„Kannski verður maður með næst“ Atli Arason skrifar 3. júní 2022 20:30 Ísak Snær skoraði tvö mörk í dag Tjörvi Týr Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, lætur umræðuna um A-landsliðsvalið ekki trufla sig. Einhverjir hafa kallað eftir því að fá Ísak beint inn í A-landsliðið eftir flotta frammistöðu með Breiðablik í sumar. U-21 landslið karla í fótbolta mætti Liechtenstein í kvöld og vann stórsigur, 9-0 þar sem að þeir síðarnefndu sáu aldrei til sólar. Ísak Snær, Brynjólfur Willumsson, Kristian Nökkvi og Atli Barkarson gerðu tvö mörk hver og Kristall máni skoraði eitt. Tveir leikmenn þreyttu frumraun sína í byrjunarliði U-21 landsliðsins í kvöld en það voru þeir Ísak Snær og Óli Valur. Báðir spiluðu þeir frábærlega í liði Íslands í kvöld. Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið á eldi í Bestu-deildinni í sumar og skorað 9 mörk í deild, tvö í bikar og tvö mörk í frumraun sinni með U-21 í kvöld. „Við gerðum það sem við lögðum upp með, að spila á milli línanna og finna menn á bak við. Vinna hratt til baka þegar að við töpuðum honum og það gekk vel í öllum leiknum þannig séð, aðeins erfiðara í seinni hálfleik að brjóta vörnina hjá þeim en það komu færi,“ sagði Ísak Snær í viðtali við Vísi eftir leik. Ísak byrjaði í kvöld í fyrsta sinn fyrir U-21 landsliðið og skoraði tvö mörk, Ísak kveðst sáttur við frammistöðu sína. „Það er sætt [að spila fyrsta leikinn] og ég er mjög ánægður með minn leik í heildina, og liðsins. Ég er sáttur“ Ísak hefur verið að finna netið reglulega á þessu tímabili en markaskorun er ekki eitthvað sem hann horfir sérstaklega í. „Ég fer í hvern einasta leik til þess að vinna hann. Ég reyni að hjálpa liðinu eins og ég get, mörkin eru bara bónus,“ svaraði Ísak aðspurður af því hvernig hann nálgast hvern leik. Umræða hefur skapast hvort að Ísak eigi ekki verðskuldað sæti í A landsliðinu eftir frábæra frammistöðu á tímabilinu. Ísak lætur ekki trufla sig af þeirri umræðu. „Ég er bara sáttur að fá að vera hérna og auðvitað vill maður vera í landsliðinu. Arnar valdi þennan hóp og kannski verður maður með næst, það kemur bara í ljós. Ég er í þessu verkefni núna og ég ætla að klára það með stæl“ sagði Ísak. Landslið karla í fótbolta Breiðablik Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
U-21 landslið karla í fótbolta mætti Liechtenstein í kvöld og vann stórsigur, 9-0 þar sem að þeir síðarnefndu sáu aldrei til sólar. Ísak Snær, Brynjólfur Willumsson, Kristian Nökkvi og Atli Barkarson gerðu tvö mörk hver og Kristall máni skoraði eitt. Tveir leikmenn þreyttu frumraun sína í byrjunarliði U-21 landsliðsins í kvöld en það voru þeir Ísak Snær og Óli Valur. Báðir spiluðu þeir frábærlega í liði Íslands í kvöld. Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið á eldi í Bestu-deildinni í sumar og skorað 9 mörk í deild, tvö í bikar og tvö mörk í frumraun sinni með U-21 í kvöld. „Við gerðum það sem við lögðum upp með, að spila á milli línanna og finna menn á bak við. Vinna hratt til baka þegar að við töpuðum honum og það gekk vel í öllum leiknum þannig séð, aðeins erfiðara í seinni hálfleik að brjóta vörnina hjá þeim en það komu færi,“ sagði Ísak Snær í viðtali við Vísi eftir leik. Ísak byrjaði í kvöld í fyrsta sinn fyrir U-21 landsliðið og skoraði tvö mörk, Ísak kveðst sáttur við frammistöðu sína. „Það er sætt [að spila fyrsta leikinn] og ég er mjög ánægður með minn leik í heildina, og liðsins. Ég er sáttur“ Ísak hefur verið að finna netið reglulega á þessu tímabili en markaskorun er ekki eitthvað sem hann horfir sérstaklega í. „Ég fer í hvern einasta leik til þess að vinna hann. Ég reyni að hjálpa liðinu eins og ég get, mörkin eru bara bónus,“ svaraði Ísak aðspurður af því hvernig hann nálgast hvern leik. Umræða hefur skapast hvort að Ísak eigi ekki verðskuldað sæti í A landsliðinu eftir frábæra frammistöðu á tímabilinu. Ísak lætur ekki trufla sig af þeirri umræðu. „Ég er bara sáttur að fá að vera hérna og auðvitað vill maður vera í landsliðinu. Arnar valdi þennan hóp og kannski verður maður með næst, það kemur bara í ljós. Ég er í þessu verkefni núna og ég ætla að klára það með stæl“ sagði Ísak.
Landslið karla í fótbolta Breiðablik Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira