, eftir allt sem þau eru búin að gefa mér. Þau hafa staðið við bakið á mér í gegnum mín meiðsli og núna gat ég gefið til baka með því að við skyldum vinna titilinn,“ segir Gísli. Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Enski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Íslenski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Sjá meira
Kristján landaði titlinum sem einn af lykilleikmönnum Gummersbach árið 1988 og var svo í stúkunni að sjá Gísla, Ómar Inga Magnússon og félaga þeirra í Magdeburg tryggja liðinu sinn fyrsta Þýskalandsmeistaratitil frá árinu 2001. Móðir Gísla, alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varð hins vegar að sætta sig við að missa af leiknum vegna vinnunnar. „Pabbi kom og sá mig verða meistari. Það var geggjað að hafa pabba í stúkunni og gaman að við feðgarnir séum báðir orðnir meistarar. Það er skemmtilegt skref,“ segir Gísli. Hann hefur átt frábært tímabil í vetur en hefur fengið mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni síðustu ár, á erfiðum tímum vegna meiðsla í báðum öxlum. „Pabbi er búinn að hjálpa mér hrikalega mikið í gegnum þetta allt hjá mér, hvað handboltann varðar og í gegnum þessi meiðsli sem ég hef glímt við. Hann er ekki bara búinn að vera pabbi minn heldur lærifaðir og bara algjör stoð og stytta eins og öll mín fjölskylda. Það var frábært að fá að upplifa þetta með honum,“ segir Gísli. Íslenska fánann mátti því sjá á meðal áhorfenda í Magdeburg í fyrrakvöld en greinilegt var að fleiri stuðningsmenn en pabbi Gísli kunna að meta það sem hann og Ómar Ingi hafa gert fyrir liðið. Fann hvað þetta þýddi fyrir fólkið í bænum Íslendingar voru einnig í aðalhlutverkum þegar Magdeburg varð þýskur meistari síðast, þá í fyrsta sinn, því þá var Ólafur Stefánsson stjarna liðsins og Alfreð Gíslason þjálfari. „Maður fann hvað þetta þýddi mikið fyrir klúbbinn og fólkið í bænum. Það lifir fyrir þetta félag og það er svo gaman að geta gefið eitthvað til baka, eftir allt sem þau eru búin að gefa mér. Þau hafa staðið við bakið á mér í gegnum mín meiðsli og núna gat ég gefið til baka með því að við skyldum vinna titilinn,“ segir Gísli.
Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Enski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Íslenski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða